bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Airbag Warning light
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1472
Page 1 of 1

Author:  GHR [ Fri 09. May 2003 19:07 ]
Post subject:  Airbag Warning light

Airbag ljósið í bílnum mínum blikkar allaf (segir að eitthvað sé bilað í kerfinu). Þetta er frekar pirrandi að hafa alltaf eldrautt ljós síblikkandi svo mig langaði að vita hvort það væri ekki hægt að taka öryggi úr öryggjaboxinu svo ljósið hætti að koma!!! Ég nenni ekki að vera standa í því að rífa allt mælaborðið úr til að taka peruna úr (skrýtið ekki satt :wink: )
Á það ekki alveg að vera hægt???
Hvað heitir airbag á þýsku?? (allt á þýsku inni í öryggjaboxinu :? )

Author:  Haffi [ Fri 09. May 2003 19:15 ]
Post subject: 

Það logar nú stanslaust hjá mér... en ef þú ætlar að vera eitthvað að fikta í airbag sensornum hjá þér þá skaltu taka rafmagnið af bílnum í svona 30 mín til klukkutíma áður en þú ferð eitthvað að fikta.
Hefur komið fyrir hjá mönnum að þeir springi út þegar þeir eru eitthvað að vesenast í þessu.

Author:  Svezel [ Fri 09. May 2003 19:16 ]
Post subject: 

luftsack :lol:

er það ekki bara það sama

Author:  GHR [ Fri 09. May 2003 19:22 ]
Post subject: 

Hérna eru nokkur orð sem mig grunar :

Anhänger
Anzünder
Dämpfkraftsverstellung
Heizungsebläse
Zusatzlüfter

Er ekki eitthver klár í þýsku hérna???

Author:  Svezel [ Fri 09. May 2003 19:43 ]
Post subject: 

babelfish segir

Trailer
lighter
absorbing force adjustment
Heizungseblaese
auxiliary exhaust

Author:  Alpina [ Fri 09. May 2003 22:01 ]
Post subject: 

það er best að fara í B&L og láta tölvuna greina þetta!!!!!!


Sv.H

Author:  Bjarki [ Sat 10. May 2003 00:33 ]
Post subject: 

Ég myndi aldrei kaupa bíl með loftpúða þar sem Airbag ljósið myndi ekki koma og fara, sama á við um ABS ljósið nema þá að ég vissi að það væri bara einn skynjari farinn.

Author:  Benzari [ Sat 10. May 2003 00:48 ]
Post subject: 

Ef að það er búið að gera loftpúðan óvirkann þá er þetta nánast eins og að kaupa bíl án þessara blaðra. Fyrir 12-14 árum var flestum nú alveg sama þó að einhver airbag væri ekki í bílnum.

Author:  Bjarki [ Sat 10. May 2003 01:03 ]
Post subject: 

Bílar með loftpúðum í eru hannaðir til að vera með loftpúðum í. Það eru t.d. ekki sömu öryggisbeltin í E32 bílum með og án loftpúða. Veit ekki alveg hvað það er en þau eru ekki með sama partanúmerið.
Svo er náttúrlega annað mál þegar menn kaupa bíl sem á að vera loftpúði í en hann er án hans og það liggur á borðinu við kaup og verðið er í samræmi við það þá er það bara val hvers og eins.
Annars bara mín skoðun.

Author:  benzboy [ Sat 10. May 2003 20:51 ]
Post subject: 

Þetta kallast SRS í Benz, veit ekki hvað það er í BMW, varðandi comment hér að ofan um að beltin séu ekki eins með og án loftpúða er það rétt. Rakst á þetta á netinu (mínir menn fengu einhver hönnunarverðlaun fyrir þetta), gengur út á það að beltin taka vel í fyrst en slakna svo þannig að maður fer í pokann í staðin fyrir að fá hnykkinn af beltinu => ekki gott að vera með fukked up airbag

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/