bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Leðrið orðið þreytt? Prufaðu þá þetta
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=15360
Page 1 of 3

Author:  IceDev [ Thu 04. May 2006 00:22 ]
Post subject:  Leðrið orðið þreytt? Prufaðu þá þetta

Jæja, núna hafa margir tekið upp á því að hressa upp á leddarann enda kannski komin tími til

Ég ætla að skrifa nokkurskonar How-to en þetta er eins og ég gerði það, mér var sagt að gera það svona og þetta kom glimrandi út hjá mér


1. þrep

Farið er í Kaj pind ( Askalind 2a, á móti Habitat, keyrir niður ramp) og keypt er eftirfarandi

Leðurhreinsir
Leðurlit
Leðuráburð

2. þrep

Þegar að heim er komið með leðurgotteríið þá er að þrífa leðursætin vel og vandlega, taka allar mylsnur og svona sem gætu leynst á milli saumana, gott er að nota pensil til að ná því helsta úr

3. þrep

Borið er á leðurhreinsirinn, gott er að nota svamp og hreinsa lítinn part í einu. Gott er að notast við saumana til að taka ákveðið svæði í einu.

Passa að hreinsirinn nái ekki að þorna á þessu og þurrka með pappír áður en að það þornar. Þetta ætti að þrífa leðrið og gera leðrið móttækara fyrir leðurlitnum. Einnig er gott að þrífa þetta ákveðið og með fastri hendi

4. þrep

Eftir það er borið á leðurlitinn, ég persónulega notaði bréf í það en gott væri einnig að nota svamp. Gott er að bera örlítið meira af lit í svæðin sem hvað verst eru farin til að ná sem bestu áhrifum.

Ég fór áðan í Kaj pind og hann benti mér á að maður ætti ekki að láta litinn þorna heldur þurrka hann eftir hverja áferð. Bera ætti nokkrar umferðir til að fá sem bestu niðurstöður

Ég hinsvegar lét það þorna og bar síðan á áburðinn. Það virkaði vel fyrir mig en ég býst við að hans aðferð sé betri :p


5. þrep

Eftir að þetta er þurrt þá ber maður á leðuráburðinn og þetta virkar sem nokkurskonar "glæra" eða "sealer" og heldur því litnum frá fötum manns og vernar einnig gegn uppþornun leðursins þar af leiðandi verða minna af sprungum í því. Eftir að búið er að bera það á bíður maður eftir að það þorni og svo tekur maður mjúkan klút og þurrkar vel af til að ná öllum litarleyfum úr. Reyna að ná öllum aukalit úr sætunu annars er hætt á að það smiti yfir í föt.

Mælt er með að bera svo leðuráburð amk 3x á ári til að leðrið haldist sem heillegast

6. þrep

Njótið ávöxt erfiðis ykkar, pantið ykkur flatböku og opnið kannski einn kaldan yfir Fifth gear


JSS E36 M3

Fyrir
Image
Eftir
Image

Arnarf E34 540

Fyrir
Image
Eftir
Image


Ég tek enga ábyrgð á þessu en þetta virkaði glimrandi fyrir mig.

Myndir eru í Eigu Arnarf og JSS. Vonandi að maður megi nota þær til að sýna árangurinn en ef ekki skal ég glaður fjarlægja þær

Takk fyrir
Óskar[/img]

Author:  bjahja [ Thu 04. May 2006 00:40 ]
Post subject: 

Ætli þeir eigi spes liti..........þeas grænan :lol:

Author:  IceDev [ Thu 04. May 2006 00:58 ]
Post subject: 

Ég sá allavega fullt af litaafbrigðum þarna, gætir rennt við og tjékkað á því

Author:  Geirinn [ Thu 04. May 2006 01:54 ]
Post subject: 

Mjög góð grein. Að halda við leðri hefur reynst mörgum erfitt, það virðast margir gleyma hversu mikilvægt þetta er.

Author:  Danni [ Thu 04. May 2006 01:56 ]
Post subject: 

Hefði verið gott að fá þessa grein þegar ég átti enn bíl með leðri :shock:

En ætli maður geri þetta ekki samt á bílnum hans Hannesar, þó að leðrið er ekkert orðið lélegt heldur bara til að viðhalda því 8)

Author:  finnbogi [ Thu 04. May 2006 02:18 ]
Post subject: 

þetta er "bara" flott hjá þér óskar
ég verð að fá þig með mér í smá session í að taka leðrið í mínum svona 8)

Author:  Arnarf [ Thu 04. May 2006 02:38 ]
Post subject: 

Flottur korkur,

Ég bar ekki litin á allt, heldur bara þar sem leðrið var svona grátt, minnir allavega að konan í búðinni hafi sagt mér að gera það.


Svo gerði ég þetta við stýris að sjálfssögðu og það er orðið miklu þægilegra. Svona mýkra og meira grip á því :)

Author:  IceDev [ Thu 04. May 2006 03:45 ]
Post subject: 

Nákvæmlega, hægt er að gera bara á vandræðasvæði eða bara heild til að fá dekkri blæ yfir þetta

Hinsvegar er gott að bera áburðinn á allt, þrátt fyrir að vera ekki í neinum leðurlagfæringum, bara til að halda raka í leðrinu

Author:  jens [ Thu 04. May 2006 07:23 ]
Post subject: 

Frábær þráður hjá þér. Þetta er einmitt á dagskrá hjá mér.

Author:  iar [ Thu 04. May 2006 12:26 ]
Post subject: 

Glæsilegt! :clap:

Linkur á þetta kominn í sticky DIY þráðinn.

Author:  IceDev [ Fri 05. May 2006 18:11 ]
Post subject: 

Update vegna leiðréttingu

Author:  Svessi [ Sat 06. May 2006 03:34 ]
Post subject: 

Fínt að fá þetta, það er búið að vera á áætlun hjá mér í nokkurn tíma að fara gera þetta við sætin hjá mér, er búinn að kaupa eitthvað autoglym dót fyrir þetta er það var bara amateur dót.

Hvað kostar þetta dót annars?
Nenni ekki að vera fara þarna niðureftir ef mér finnst þetta svo of dýrt.

Author:  fart [ Sat 06. May 2006 08:14 ]
Post subject: 

Ég hef notað þessi KajPind efni á nokkra bíla, þetta svínvirkar og er auðvelt í notkun.

Author:  arnibjorn [ Sat 06. May 2006 18:41 ]
Post subject: 

Svessi wrote:
Fínt að fá þetta, það er búið að vera á áætlun hjá mér í nokkurn tíma að fara gera þetta við sætin hjá mér, er búinn að kaupa eitthvað autoglym dót fyrir þetta er það var bara amateur dót.

Hvað kostar þetta dót annars?
Nenni ekki að vera fara þarna niðureftir ef mér finnst þetta svo of dýrt.

Allur pakkinn er á svona 4k talaði gaurinn um :)

Author:  Einsii [ Fri 30. Jun 2006 08:20 ]
Post subject: 

Las ég það ekki hér einhverstaðar þegar einhver pússaði sætin upp með sandpappír og eitthvað fleira.. sona meira Extreme aðferð..

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/