bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Næ ekki stálfelgunum af!!! Einhverjar uppástungur???
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=15227
Page 1 of 2

Author:  bebecar [ Thu 27. Apr 2006 12:35 ]
Post subject:  Næ ekki stálfelgunum af!!! Einhverjar uppástungur???

Ég er búin að lemja á þetta, hita þetta, sprauta olíu og sparka þannig að mig verkar í fæturna!

þetta virðist alveg gróið fast - hvað leggið þið til?

Author:  saemi [ Thu 27. Apr 2006 12:40 ]
Post subject: 

Tréspýtu, setja hana á felgubrúnina að innanverðu og lemja í hana með sleggju. Gott að hafa hana það langa að hún nái út fyrir hitt afturhjólið, þá þarftu ekki að vera undir bílnum að þessu. Snúa svo hjólinu reglulega þannig að þú sért ekki að lemja alltaf á sama staðinn.

Author:  Geirinn [ Thu 27. Apr 2006 12:43 ]
Post subject: 

Ég átti í sömu vandræðum í vetur þegar ég skipti yfir á sumardekk :x

Þá kunni ég ekki trickið hans Sæma heldur var með sleggju, endaði með að fara á verkstæði þar sem bíllinn var settur í mannhæð og drengurinn á stöðinni hljóp á dekkin með gúmmíkefli. Virkaði fínt.

Author:  bebecar [ Thu 27. Apr 2006 12:46 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Tréspýtu, setja hana á felgubrúnina að innanverðu og lemja í hana með sleggju. Gott að hafa hana það langa að hún nái út fyrir hitt afturhjólið, þá þarftu ekki að vera undir bílnum að þessu. Snúa svo hjólinu reglulega þannig að þú sért ekki að lemja alltaf á sama staðinn.


Innanverðu - ok... ég er að reyna að sjá þetta fyrir mér. Bara svo helv erfitt að komast að þessu... og þau eru ÖLL svona föst :evil:

Author:  grettir [ Thu 27. Apr 2006 12:49 ]
Post subject: 

Álfelgurnar mínar festast svona. Ég náði þeim undan með svipaðri útfærslu og Sæmi bendir á. Var með langa þunga spýtu, settist fyrir framan bílinn og sveiflaði lurknum undir bílinn og neðst í dekkið innanvert.

Grannarnir hlógu mikið að þessum æfingum, en þetta virkaði :lol:

Snéri felgulykilinn úr hálsliðnum við sama tækifæri og þurfti að rölta í Byko og versla mér nýjan :)

Author:  bebecar [ Thu 27. Apr 2006 15:29 ]
Post subject: 

Felgulykillinn er líka ónýtur hjá mér eftir æfingarnar... en spítan dugði hreinlega ekki - kem henni ekki í af nógu miklu afli og á ekki sleggju.

Ég læt þá bjarga þessu á dekkjaverkstæðinu á morgun bara... takk samt herramenn.

Author:  gstuning [ Thu 27. Apr 2006 15:41 ]
Post subject: 

Ég lenti í þessu með eina felgu á einu ruslinu hjá mér,

endaði mér því að ég var farinn að lemja af öllu afli með risa sleggju
þangað til að þetta losnaði

Author:  arnibjorn [ Thu 27. Apr 2006 15:46 ]
Post subject: 

Ég veit nú um einn sem lenti í þessu um daginn á 2000 árgerð af bmw og hann vissi ekkert hvað hann ætti að gera. Helduru að hann hafi ekki bara gripið í næsta stein sem hann sá og rústað felgunni... #-o ](*,)

Ekkert voðalega gáfulegt en það virkaði fyrir hann :lol: :lol:

Author:  RagnarH [ Thu 27. Apr 2006 17:22 ]
Post subject: 

Lenti í þessu með minn niðrí bæ í rvk á föstudagskveldi, voru búnir að bíða í svona klukkutíma þegar kærasti frænku minnar kom loksins með spytu og sleggju :oops:

Author:  ValliFudd [ Thu 27. Apr 2006 18:18 ]
Post subject: 

well.. það er þó betra að þetta sé fast á heldur en að þetta detti af á óþæginlegum tíma :p

Author:  Fjarki [ Thu 27. Apr 2006 18:22 ]
Post subject: 

Það er bara slaghamarinn eða sleggjan ekki spurning, spýtukubbur getur hjálpað. Svo er ágætis regla að púsa felgurnar aðeins þar sem þær leggjast að á felgu og bíl og setja smá kopafeiti, þá er er þetta alveg solid.

Author:  bebecar [ Thu 27. Apr 2006 18:49 ]
Post subject: 

Fjarki wrote:
Það er bara slaghamarinn eða sleggjan ekki spurning, spýtukubbur getur hjálpað. Svo er ágætis regla að púsa felgurnar aðeins þar sem þær leggjast að á felgu og bíl og setja smá kopafeiti, þá er er þetta alveg solid.


Alveg hreinar línur að ég geri það NÆST :lol:

Author:  IvanAnders [ Thu 27. Apr 2006 19:30 ]
Post subject: 

ALLTAF að nota feiti á bolta og sætið
lendi oft í þessu í vinnunni og ég set bara felgujárn á kanntinn á felgunni og við spindilkúluna og spenni.... virkar oftast :wink:

Author:  íbbi_ [ Thu 27. Apr 2006 19:46 ]
Post subject: 

felgurnar festust alltaf sona á gráa E32 bílnum mínu.. þótt þær væru bara búnar að vera á í nokkra klukkutíma

Author:  CosinIT [ Thu 27. Apr 2006 21:41 ]
Post subject: 

koppafeiti 4tw. hef aldrei prufað að nota spýtu samt, var að finna uppí vöku og slaghamarinn dugaði oftast :P

þar sá maður hvaða undra glundur koppafeitin er 8)

þó svo að ég hafi alltaf verið mikið fyrir koppafeiti

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/