bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E46 startara vesen
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=18868
Page 1 of 1

Author:  Höfuðpaurinn [ Wed 06. Dec 2006 11:25 ]
Post subject:  E46 startara vesen

Sælir,
félagi minn er með E46 bíl með 1900 vélinni.

þannig er mál með vexti að startarinn er að klikka, sem lýsir sér í því að oftast þegar hann er að reyna að starta bílnum heyrist bara *click*click* í startaranum og ekkert gerist, það kviknar á öllum ljósum í mælaborðinu og útvarpinu, þannig að sambandsleysi er ólíklegt. Þarf oft milljón tilraunir til að koma bílnum í gang. Hann er bestur í gang þegar það er kalt og bíllinn kaldur.

Einhvar minntist á það við hann að prófa að skipta um kol í startarnum, er það líkleg lausn (og þá jafnvel DIY leiðbeininginar)?

Author:  íbbi_ [ Wed 06. Dec 2006 11:31 ]
Post subject: 

prufaðu að banka í punginn á startaranum (segulrofan) með t.d framlengingu á skrall, eða átaksskapti, ef hann tekur start eftir það þá er pungurinn farinn,

kolin eru mjög líkleg myndi frekar tæta hann úr og láta skipta um þau bara.. kostar smáaura

Author:  Höfuðpaurinn [ Wed 06. Dec 2006 15:24 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
prufaðu að banka í punginn á startaranum (segulrofan) með t.d framlengingu á skrall, eða átaksskapti, ef hann tekur start eftir það þá er pungurinn farinn,

ertu ekki að meina nr. 4 á myndinni?
Image

íbbi_ wrote:
kolin eru mjög líkleg myndi frekar tæta hann úr og láta skipta um þau bara.. kostar smáaura


láta skipta um þau eða skipta um þau sjálfur?

Takk fyrir hjálpina.

Author:  íbbi_ [ Wed 06. Dec 2006 15:29 ]
Post subject: 

pungzið er númer quadro á myndini já,

ég persónulega léti bara skipta um þau fyrir mig, ekkert mál svosum en sumt nennir maður ekki að standa í þegar það kostar bara smáaura að láta gera fyrir sig,

mæli með að þú hringir í bílaraf, hann er algjör snillingur í sona tálgar út kol með vasahníf og læti

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/