bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Renna diska https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1664 |
Page 1 of 1 |
Author: | GHR [ Sun 08. Jun 2003 14:12 ] |
Post subject: | Renna diska |
Hvar getur maður látið renna diska og veit eitthver hversu dýrt það er c.a ??? Toyotan bara strax byrjuð að bila en við hverju bjóst maður, þetta er nú bara Toyota ![]() |
Author: | Heizzi [ Sun 08. Jun 2003 14:33 ] |
Post subject: | |
Ég veit ekki um neinn sem gerir það og ég held það sé bara almennt ekki gert lengur, það einfaldlega borgar sig ekki. |
Author: | saemi [ Sun 08. Jun 2003 15:08 ] |
Post subject: | |
Jújú, það er gert ennþá. Ég veit að Stilling gerir það t.d. En svo er annað mál hvort það borgar sig. Ég held það kosti einhvern 1500 kall allavega að renna stykkið. Sæmi |
Author: | Guest [ Sun 08. Jun 2003 16:20 ] |
Post subject: | |
svona diskur kostar held ég 5000 kr í bílanaust..... ![]() |
Author: | GHR [ Sun 08. Jun 2003 18:43 ] |
Post subject: | |
Já, ég held að þetta borgi sig þar sem þetta er mjög nýjir diskar. Allavega nýjir að framan en afturdiskarnir eru orðnir eitthvað rispaðir ![]() Prófa Stillingu |
Author: | GHR [ Sun 08. Jun 2003 18:49 ] |
Post subject: | |
En kannski ein önnur spurning, hvernig veit maður hvaða diskur er skakkur??? Maður finnur alveg að klossinn er að nuddast alltaf í diskinn og það heyrist leiðinda hljóð og vípingur og HITINN á diskinum verður alveg sjúklega heitur ![]() En það eru diskar allan hringinn og maður veit ekki hver/hvaða diskur/ar eru svona skakkir ![]() |
Author: | O.Johnson [ Sun 08. Jun 2003 22:10 ] |
Post subject: | |
Það er mælt með sérstökum mæli sem er kallaður kastmælir. Það er frekar auðvelt að gera þetta, bara leggja mælinn við diskinn og snúa disknum. Það er örugglega hægt að láta gera þetta á næstum öllum verkstæðum. Og ef að þú sérð að það er kominn svona blámi á diskinn eftir hita þá er diskurinn ónýtur. Þetta hljóð er annað hvort vegna þess að það er kominn blámi í diskinn eða það er eitthvað að klossunum. Sumar gerðir af klossum láta vita að þeir séu að verða búnir með því að gefa frá sér hljóð þegar stigið er á bremsuna. Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað. |
Author: | saemi [ Sun 08. Jun 2003 22:48 ] |
Post subject: | |
Þetta hljómar nú líka eins og að bremsudælan sé föst úti. Þannig að þú þarft líka að láta athuga bremsudæluna (ef þú hefur ekki gert þér grein fyrir því) Sæmi |
Author: | GHR [ Mon 09. Jun 2003 02:01 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Þetta hljómar nú líka eins og að bremsudælan sé föst úti. Þannig að þú þarft líka að láta athuga bremsudæluna (ef þú hefur ekki gert þér grein fyrir því)
Sæmi Nei, þetta heyrist alltaf á sama snúningi á dekkinu þ.e ef ég keyri bara á 10km þá heyrist þetta bara einu sinni pr. snúningi á dekki en það er nú samt alltaf möguleiki. Kíki á þetta á morgun Takk fyrir góð svör ![]() |
Author: | Haffi [ Mon 09. Jun 2003 18:31 ] |
Post subject: | |
Það ískrar nú leiðinlega í mínum diskum stundum ![]() ![]() |
Author: | Gunni [ Mon 09. Jun 2003 19:00 ] |
Post subject: | |
Haffi wrote: Það ískrar nú leiðinlega í mínum diskum stundum
![]() ![]() hehe hringdu í mig áður, ég mæti með myndavél ![]() |
Author: | Haffi [ Mon 09. Jun 2003 19:07 ] |
Post subject: | |
I sure will ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |