Ég var að frétta af þessu
Hiclone dæmi þegar ég var fyrir norðan og datt í hug að benda mönnum á þetta.
Þetta er einhver svona hólkur sem fer inni í hosurnar sem liggja að túrbínunni í turbo bílum og kemur loftinu á snúning sem gefur svo meira afl, minnkar eyðslu og lækkar afgashita ásamt einhverju fleiru. Þetta virkar í alla turbo bíla og kostar að ég held um 7þús kall stykkið hjá einhverjum gaur fyrir norðan.
Móðurbróðir minn setti svona í sinn bíl (Toyota Hilux Turbo Intercooler) og afgashitinn lækkaði um 100°C og græddi heilan í gír í sömu brekkunni (þurfti að skipta í 4. með um 700°C en fer nú í 5.gír á 600°C).
Datt í hug að þið turbo menn hefðuð áhuga á þessu, t.d. Stefán og Gunni í 325 bílinn.