bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Smá reikniforrit sem ég henti saman
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=15212
Page 1 of 2

Author:  Svezel [ Wed 26. Apr 2006 17:14 ]
Post subject:  Smá reikniforrit sem ég henti saman

Ég átti að forrita eitthvað dót fyrir eitt námskeið sem ég er í og notaði tækifærið og henti saman smá java forriti sem reiknar aflþörf við hraða, raunhraða við snúning og loks snúning við raunhraða. Ekki fallegasta layoutið í bænum en það reiknar rétt :)

Endilega prófið að fikta í því og segið mér hvað ykkur finnst
http://www.hi.is/~sveinbo/CarCalc/CarCalc.htm

Athugið að aflreikningurinn er viss nálgun en ætti að gefa þokkalega mynd af hlutunum :wink:

edit. muna að skoða mælieingingar og nota punkta(.) til að skilja að heiltölur og brot

Author:  bjahja [ Wed 26. Apr 2006 17:28 ]
Post subject: 

Rosalega flott hjá þér maður :D

Ég var samt ekkert að fatta hvað ég var að gera viltaust, hún sagði að ég þyrfti 1352312505,3 whp til að fara á 100km/h. Þangað til að ég fattaði að lengidin og breiddin á að vera í m en ekki mm :lol: :lol:
En núna veit maður það þegar ég kaupi bíl sem er 1,7 km á breidd og 1,35 km á hæð þá þarf ég þetta mörg hestöfl til að fara á 100 km/h :wink:

Author:  Kristján Einar [ Wed 26. Apr 2006 17:31 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Rosalega flott hjá þér maður :D

Ég var samt ekkert að fatta hvað ég var að gera viltaust, hún sagði að ég þyrfti 1352312505,3 whp til að fara á 100km/h. Þangað til að ég fattaði að lengidin og breiddin á að vera í m en ekki mm :lol: :lol:
En núna veit maður það þegar ég kaupi bíl sem er 1,7 km á breidd og 1,35 km á hæð þá þarf ég þetta mörg hestöfl til að fara á 100 km/h :wink:


:lol2: :lol2:

Author:  bjahja [ Wed 26. Apr 2006 17:34 ]
Post subject: 

Núna er ég samt að stimpla inn í réttum mælieiningum og það kemur bara ekkert. Ég er orðinn mega pirraður af því ég þoli ekki þegar ég skil ekki hvað ég er að gera vitlaust :x :lol:

Author:  siggir [ Wed 26. Apr 2006 17:35 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Núna er ég samt að stimpla inn í réttum mælieiningum og það kemur bara ekkert. Ég er orðinn mega pirraður af því ég þoli ekki þegar ég skil ekki hvað ég er að gera vitlaust :x :lol:


Hvort gerirðu kommur eða punkta? Ég komst að því eftir smá stund að maður notar punkta í staðinn fyrir kommur ;)

Snilldar vél. Beint í bookmarks ;)

Author:  bjahja [ Wed 26. Apr 2006 17:39 ]
Post subject: 

Ahhhhhhhhhh, það voru punktarir :D
Þarf 365 hestöfl til að komast í 300, spurning um að byrja bara að vinna í því :lol:

Author:  Svezel [ Wed 26. Apr 2006 18:33 ]
Post subject: 

hehe já það á að nota punkta, hefði kannski átt að benda fólki á það fyrst :o

mælieiningarnar eiga svo að koma fram í textanum fyrir framan reitina :)

Author:  Hannsi [ Wed 26. Apr 2006 18:33 ]
Post subject: 

hmm já samkvæmt þessu er bíllinn minn 231WHP :lol:

Author:  Svezel [ Wed 26. Apr 2006 18:35 ]
Post subject: 

Hannsi wrote:
hmm já samkvæmt þessu er bíllinn minn 231WHP :lol:


hvaða bíll?

Author:  Hannsi [ Wed 26. Apr 2006 18:36 ]
Post subject: 

Golfinn

reiknaði út frá hlut föllum og rpm til að fá hraðan og svo hestöflinn sem ég þurfti til

Author:  Svezel [ Wed 26. Apr 2006 18:50 ]
Post subject: 

þú hlýtur að vera að setja eitthvað vitlaust inn, svona golf er ekkert að fara í 240+km/klst

Author:  Hannsi [ Wed 26. Apr 2006 18:54 ]
Post subject: 

hann hefur ekki orginal kraftinn í 240 en samhvæmt þessu þarf hann 212 whp til að komast í uppgefinn top speed ;)

þannig að þetta er ekki alveg að meika sens :?

Author:  Hannsi [ Wed 26. Apr 2006 18:54 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
þú hlýtur að vera að setja eitthvað vitlaust inn, svona golf er ekkert að fara í 240+km/klst


þessi bíll kemur sko á óvart ;)

Author:  Svezel [ Wed 26. Apr 2006 19:09 ]
Post subject: 

eins og ég segi þá er þetta bara viss nálgun og miðast við staðalaðstæður

jafnan gengur út á það að áætla tapstuðul í drifrás og ég hafði aðeins einn afturdrifsbíl sem staðal en ég modda jöfnuna lítillega til að áætla fwd og 4wd bíla.

jafnan er rétt og notast við þekktar stærðir líkt og flatarmál framenda, Cd stuðul, eðlisþéttleika lofts, þyngdarhröðun jarðar auk þekktra gilda fyrir bíl.

svo er þetta kannski meira gert til gamans en sem einhver nákvæm lausn, þetta ætti að sýna vissa mynd en auðvitað ekki fullkomna eins og menn geta séð ef þeir stimpla inn gildi fyrir e60 m5 eða álíka.

ég efast ekki um að golf gti sé hörku bíll en að hann sé svona mikil græja kaupi ég kannski ekki :wink:

Author:  Hannsi [ Wed 26. Apr 2006 19:27 ]
Post subject: 

enda þarf ég ekki þína skoðun til að vita hvernig bíllinn er ;)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/