bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

e30 Problem
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1616
Page 1 of 1

Author:  Ravis [ Sun 01. Jun 2003 19:16 ]
Post subject:  e30 Problem

Ég er með smá vandamál. Það er nýbunað skipta um spindla , stýrisenda og stýrislið á bíllnum hja mér , gæti verið að það þurfi að hjólastilla bíllinn eftir svona aðgerð or sum :?:
Það vælir oft í dekkjunum í framdekkjunum þegar ég tek beygjur ( á litlum hraða) , eihvað sem var ekki áður. Búnað fylgjast með sliti á dekkjum , sé ekkert óeðlilegt. Svo var ég að keyra Kjalarnesi fyrir stuttu á nýjasta slitlaginu þar , sem er mjög slétt malbik , svo var rigning og bíllinn rásaði að framan á svona 60km , afar óþægileg tilfinning :shock: Þetta truflar reyndar ekkert akstur á þurru hja mer , nema þetta væl í framdekkjum , enginn titringur eða neitt þannig...

Hefur einhver einhverja hugmynd ?? :P

kv.Siggi

Author:  Gunni [ Sun 01. Jun 2003 19:34 ]
Post subject: 

örugglega hjólastilling. það er galdrabragð sem reddar ýmsu ;)

Author:  O.Johnson [ Sun 01. Jun 2003 20:12 ]
Post subject: 

Farðu með hann beint í hjólastillingu. Ég vinn á umboðsverkstæði og í viðgerðarbókum er sérstaklega tekið fram að það VERÐI að hjólastilla ef eitthvað er átt við stýrisenda, spindla, liði og fleira.

Author:  Ravis [ Sun 01. Jun 2003 20:39 ]
Post subject: 

ahh glæsilegt! Takk fyrir hjálpina 8)

Author:  saemi [ Sun 01. Jun 2003 22:26 ]
Post subject: 

Er ekki örugglega í lagi líka með loftþrýstingin í dekkjunum...?

Sæmi

Author:  Ravis [ Mon 02. Jun 2003 00:34 ]
Post subject: 

Hvað á hann að vera mikill :?: Þau eru 205/50/16 ef það skiptir einhverju :)

Author:  oskard [ Mon 02. Jun 2003 00:43 ]
Post subject: 

Varstu á selfossi áðan ? ég sá allveg gullfallegann 318is
gráann/svartann á að mér sýndist 16" BBs felgum :)

Author:  saemi [ Mon 02. Jun 2003 05:37 ]
Post subject: 

svona c.a. 28-30 psi

sæmi

Author:  Ravis [ Mon 02. Jun 2003 10:16 ]
Post subject: 

oke... ætla að athuga þetta líka :) Neibb það var ekki ég , minn er silfurgrár 8)

kv.Siggi

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/