bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Shadowline-a bmw https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=17318 |
Page 1 of 1 |
Author: | gunnar [ Mon 11. Sep 2006 23:06 ] |
Post subject: | Shadowline-a bmw |
Hvernig er það, ef mig langar að shadowline E30 bílinn hjá mér, þarf ég þá alla lista og allt draslið af shadowline bíl eða er hægt að gera þetta sjálfur? Hvernig hafa menn verið að leysa þetta? |
Author: | Bjarki [ Tue 12. Sep 2006 01:36 ] |
Post subject: | |
skipta um alla listana þ.e. skipta svörtum listum út fyrir krómaða. Eða kaupa sérstakt "shadowline-tape", svart tape sem þú límir yfir krómið. Kemur örugglega vel út ef vel er að verki staðið. |
Author: | JOGA [ Tue 12. Sep 2006 09:38 ] |
Post subject: | |
Svo hafa einhverjir sprautað krómuðu listana en það á það til að flagna með tímanum. Þarf þá að vanda vel til verks og hafa undirvinnuna góða til að minka líkurnar á því. En það getur komið vel út hef ég séð. |
Author: | elli [ Tue 12. Sep 2006 09:56 ] |
Post subject: | |
Er ekki töluvert vesen að sprauta listana sem eru á hurðunum, það er, kringum gluggana. Er bara málið að tape-a nóg ![]() |
Author: | arnibjorn [ Tue 12. Sep 2006 10:03 ] |
Post subject: | |
Veit einhver hvað shadowline listarnir kosta uppí B&L? |
Author: | Jónki 320i ´84 [ Tue 12. Sep 2006 14:13 ] |
Post subject: | |
JOGA wrote: Svo hafa einhverjir sprautað krómuðu listana en það á það til að flagna með tímanum.
Þarf þá að vanda vel til verks og hafa undirvinnuna góða til að minka líkurnar á því. En það getur komið vel út hef ég séð. Ég sprautaði nú þessa lista á 320 bílnum mínum og það eru komin rúm fjögur ár síðan og það sést ekki á þeim. Það verður bara að passa að nota sýrugrunn undir þar sem þetta er króm og venjulegur grunnur nær ekki viðloðun við það. |
Author: | ömmudriver [ Tue 12. Sep 2006 14:15 ] |
Post subject: | |
arnibjorn wrote: Veit einhver hvað shadowline listarnir kosta uppí B&L?
Uhhhh..... ég veit ekki með E30 en þeir kostuðu alveg MÖKK á minn ![]() ![]() ![]() |
Author: | gunnar [ Tue 12. Sep 2006 17:36 ] |
Post subject: | |
Var þar uppfrá áðan... $$$$$$ 70 til 100.000 í komplett draslið. Keypti mér shadowline lista í framrúðuna útaf hann átti einn til á gömlu gengi, fékk hann á 1700 kr, sem er bara gott. Ég er búinn að ákveða að ég ætla að laga bílinn minn hérna heima, þ.e.a.s sprauta hann, og svo verður keypt restin af Mtech I kittinu og shadowline draslið, lækkun og allt dótið úti og sett á þar, neita að taka þátt í þessari verðlagningu. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |