Ég var að láta yfirfara bílinn minn hjá umboðini og fékk nánast heila bók um það sem er að bílnum
Það sem mér var ráðlagt að gera er eftirfarandi:
Viðgerðir:
Setja nýtt pústkerfi undir bílinn eða laga það gamla
Skipta um allar hjólalegur
Skipta um alla felgubolta á öllum hjólum
Skipta um allar felgurær á öllum hjólum
Skipta um alla dempara
Laga bilun - bíllinn startar ekki rétt
Laga bilun - lekamengun frá vél
Skipta um olíu á vél
Skipta um olíusíu
Skipta um vökva á sjálfskiptingu
Skipta um pakkningu á sjálfskiptingunni - á pönnunni
Skipta um vökvasíu í sjálfskiptingunni
Skipta um kerti
Skipta um bensínsíu
Skipta um tímareim
Skipta um vatnslás
Skipta um allar hosur og slöngur í vélarrýminu
Skipta um kælivökva
Stilla ventlabilið
Skipta um heddpakningu
Skipta um loftsíu
Skipta um kertaþræði
Skipta um vökva fyrir aflstýrið
Hreinsa burt sull sem er í soggreininni
Skipta um innsprautunarspíssa
Skipta um súrefnisskynjara
Laga hitan í miðstöðinni
Stilla gang vélarinnar
Laga strekkjarana í öllum beltunum
Skipta um peru í loftinu
Laga lekann í skottinu
Laga hitann í afturrúðunni
Skipta um rúðuþurkur
Skipta um hægri aðalljósalugt
Skipta um vinstri stefnuljósalugt
Skipta um hlífarnar fyrir neðan aðal - og stefnuljósalugtirnar
Laga grillið eða skipta um það
Stilla hurðarpósta á vinstri hurð að framan
Laga húddið eða skipta um það
Skipta um spindilkúlur
Skipta um öxulhosur
Laga bilun - bíllinn bremsar ekki rétt
Skipta um bremsuklossa að framan
Skipta um öll bremsurör
Skipta um bremsudælur að aftan
Setja nýjan bremsuvökva á kerfið
Laga handbremsuna
Rétta undirvagninn - allt sem er beigglað
Riðverja undirvagninn - þar sem þarf
Ljósastilla
Þetta er bara hræðilegt

Þetta mun öruggleg kosta svona 2 - 300 þúsund í varahluti, ef ekki meira

Ég get gert við þetta allt saman sjálfur á niðr á verksæði þannig að ég þar sem betur fer ekki að borga fyrir vinnuna, bara varahlutina sem kosta alveg nógu mikið
