bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hitar sig
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=17261
Page 1 of 1

Author:  BMW_Owner [ Fri 08. Sep 2006 14:26 ]
Post subject:  Hitar sig

bílinn hjá mér hitar sig alltaf þegar hann stendur kyrr og borðar vatnið mig grunar að hann leki þessu út en það voru bara nokkrir dropar sem ég sá um daginn og ég er mjög oft að bæta á hann og miðstöðin alltaf köld þegar það vantar á hann og hann hitar sig það er ekki gamall vatnslás í honum og það er ekkert stíflað grunar að viftukúplingin sé búin í honum? any ideas?

kv.BMW_Owner :burn:

Author:  Stanky [ Fri 08. Sep 2006 14:46 ]
Post subject: 

Ef þú getur stöðvað viftuna með puttunum þá er kúplingin orðin slöpp, og líka ef viftan er ALLTAF í gangi...

Ef kassinn er kaldur eða alltof heitur þá er vatnslás líklega fastur...

kv,
haukur

Author:  BMW_Owner [ Fri 08. Sep 2006 14:48 ]
Post subject: 

á reyndar hún er frekar vel laus hvað kostaridda?

kv.BMW_Owner :burn:

Author:  bjahja [ Fri 08. Sep 2006 15:15 ]
Post subject: 

Stanky wrote:
Ef þú getur stöðvað viftuna með puttunum þá er kúplingin orðin slöpp, og líka ef viftan er ALLTAF í gangi...

Ef kassinn er kaldur eða alltof heitur þá er vatnslás líklega fastur...

kv,
haukur


Mun gáfulegra að stoppa hana með kókflösku eða upprúlluðu dagblaði. Allavegana hef ég aldrei bara potað puttanum í viftu til að sjá hvort hún stöðvist

Author:  Stanky [ Fri 08. Sep 2006 15:57 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Stanky wrote:
Ef þú getur stöðvað viftuna með puttunum þá er kúplingin orðin slöpp, og líka ef viftan er ALLTAF í gangi...

Ef kassinn er kaldur eða alltof heitur þá er vatnslás líklega fastur...

kv,
haukur


Mun gáfulegra að stoppa hana með kókflösku eða upprúlluðu dagblaði. Allavegana hef ég aldrei bara potað puttanum í viftu til að sjá hvort hún stöðvist


Hann stefán gerðist svo svellkaldur að gera þetta hjá mér.... hann meiddist ekki svo mikið! :D

Author:  Geirinn [ Fri 08. Sep 2006 16:45 ]
Post subject: 

Hums.... lækkar hitinn ef þú gefur honum inn í smástund í hlutlausum ?

Þá gætum við verið að tala um vatnsdælu.

Author:  Tommi Camaro [ Fri 08. Sep 2006 17:35 ]
Post subject: 

stíflaður vatnskassi
eða fastur vatnslás
eða loft tappi á kerfinu.

Author:  Mr.sunshine [ Fri 08. Sep 2006 19:06 ]
Post subject: 

Stanky wrote:
Ef þú getur stöðvað viftuna með puttunum þá er kúplingin orðin slöpp, og líka ef viftan er ALLTAF í gangi...

Ef kassinn er kaldur eða alltof heitur þá er vatnslás líklega fastur...

kv,
haukur


Ef vifta er alltaf í gangi er oft kælivatnsskynjari ruglaður, þegar hann er ruglaður hefur hann viftuna alltaf í gangi :wink:

Author:  BMW_Owner [ Tue 12. Sep 2006 15:40 ]
Post subject: 

hann kælir sig ekkert þó að ég gefi honum inn ég skiptu um vatnslás fyrir svona 40þús km. síðan og ég skipti um kælivökvan á kassanum fyrir 4 þús km síðan en hann hitaði sig líka áður en það var gert þannig ég hallast mikið að viftukúplingunni :?

kv.BMW_Owner :burn:

Author:  BjarkiHS [ Tue 12. Sep 2006 21:01 ]
Post subject: 

Ég lenti líka í að minn hitaði sig svona. það sem mér var sagt ,,, farin heddpakkning eða vatnsdæla. sem var raunin, vatnsdælan var í spað..

Author:  Kristjan [ Wed 13. Sep 2006 19:36 ]
Post subject: 

Minn hitar sig alveg geðveikt hratt líka, ég er búinn að skipta um vatnslásinn.

Vatnsdælan ónýt?

Author:  Helgi M [ Wed 13. Sep 2006 22:05 ]
Post subject: 

bara til mér til forvitni, en hvað kostar vatnsdæla og viftukúpling? er það saman ekki bara 15 þús or sum í bogl?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/