bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

V-POWER á gamla bíla ??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1895
Page 1 of 2

Author:  Schulii [ Sat 05. Jul 2003 23:48 ]
Post subject:  V-POWER á gamla bíla ??

Jæja, einhver að láta ljós sitt skína. :)

Skiptir nokkru máli hvort sett sé V-power bensín á gamlan bíl eins og t.d. minn sem er 325 '88?? hvað gerir V-power??

Author:  Halli [ Sun 06. Jul 2003 01:05 ]
Post subject: 

þú finnur kannski smá mun

Author:  saemi [ Sun 06. Jul 2003 19:41 ]
Post subject: 

Halli wrote:
þú finnur kannski smá mun



Thehehe, þetta hefði mig aldrei grunað. Að finna KANNSKI SMÁ mun......

:lol:

Author:  bebecar [ Sun 06. Jul 2003 21:10 ]
Post subject: 

Það hafa nú kannski fáir á landinu prófað V-power jafn rækilega og ég.

Fyrst og fremst ber að nefna hreinsiefnin, en það er EKKERT annað bensín á markaði hér eða erlendis sem hreinsar eins vel. Svo er þetta náttúrulega há oktan bensín 99+ (ekki bara 99, heldur LÁGMARK 99 oktan, sem þýðir þá væntanlega að oktan talan er hærri).

Bílar með bankskynjara aðlaga sig að þessu bensíni á tveimur tönkum sirka, þú færð meiri orku (líterinn af V-Power er t.d. þyngri en líter af 95 okt) hreinni bruna og ekkert ping hljóð.

Þetta gerir gott fyrir alla bíla, bara misgott. Gamlir bílar (svo fer það eftir því hvað þér finnst gamalt) geta ekki nýtt þetta nema þeir séu stilltir sérstaklega fyrir þetta bensín... flestir bílar eftir 1990 stilla sig hinsvegar sjálfir fyrir þetta.

Þú getur gert mjög einfalt próf, ég hef gert þetta á öllum mínum bílum og fleiri til:

Þú ferð út á kvartmílubraut, keyrir í þriðja gír á 10 kmh yfir marklínuna og botnar svo bílinn -

Þegar hann er að komast á hámarkssnúning eða á sirka 500 snúninga eftir þá skaltu sjá hvar á brautinni þú ert staddur og þar hefur þú endamarkið -

Nú ert þú búin að tryggja lágmarks áhrif hvað sjálfan þig varðar -

Síðan tekur þú þrjú "run" á 95 okt... tekur eftir endahraðanum hjá þér.

Svo ferð þú og tekur V-Power tank, klárar hann og tekur svo annan tank og endurtekur prófið... þú ættir að sjá nokkurn mun á hröðun og endahraða eða sem nemur 2-4 bíllengdum út þriðja gírinn.

Í spyrnu er það talsverður munur. Á öflugum bílum skiptir þetta enn meira máli.

Svo er bara að gæta þess að bíllinn sé jafn þungur í bæði skiptin og slíkt, jafn þrýstingur í dekkjum os.frv.

Ég hef gert þetta eins og áður segir á öllum mínum bílum og munurinn er mikill, ég fór líka á V-Power kynninguna á sínum tíma og fór ansi mörg "run" á 1400 VW Golf og munurinn var yfirleitt 3-5 bíllengdir en þá spyrntu tveir bílar, þ.e.a.s. báðir setja í þriðja og hafa rúmgott svæði til að ná að stilla saman hraðann og botna svo þegar þú kemur yfir rásmarkið.

Hröðun á V-Power bílnum er alltaf meiri - vinnslan er áberandi meiri.

Almennt má fólk þó búast við meiri bensíneyðslu innanbæjar þó algengt sé að hún minnki í utanbæjarkeyrslu.

Author:  Guest [ Sun 06. Jul 2003 22:05 ]
Post subject: 

Flott grein og umfjöllun á huga um V-Power

http://www.hugi.is/bilar/greinar.php?grein_id=16327769

Author:  bebecar [ Sun 06. Jul 2003 22:30 ]
Post subject: 

Takk fyrir það - hún er einmitt eftir mig :wink:

Author:  bjahja [ Mon 07. Jul 2003 02:13 ]
Post subject: 

*ræskj* Ekki það að ég sé að efst um ummæli þín, eða neitt sjóleiðis. Ég er sjálfur að prófa V-power núna og lýst vel á, er líklega að fara alveg á það. Þá var maður að heyra að þú værir nú ekki óhlutdrægasti maður í heimi í þessum efnum :wink:

Author:  bebecar [ Mon 07. Jul 2003 12:53 ]
Post subject: 

Ég halla ekki á neinn með þessu. Shell er eina fyrirtækið sem selur performance bensín.

Ég mæli með þessu vegna þess að ég nota það og hef gert frá því að það kom á markað.

Mér finnst bara mjög leiðinlegt þegar fólk er vantrúað á svona hluti sem er nýjung hér á landi meðan t.d. bretar eru himinlifandi yfir Optimax (svipað bensín).

Hlutdrægni hefur hinsvegar ekkert með það að gera hvar maður starfar nema það komi fram í skrifum manns. Ég hef fært rök fyrir mínu máli án undantekninga og hef í rauninni gert lítið annað en að minna menn á það að Shell eru stærstir í heimi í þróun eldsneytis og olía, og hafa t.d. séð Ferrari fyrir þessum hlutum næstum óslitið í 50 ár.

Svo hef ég nú líka predikað að menn prófi bara, því það er mjög einfalt að gera það, ég þekki engan sem ekki hefur fengið stafestan mun með þessu prófi og því hef ég tröllatrú á þessu.

Author:  bjahja [ Mon 07. Jul 2003 15:29 ]
Post subject: 

Já ég veit, þetta var meira skot heldur en alvara.
En eins og ég sagði þá er ég að prufa það núna :wink:

Author:  bebecar [ Mon 07. Jul 2003 15:32 ]
Post subject: 

Prófaðu það með þriðja gírs testinu.

Author:  bebecar [ Mon 07. Jul 2003 15:33 ]
Post subject: 

Þú sagðir reyndar
Quote:
var maður að heyra að þú værir nú ekki óhlutdrægasti maður í heimi í þessum efnum


Við erum allir hlutdrægir - við erum jú einu sinni á BMW vefnum :wink:

Author:  bebecar [ Mon 07. Jul 2003 15:34 ]
Post subject: 

Ég kæri mig allavega ekki um að fá á mig einhvern stimpil fyrir óhlutdrægni þó ég tjái mig um þetta....

Miklu betra að menn deili þá bara við mig og ég fái að svara.

Author:  Kull [ Mon 07. Jul 2003 15:53 ]
Post subject: 

Engin furða að sumir séu með mikinn fjölda innleggja :wink:

Author:  Gunni [ Mon 07. Jul 2003 16:23 ]
Post subject: 

HEHEHEHHEHEHEHEHEHEHEHEHEH :lol:

Author:  bebecar [ Mon 07. Jul 2003 16:33 ]
Post subject: 

Nei... svona heldur maður sér á toppnum!

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/