bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Demparar - munur á tegundum og ending
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1463
Page 1 of 1

Author:  Bjarki [ Fri 09. May 2003 00:39 ]
Post subject:  Demparar - munur á tegundum og ending

Hvernig finnur maður muninn á því hvaða dempara maður er að nota? Verðmunurinn er talsverður Bilstein, Boge, Sachs, Koni. Hvað er maður að fá mikið fyrir aurinn með því að kaupa sér t.d. Bilstein? Þetta er allt miðað við orginal setup á fjöðrun.
Hvað endast svona demparar lengi, minn er ekinn 180þ er líklegt að það séu orginal demparar? Bíllinn dempar alveg en ég held að hann gæti orðið miklu skemmtilegri á nýjum dempurum.

Author:  gstuning [ Fri 09. May 2003 09:51 ]
Post subject: 

Fer allt eftir hverju þú ert að leita að

Bilstein er mjög góðir og líklega dýrastir af hópnum

Koni þar á eftir og eru góðir líka, þarna skiptast menn oftast í 2 trúarhópa Koni eða Bilstein,

Boge og Sachs eru einnig góðir(þurfa að vera það til að selja BMW dempara) en eru ódýrastir

Hverju ertu að leita eftir?
Stífarri eða bara new car handling

Stífarri, myndi skipta yfir í stífarri gorma og dempara,

NCH : Boge eða Sachs og nýja gorma, og svo endurnýja fóðringar í fjöðrun, það meika þvílíkan mun að vera með allt nýtt þar, bíllinn er liggur við bara nýr

Author:  saevar [ Fri 09. May 2003 09:56 ]
Post subject: 

Hverjir eru að selja Boge og Sachs dempara ? Langar svoldið að vita verðið á þessu

Author:  saemi [ Fri 09. May 2003 10:00 ]
Post subject: 

Fálkinn.. allavega Sachs

Author:  Guest [ Fri 09. May 2003 14:35 ]
Post subject: 

Ég vil bara new car handling og halda kostnaði í lágmarki.
Ætli það verði ekki Boge eða Sachs og nýjar fóðringar að framan og aftan og láti gormana bíða aðeins. Skiptir ekki miklu máli þegar maður skiptur um þetta sjálfur þ.e. enginn vinnukostnaður.

Author:  Gunni [ Fri 09. May 2003 14:38 ]
Post subject: 

í Tækniþjónustu kostar Bilstein dempari að aftan í bílinn minn ca. 7500 stk en sacs í Fálkanum er á ca. 7000 stk.

Author:  Bjarki [ Fri 09. May 2003 14:45 ]
Post subject: 

Þetta var ég þarna fyrir ofan.
Maður myndi nú splæsa í Bilstein fyrir 2000 kall í viðbót.

Author:  Alpina [ Fri 09. May 2003 17:52 ]
Post subject: 

Demparar í E-34 M20 M30 M60 kosta 21.000 parið i Fálkanum
SACHS Toppgræjur á Bezta verðinu
Fór og gerði verðkönnun hjá öllum innflytjendum og Fálkinn var lang-
ódýrastur :D :D :D :D :D :P :P :lol: :lol: :shock: :shock:


Sv.H

Author:  hlynurst [ Fri 09. May 2003 17:59 ]
Post subject: 

Hvernig demparar eru í M-fjöðrun? Bilstein?

Author:  Halli [ Sat 10. May 2003 00:27 ]
Post subject: 

minn kom með bilstein

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/