bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hugbúnaðaruppfærslur? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=17278 |
Page 1 of 1 |
Author: | ice5339 [ Sat 09. Sep 2006 13:55 ] |
Post subject: | Hugbúnaðaruppfærslur? |
Sælir, ég er að spá í að fjárfesta í nýja iPod tengibúnaðinum fyrir e60 bílana, sem gerir manni kleift að stjórna ipodnum gegnum iDrive kerfið. Til að ég geti notað það þarf ég að fá einhverja hugbúnaðaruppfærslu á kerfinu í bílnum, sem er víst væntanleg erlendis næstu daga. Veit einhver hvort það er hægt að fá slíkar hugbúnaðaruppfærslur hér heima og hvort það sé rukkað fyrir það. Maður sér að erlendis er þetta mjög misjafnt eftir dealerum, sumir gera það ókeypis aðrir rukka. (Þetta er víst þokkaleg uppfærsla, áætlaður upphlöðunartími er víst 3-4 klst) ![]() |
Author: | bimmer [ Sat 09. Sep 2006 13:58 ] |
Post subject: | |
BogL hljóta að bjóða upp á þetta - spurning um að þú bjallir í þá á mánudaginn. |
Author: | ice5339 [ Sat 09. Sep 2006 14:02 ] |
Post subject: | |
Best væri nátturulega ef maður gæti bara reddað þessu sjálfur, einhverskonar update diskur eða svoleiðis. Mögulega full mikil bjartsýni. Ætlaði að reyna að ganga frá pöntun í dag ef einhver væri með þetta á hreinu. |
Author: | Jss [ Sat 09. Sep 2006 18:35 ] |
Post subject: | |
ice5339 wrote: Best væri nátturulega ef maður gæti bara reddað þessu sjálfur, einhverskonar update diskur eða svoleiðis. Mögulega full mikil bjartsýni.
Ætlaði að reyna að ganga frá pöntun í dag ef einhver væri með þetta á hreinu. Ég held að maður geti ekkert átt við þetta sjálfur, það þurfi að uppfæra þetta í gegnum tölvu eins og í B&L. |
Author: | Alpina [ Sat 09. Sep 2006 22:36 ] |
Post subject: | |
Jss wrote: Ég held að maður geti ekkert átt við þetta sjálfur, það þurfi að uppfæra þetta í gegnum tölvu eins og í B&L. Að óvituðu máli er ég sammála Jss |
Author: | BMWaff [ Sun 10. Sep 2006 01:44 ] |
Post subject: | |
Oooog myndi ég nú ekki nenna að lenda í "veseni" ef eitthvað fer úrskeiðis í uppfærslunni... ![]() ![]() |
Author: | bimmer [ Sun 10. Sep 2006 08:33 ] |
Post subject: | |
BMWaff wrote: Oooog myndi ég nú ekki nenna að lenda í "veseni" ef eitthvað fer úrskeiðis í uppfærslunni...
![]() ![]() Nákvæmlega!!! Þetta er ástæðan fyrir því að ég myndi ekki einu sinni láta mér detta í hug að gera þetta sjáfur. |
Author: | Jón Ragnar [ Tue 12. Sep 2006 22:53 ] |
Post subject: | |
Og hvernig virkar þá að tengja iPod Video við þetta? ![]() |
Author: | ice5339 [ Wed 13. Sep 2006 17:07 ] |
Post subject: | |
Ég var einmitt að pæla í því, og eftir því sem ég best sé getur maður ekki notað video úr ipod video með innbyggða iDrive skjánum. Því miður |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |