bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Pústkerfi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1903
Page 1 of 2

Author:  Ravis [ Mon 07. Jul 2003 10:34 ]
Post subject:  Pústkerfi

Ég þarf að kaupa mér púst , s.s. held greinunum frá vél og svo verð ég að kaupa nýtt undir hann. Hvar er best að sansa svona , hef heyrt af einhverjum Einari Áttavilta/áttavita :) sem á víst að geta reddað flestu fyrir mann. Einhver hérna sem gæti bent mér á t.d. eihvað símanúmer hjá honum eða einhverju öðru sniðugu pústverkstæði.

Author:  Jónki 320i ´84 [ Mon 07. Jul 2003 10:35 ]
Post subject: 

BJB í hafnafirði þeir eru góðir og snöggir.
hann heitir siggi sem smíðar hjá þeim.
ég er mjög sáttur við mitt púst sem hann smíðaði :D

Author:  gstuning [ Mon 07. Jul 2003 10:38 ]
Post subject: 

Annars á hann Rútur 320i púst sem þú færð líklega fyrir ekki neitt, bara að sækja

Author:  Gunni [ Mon 07. Jul 2003 10:38 ]
Post subject: 

Ég mæli eindregið með BJB þeir eru snillingar.

Author:  gstuning [ Mon 07. Jul 2003 10:38 ]
Post subject: 

Já ég á líka heilt 325i púst ef það er eitthvað sem þig langar í

greinar og allt púst

Author:  Ravis [ Mon 07. Jul 2003 10:43 ]
Post subject: 

nohh menn aldeilis snöggir að svara , sem er mjög gott! 8) Hérna ekki vitið þið síman þarna hja Bjb :?:
Veistu eithvað um ástandið á þessu pústkerfi hjá honum , nenni ekki að vera að setja eihvað undir sem svo verður eins og þverflauta eftir 2 vikur :)

Author:  gstuning [ Mon 07. Jul 2003 10:44 ]
Post subject: 

Ég veit það ekki en held að það hafi verið í lagi,

Mitt er í lagi allaveganna sem ég á

Author:  Ravis [ Mon 07. Jul 2003 10:45 ]
Post subject: 

lol :D nóg að gera .. heheh tja ég hefði áhuga á þessu 325 pústi já , en það er bara spurning um ástand já og verð :P

Author:  arnib [ Mon 07. Jul 2003 10:52 ]
Post subject: 

En 325i kerfið er fyrir 6 cyl? :)

Author:  gstuning [ Mon 07. Jul 2003 10:57 ]
Post subject: 

Doh ég hafði það í hausnum að hann væri á 320i

haha

Author:  Ravis [ Mon 07. Jul 2003 11:00 ]
Post subject: 

iss , kaupi mer bara 2 cyl á ebay og þá reddast þetta 8)

Author:  arnib [ Mon 07. Jul 2003 11:03 ]
Post subject: 

Hahah!

True.

Tveir cylinderar geta ekki kostað það mikið, kannski 1500 kall stykkið
ef þú færð þetta notað!

Hvernig þú kemur þeim í gæti þó orðið meira vandamál :)

Þú ættir kannski bara að kaupa 8 stykki fyrst þú ert að þessu
og fara úti 12 cyl pælingar!

:roll:

Author:  Jónki 320i ´84 [ Mon 07. Jul 2003 11:08 ]
Post subject: 

Síminn hjá bjb er 5651090 og þeir eru í flatahrauni 7 í hafnafirði :D

Author:  Gunni [ Mon 07. Jul 2003 11:08 ]
Post subject: 

Já Árni það er alveg rétt, fyrst þeir eru svona ódýrir á annað borð ;)

Hér er síminn og heimilisfangið

Pústþjónusta B J B hf
Flatahrauni 7
220 Hafnarfjörður
Sími 5651090

Author:  Ravis [ Mon 07. Jul 2003 11:32 ]
Post subject: 

heheheh :D
Núna ætla ég að hringja i Bjb og sjá hvað þeir segja. Ég þakka snögg og snör viðbrögð :D

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/