But we fkn did it!!!
Jæja .. SSK í bimmanum fór í sumar og það virtist allt vera vonlaust með að finna alveg eins skiptingu (M50B25 , 5HP18, 1992). Það hefur verið nóg af 5HP18 skiptingum til sölu en þessi sem mér vantaði var með gamla Ventlabox tenginu sem er 14 pinna eins og 1993 - 1996/7 skiptingarnar. En munurinn er að tengið sjálft er minna en í nýrri skiptingunum. Ég talaði við TB og B&L og þeir sögðu að þetta væri bara ekki hægt. Skiptinginn þurfti að vera sama árg (auðvitað) og ekkert væri hægt að skítmixa þetta. TB hefðu reynt þetta og voru í 3 daga að reyna þetta á einhverjum bíl og þetta virkaðii aldrei almennilega. En svo tala ég við Víðir á BMW-pörtum og hann segir að þetta sé ekkert mál!! Ég var nokkuð skeptískur við þetta svar frá honum en hugsaði bara WTF! en tók svo sénsinn og pantaði mér skiptingu frá DK úr 1994 325 bíl ekna 117k fyrir slik (3500,- DKR). Og auðvitað var tengið stærra en á gömlu.
Það sem við gerðum var að opna skiptinguna, fjarlægja síuna og með smá heppni komumst við að því að það voru 2 teg. af skrúfum í ventlaboxinu langar og stuttar. Létum þessar styttri eiga sig og losuðum bara löngu. Ventlaboxið kom upp í heilu lagi og án vandræða. Við aftengdum víranetið og svissuðum þeim út en þá var auðvitað málið með að gatið fyrir tengið er stærra en í gömlu .. en því var reddað með harðplastgúmmíhring sem var límdur með járn-lími og svo bættum við 2 mjúkum þéttingar hringjum, þeir vel límdir og tengið fittaði bara 100% eftir það. Svo var látin ein lítil skrúfa bara sem aukaöryggi utan á, bara just in case.
Skiptinguni var svo hent undir , ný olía og tengd .. og voila .. djöfull virkar hún smooth!!
Þvílíkur léttir þegar bílinn var settur í gang og allt virkaði.
Það sem er merkilegt við þetta er að við vorum 2 menn. Ég sem veit ekki mikið um svona og tengdó sem er lærður bifreiðasmiður en hefur aldrei komið nálægt BMW. Og hvað þá sjálfskiptingum! Tók okkur 9 klst með smá pásu.
Vildi bara segja smá sögu og pointið er að taka smá sénsa inn á milli og bara vona að það endi vel hehe.
Og vill þakka Víðiri hjá BMW-pörtum kærlega fyrir
Over and out in my beemer.
Og gleðilegt nýtt ár