bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hvernig er best að bæta við nokkrum hestöflum í 318i '99 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1519 |
Page 1 of 1 |
Author: | Guest [ Sat 17. May 2003 14:03 ] |
Post subject: | Hvernig er best að bæta við nokkrum hestöflum í 318i '99 |
Ég var að spá.. ég er nýlega búinn að kaupa mér BMW 318i e46 .. árg 99 Það er 1900cc vél í honum.. mér finnst vanta herslumuninn hvað kraftinn varðar.. hvernig er best að bæta við nokkrum hestöflum... |
Author: | saemi [ Sat 17. May 2003 14:11 ] |
Post subject: | |
Nýr tölvukubbur gerir sennilega mest fyrir peninginn. Ef það á að fara að gera eitthvað meira, þá er maður að borga mikið fyrir tiltölulega lítið. Eina annað sem myndi gefa einhvern kraft að ráði væri að setja forþjöppu á hann (Supercharger). Það er tiltölulega einfalt mál. Svo er þetta náttúrulega spurning um hvað þú vilt borga! ... Auðveldast er náttúrulega að fá sér bara 320 ![]() Sæmi |
Author: | Guest [ Sat 17. May 2003 14:14 ] |
Post subject: | |
jámm.. ég var einmitt búinn að vera að spá í tölvukubbi.. ég er náttúrulega ekki tilbúinn að setja mörghundruð þúsund í þetta sko.. þá væri náttúrlega gáfulegra að kaupa sér bara kraftmeiri bíl... En forþjappa.. hvað kostar svoleiðis cirka og hvað nákvæmlega gerir hún.. eykur loftmagnið sem fer inn á vélina? |
Author: | saemi [ Sat 17. May 2003 14:22 ] |
Post subject: | |
Já, forþjappa gerir það. Hún lætur vélina virka eins og hún væri stærri. Þú gætir þá fengið 40-60% hestaflaukningu. En það er alltaf svona 300.000.- kall! Sæmi |
Author: | Guest [ Sat 17. May 2003 14:26 ] |
Post subject: | |
hehe.. þá held ég að ég haldi mig við tölvukubbinn... hvað ætli mar fái úr honum.. 20 hö? |
Author: | hlynurst [ Sat 17. May 2003 14:28 ] |
Post subject: | |
300þ? Ég helt að það væri meira.... ertu þá að tala um að kaupa þetta og flytja þetta inn sjálfur? Ég væri alveg til í 100 hö aukalega fyrir þennan pening. Þarf bara að safna aðeins. ![]() |
Author: | oskard [ Sat 17. May 2003 15:11 ] |
Post subject: | |
ég hélt að þér þætti svona bull hlynur og þú ætlaðir nú miklu frekar að kaupa þér e36 m3 ? |
Author: | hlynurst [ Sat 17. May 2003 18:03 ] |
Post subject: | |
Já... reyndar. Langar þér í 328? ![]() |
Author: | oskard [ Sat 17. May 2003 18:07 ] |
Post subject: | |
mig langar í vélina ekki boddýið ![]() ef þú tjónar hann vel og færð hann borgaðann úr tryggigum skal ég kaupa af þér hræið ![]() ![]() ![]() |
Author: | hlynurst [ Sat 17. May 2003 18:09 ] |
Post subject: | |
Humm... þá er bara spurning hvort að maður fari ekki út og spólar hann út í ljósastaur. P.S. Ég var að þrífa helvítis bílinn og þá kom rigning!!!! Svekkjandi... kíki kannski næst á veðurfréttirnar áður en ég þríf hann. ![]() |
Author: | Halli [ Sat 17. May 2003 19:06 ] |
Post subject: | |
hlynurst wrote: Já... reyndar. Langar þér í 328?
![]() ekki ertu að spá í að selja????????????? |
Author: | hlynurst [ Sat 17. May 2003 20:03 ] |
Post subject: | |
Nei... en mér langar bara svo í M3... myndi selja ef ég gæti keypt svoleiðis. ![]() |
Author: | bjahja [ Sun 18. May 2003 19:03 ] |
Post subject: | |
Anonymous wrote: hehe.. þá held ég að ég haldi mig við tölvukubbinn... hvað ætli mar fái úr honum.. 20 hö?
Ég mæli með því að þú setjir þig í samband við Gstuning, þeir eru með tölvur sem gefa þér fleirri hesta. Þeir geta líka leiðbeint þér hvað þú getur fleirra gert. Gstuning.net info@gstuning.net p.s þetta er íslenskt fyrirtæki, þeir eru meira að segja í klúbbnum ![]() |
Author: | Stefan325i [ Mon 19. May 2003 12:49 ] |
Post subject: | |
eg veit ekki hvar þið fáið supercharger á 300 kall |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |