bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ónýtur miðstöðvarmótor
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=18415
Page 1 of 2

Author:  grettir [ Mon 13. Nov 2006 12:44 ]
Post subject:  Ónýtur miðstöðvarmótor

Jæja, miðstöðvarmótorinn gaf upp öndina hjá mér í síðustu viku.

Mér sýndist svona með léttri leit hérna að það væri ekkert auðvelt að fá þetta notað og hringdi þess vegna í B&L til að tékka á verðinu á honum nýjum og var sagt að það væru tvennskonar mótorar í boði fyrir þessa bíla (e36 91 módel), siemens og eitthvað annað sem ég man ekki.

Gildir einu, ég kemst að því þegar ég er búinn að rífa þann gamla úr og þá er komin ástæðan fyrir þessu þræði :)

Hvar er mótorinn? Þarf ég að rífa innréttinguna úr eða er hann tekinn í gegnum hesthúsið eins og í e30?

Author:  Tommi Camaro [ Mon 13. Nov 2006 12:46 ]
Post subject:  Re: Ónýtur miðstöðvarmótor

grettir wrote:
Jæja, miðstöðvarmótorinn gaf upp öndina hjá mér í síðustu viku.

Mér sýndist svona með léttri leit hérna að það væri ekkert auðvelt að fá þetta notað og hringdi þess vegna í B&L til að tékka á verðinu á honum nýjum og var sagt að það væru tvennskonar mótorar í boði fyrir þessa bíla (e36 91 módel), siemens og eitthvað annað sem ég man ekki.

Gildir einu, ég kemst að því þegar ég er búinn að rífa þann gamla úr og þá er komin ástæðan fyrir þessu þræði :)

Hvar er mótorinn? Þarf ég að rífa innréttinguna úr eða er hann tekinn í gegnum hesthúsið eins og í e30?

motorinn er tekinn í gengum hesthúsið . ég þennan motor til handa þér eða alveg aðra gerðina getur fengið hann á 5k ef ég finn hann :) get líka bent þér á hvað þarf að gera til að framkvæma þetta.
pm for more info

Author:  BMW_Owner [ Thu 16. Nov 2006 21:42 ]
Post subject: 

er ný búinn að gera þetta hjá mér það eru nákvæmlega 4 skrúfur og 4 smellur til að taka þetta úr en það er helvíti að taka hann úr og setja hann aftur í það er leiðinlegi parturinn en annars er þetta svona easy
bara passa smellurnar vel og svona en já þú losar þessa rist í miðstöðinni smellir henni upp úr og síðan eldvarnar mottuna þykku (fest með 2 8mm skrúfum)(eins og í innribrettunum) og dregur síðan eld hlífina uppúr og plasthlífina innanúr með og síðan 4 smellur til að losa plastið frá miðstöðvar viftunni og síðan smelluna stóru yfir mótorinum og síðantengið sem er rétt fyrir ofan aftarihlutann á mótorinum og síðan svona juggar þú honum í burtu hægra meginn frá eða þannig tók ég hann. þetta er hægt en þetta er soldið vont að þurfa hánga ofan á vélinni og troða þessu úr og í ekkert vera spenna þetta neitt þetta kemur hægt og rólega bara jugga þessu rétt:)

vona að þetta reddist reyndu að ná gamla óskemmdum úr þá veistu betur að það er hægt að koma hinum óskemmdum í :wink:

kv.BMW_Owner

p.s veit ekki hvað ég á eftir að skipta um í bílnum eiginlega ekkert :D

Author:  srr [ Thu 16. Nov 2006 22:15 ]
Post subject: 

Damn þetta hljómar flókið.
Í Renault 19 er "hilla" lokuð með plasti, beint fyrir neðan framrúðuna.
Þar situr miðstöðvarmótorinn, rafgeymir (í sér hólfi) og rúðuþurrkumótorinn.
Það sem þarf að gera er að opna plastið (lokað með plastsmellu), skrúfa
miðstöðvarmótorinn úr (4x10mm) og kippa upp úr.
Setja hinn í og festa.

Tekur like 10 mínútur :lol:

Djö hljómar e36 FLÓKINN miðað við renaultinn :wink:

Author:  Jss [ Thu 16. Nov 2006 23:43 ]
Post subject: 

srr wrote:
Damn þetta hljómar flókið.
Í Renault 19 er "hilla" lokuð með plasti, beint fyrir neðan framrúðuna.
Þar situr miðstöðvarmótorinn, rafgeymir (í sér hólfi) og rúðuþurrkumótorinn.
Það sem þarf að gera er að opna plastið (lokað með plastsmellu), skrúfa
miðstöðvarmótorinn úr (4x10mm) og kippa upp úr.
Setja hinn í og festa.

Tekur like 10 mínútur :lol:

Djö hljómar e36 FLÓKINN miðað við renaultinn :wink:


Miðað við mína reynslu af Renault er Renault-inn mikið flóknari en BMW og ekki á góðan hátt.

Author:  Bjarki [ Fri 17. Nov 2006 02:49 ]
Post subject: 

oftast er járnspenna sem heldur mótornum föstum a.m.k. í e30 og e46, minnir e36 líka.
Þannig "jugg-trikkið" er kannski ekkert voðalega gott, hljómar ekki vel "reyndu að ná gamla heilum úr" :lol:
gangi þér vel

Author:  grettir [ Fri 17. Nov 2006 15:57 ]
Post subject: 

Takk fyrir góð ráð :D
Ég hef ekki enn fundið mótor og er með húfu og vettlinga í bílnum þessa dagana :)

Fer líklega í B&L í næstu viku og panta ef enginn notaður finnst

Author:  Ingsie [ Fri 17. Nov 2006 16:36 ]
Post subject: 

Er ekki til í tb ? Þeir skiptu hjá mér =)

Author:  grettir [ Fri 17. Nov 2006 17:39 ]
Post subject: 

Ingsie wrote:
Er ekki til í tb ? Þeir skiptu hjá mér =)

Nei, því miður. Ég tékkaði fyrst hjá þeim.
En þeir geta ábyggilega reddað honum ef ég set hann í viðgerð hjá þeim.. sé til.

Author:  siggik1 [ Fri 17. Nov 2006 17:45 ]
Post subject: 

en hvernig er miðstöðin að virka venjulega í e36 ?

mér fynnst mín blása lítið og lengi að hitna ...

Author:  íbbi_ [ Fri 17. Nov 2006 19:41 ]
Post subject: 

þar er ég sammála þér, eða blæs svosum alltí lagi en alltof lengi að hiotna, eini annar E36 318 bíllin sme ég hef verið eitthvað að ráði á var bara alveg eins

Author:  98.OKT [ Fri 17. Nov 2006 20:02 ]
Post subject: 

Þetta fylgir kannski 318 bílunum að vera með lélega miðstöð, sá sem ég var með var með ónýta miðstöð líka :?
En 320 og 325 bílarnir sem ég átti voru báðir með topp miðstöðvar, virkuðu fínt og voru fljótir að hitna :wink:

Author:  BMW_Owner [ Mon 20. Nov 2006 22:17 ]
Post subject: 

ég meinti að það þarf svolítið juggerí þegar allt er losnað þ.e.a.s. þegar allar smellur eru farnar og tengið losað það er vont að koma honum fram hjá þessum vírum hægra meginn í bílnum (VEL VONT) ekkert sem smá pælingar og þolinmæði reddar.

kv.BMW_Owner :burn:

Author:  aronjarl [ Mon 20. Nov 2006 23:47 ]
Post subject: 

Jss wrote:
srr wrote:
Damn þetta hljómar flókið.
Í Renault 19 er "hilla" lokuð með plasti, beint fyrir neðan framrúðuna.
Þar situr miðstöðvarmótorinn, rafgeymir (í sér hólfi) og rúðuþurrkumótorinn.
Það sem þarf að gera er að opna plastið (lokað með plastsmellu), skrúfa
miðstöðvarmótorinn úr (4x10mm) og kippa upp úr.
Setja hinn í og festa.

Tekur like 10 mínútur :lol:

Djö hljómar e36 FLÓKINN miðað við renaultinn :wink:


Miðað við mína reynslu af Renault er Renault-inn mikið flóknari en BMW og ekki á góðan hátt.


Sumir segja ef þú ert góður að gera við renault þá ertu góður að gera við.! hehe..

Author:  grettir [ Mon 27. Nov 2006 11:30 ]
Post subject: 

Jæja, tók mótorinn úr um helgina og þetta er nákvæmlega eins einfalt og BMW_Owner lýsir hér að ofan. Þeinkjú verí möds.

Mótorinn virðist vera alveg heill en kolin eru gjörsamlega búin. Ég ætla að tékka á því í dag hvort ég get fengið þau í Bílanaust eða einhversstaðar.

Á meðan þiðnar og þornar bíllinn inni í bílskúr hjá tengdó. F*** hvað það er búið að vera kalt undanfarið :shock:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/