bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Titringur í stýri
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1629
Page 1 of 2

Author:  jonthor [ Tue 03. Jun 2003 20:56 ]
Post subject:  Titringur í stýri

Ég á í leiðindar vandræðum. Það er smá titringur í stýrinu þegar ég bremsa. Ég er búinn að láta skipta um diskana, það eru nýjir bremsuklossar á bílnum, nýjar fóðringar að framan og nýbúið að hjólastilla en titringurinn er ekki alveg farinn. Eins og margir eigendur hér þá þykir mér mjög vænt um bílinn og það hefur verið hugsað svo vel um hann að hann er allur tip top. Þannig að þetta fer í taugarnar á mér. Einhverjar hugmyndir? B&L gaurinn var ekki með neinar hugmyndir í viðbót þegar ég sagði honum þetta (nema hjólstilla, sem ég er búinn að gera)

Author:  bebecar [ Tue 03. Jun 2003 21:47 ]
Post subject: 

Ég geri ráð fyrir að felgurnar séu í lagi og balansering góð. Ég myndi halda að það þyrfti að skipta um einhverjar fóðringar eða stýrisenda en er nú ekki manna klárastur í svona mekkaník. Þetta þurfti allavega að gera á síðasta bimma með titring sem ég var í.

Author:  jonthor [ Tue 03. Jun 2003 21:53 ]
Post subject:  fóðringar

Já Tb garuinn sagði að það þyrfti að skipta um fóðringar og ég lét gera það en það var ekki málið!

Ef þetta væri stýrisendi ætti þá ekki að vera alltaf titringur og sérstaklega á háum hraða? Svo er alls ekki bara þegar bramsað er!

Author:  bebecar [ Tue 03. Jun 2003 22:15 ]
Post subject: 

Það gæti einmitt veirð stýrisendar. Á E28 t.d. þá lýsti þetta sér þannig að hann titraði á milli 70-90 kmh og svo þegar það var bremsað en annars ekki.

Author:  hlynurst [ Tue 03. Jun 2003 23:05 ]
Post subject: 

Eða spindilkúla... þetta er svona hjá mér líka þegar ég bremsa. :?

Author:  Halli [ Wed 04. Jun 2003 01:05 ]
Post subject: 

ég myndi skjóta lika á spyndilkúlur hann setti útá þær hjá þér

Author:  Schulii [ Wed 04. Jun 2003 20:54 ]
Post subject: 

Skrítið ef spindilkúlur eða stýriendar er málið að þeim skuli ekki hafa dottið það í hug á verkstæðinu :roll:

Author:  Moni [ Wed 04. Jun 2003 21:00 ]
Post subject: 

eru dekkin góð??? þetta gæti verið ef að eitt dekk er að fara!!!

Author:  hlynurst [ Wed 04. Jun 2003 21:01 ]
Post subject: 

Ég giskaði á þetta því gaurinn á verkstæði B&L (á BogL deginum)benti mér á þetta. Eða spurði mig eiginlega hvort að bíllinn titraði í stýri hjá mér. Sagði mér síðan að spindilkúlan öðru megin væri ónýt.... :wink:

Author:  jonthor [ Wed 04. Jun 2003 22:01 ]
Post subject:  dekk

Já dekkin eru í lagi og þar fyrir utan þá var ég að skipta yfir á sumardekkin og titringurinn breyttist ekki.

Já ég þarf að fara að ganga á fyrri eiganda og athuga hver skipti um spindilkúlur og ræða við þá menn. Frekar ósáttur við þetta ef það er málið.

En ég hélt að ef spindilkúlur eða stýrisendar væru farnir þá væri titringur ekki háður bremsum. Ég hef farið með bílinn nokkuð hátt yfir hundrað og aldrei fundið neinn titring nema þegar ég bremsa.

Author:  saemi [ Wed 04. Jun 2003 22:46 ]
Post subject: 

Þegar þú segir að það séu nýjar fóðringar að framan, eru það þá allar fóðringarnar og veistu fyrir víst að það sé búið að skipa um þær?

Mín reynsla er að þetta sé fóðringar eða bremsudiskar/klossar. E28/E24 er sérstaklega slæmur með þetta, því að fóðringarnar eru svolítið mjúkar. Það er hægt að fá aftermarket stífari fóðringar sem hjálpa mjög mikið (líka solid urethane á markaðnum). En það getur verið mjög erfitt að komast fyrir þetta alveg.

Sæmi

Author:  GHR [ Wed 04. Jun 2003 22:56 ]
Post subject: 

Ef þetta kemur aðeins þegar þú bremsar þá eru þetta örugglega diskarnir eða lélegir klossar. Þó svo það séu nýlegir diskar undir þá þarf ekki mikið til að skekkja þá (oft aðeins að negla niður 2-3x)

Author:  saemi [ Wed 04. Jun 2003 23:26 ]
Post subject: 

Það þarf ekki að vera, það getur líka verið fóðringarnar.

Sæmi

Author:  GHR [ Thu 05. Jun 2003 00:10 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Það þarf ekki að vera, það getur líka verið fóðringarnar.

Sæmi


Jamms, ég veit :P

Author:  jonthor [ Thu 05. Jun 2003 08:55 ]
Post subject:  diskar 1 mánaða gamlir

Diskarnir eru 1 mánaða gamlir og ég hef ekkert nelgt niður. Með fóðringarnar þá var þetta einmitt það sem TB gaurinn sagði svo hann skipti um þær fóðringar. En það gætu reyndar verið bremsuklossar. Fyrri eigandinn sagði að þeir væru nýjir en það er svona eiginlega það eina sem ég hef ekki skoðað almennilega í þessu samhengi.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/