bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Enn meira vesen með læsta drifið! (myndir bls 2)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=13788
Page 1 of 5

Author:  Danni [ Fri 03. Feb 2006 20:18 ]
Post subject:  Enn meira vesen með læsta drifið! (myndir bls 2)

Jæja, fór með bílinn í TB og lét skipta um drifið. Var allt í lagi í fyrstu en svo þegar fyrsta krappa beygjan kom (sem var ekki fyrr en ég var kominn í Keflavík :shock: ) þá komu smellir. Og núna hef ég bara þvílíkar áhyggjur á því að það gæti verið eitthvað að drifinu! Þegar smellirnir koma þá kippist í bílinn, get eigilega ekki lýst því hvernig. Og svo á hann til að draga annað afturdekkið í beygju (allt innra dekkið).

Hvað gæti hugsanlega verið að? Hannes og Viktor eru báðir búnir að láta sér detta í hug að þetta sé soðið drif, en mér finnst það samt hæpið því að það er S á tagginu :?

Author:  Svezel [ Sat 04. Feb 2006 00:53 ]
Post subject: 

ertu búinn að skipta um olíu á því? hljómar eins og olían sé ekki blönduð læsingarvökva

Author:  Danni [ Sat 04. Feb 2006 01:41 ]
Post subject: 

Ekkert vera að pæla í þessu. Drifið er ÓNÝTT! Var að keyra bílinn heim, stopp á einu rauðu ljósi rétt fyrir utan heima hjá mér, svo kom grænt, ég fór af stað, yfir katnamótin og svo bara *kling* BRRRRRRRRRRRRRRRR og drifið hljómar einsog pústlaus Honda og hreyfist ekki skít.


Yfir 50þúsund kall í drifið og ísetninguna og ég náði ekki einusinni að nota það í heilan sólahring! How great is that?

Author:  Angelic0- [ Sat 04. Feb 2006 01:50 ]
Post subject: 

já, hálf-leiðinlegur pakki !

hljómar einsog eitthvað "unordinary"... verður fróðlegt að opna drifið...

fannst líka einsog hann "kjagaði" þegar að við vorum að draga hann :S

Author:  Danni [ Sat 04. Feb 2006 01:59 ]
Post subject: 

Já þegar við opnum drifið. Það þarf nú fyrst að koma drifinu undan og ekki hef ég nú efni á því að láta taka það úr, og ekki hef ég neina aðstöðu þar sem ég get gert það heldur. Ætli ég verði bara ekki að láta bílinn vera þarna og rotna næsta hálfa árið. *Neikvæður*

Author:  Angelic0- [ Sat 04. Feb 2006 02:00 ]
Post subject: 

Danni wrote:
Já þegar við opnum drifið. Það þarf nú fyrst að koma drifinu undan og ekki hef ég nú efni á því að láta taka það úr, og ekki hef ég neina aðstöðu þar sem ég get gert það heldur. Ætli ég verði bara ekki að láta bílinn vera þarna og rotna næsta hálfa árið. *Neikvæður*


Heyrðu kútur, vandamál eru til að leysa þau ;)

Mannkindin er voðalega lagin við að skapa þau, en höfum við ekki alltaf fundið lausn á hlutunum ;)

THIS WILL BE FIXED !

Author:  Danni [ Sat 04. Feb 2006 02:06 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
Danni wrote:
Já þegar við opnum drifið. Það þarf nú fyrst að koma drifinu undan og ekki hef ég nú efni á því að láta taka það úr, og ekki hef ég neina aðstöðu þar sem ég get gert það heldur. Ætli ég verði bara ekki að láta bílinn vera þarna og rotna næsta hálfa árið. *Neikvæður*


Heyrðu kútur, vandamál eru til að leysa þau ;)

Mannkindin er voðalega lagin við að skapa þau, en höfum við ekki alltaf fundið lausn á hlutunum ;)

THIS WILL BE FIXED !


Líka eins gott og ég ætla ekki að borga einn aur fyrir það! Sama hvernig það gerist. Ég er EKKI sáttur! Náði ekki einusinni að gera eitthvað af mér sem gæti hafa skemmt drifið! Þegar ég átti MMC haugana þá náði ég allavega að skemmta mér eitthvað á þeim áður en þeir biluðu! Helvíti slæmt ef að MMC er að rústa BMW í bilatíðni hjá mér :!: (Og ég fór ILLA með MMC-ana en ekki með þennan)

Author:  saemi [ Sat 04. Feb 2006 03:30 ]
Post subject: 

Samt sko. Drif er bara drif!

Það tekur 2 klukkutíma að skipta um drif í bíl!

Heimurinn ferst ekki við það að eitt drif eyðileggst ;)

Author:  Hannsi [ Sat 04. Feb 2006 09:48 ]
Post subject: 

sammt soldið svekjandi að kaupa læst drif á 35K og svo er það bilað og svo ónýtt sama dag og það er set í! og það var ekkert búið að láta reyna á drifið!

Author:  Eggert [ Sat 04. Feb 2006 10:13 ]
Post subject: 

Hvar keyptiru þetta drif? Er víst að það hafi verið í lagi? (TB hefðu nú líklega séð ef eitthvað væri í ólagi?)

Author:  Djofullinn [ Sat 04. Feb 2006 11:51 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
ertu búinn að skipta um olíu á því? hljómar eins og olían sé ekki blönduð læsingarvökva
Já minnir að hann hafi skipt um olíu.
Hvaða olíu settuð þið á drifið? Og var olían blönduð læsingarvökva?

Eggert wrote:
Hvar keyptiru þetta drif? Er víst að það hafi verið í lagi? (TB hefðu nú líklega séð ef eitthvað væri í ólagi?)
Þetta drif er frá mér. Það var í lagi í bílnum sem ég reif það úr. Síðan hefur það sitið á gólfinu hjá mér og ég hef snúið því öðru hvoru.

Author:  Tommi Camaro [ Sat 04. Feb 2006 12:51 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Svezel wrote:
ertu búinn að skipta um olíu á því? hljómar eins og olían sé ekki blönduð læsingarvökva
Já minnir að hann hafi skipt um olíu.
Hvaða olíu settuð þið á drifið? Og var olían blönduð læsingarvökva?

Eggert wrote:
Hvar keyptiru þetta drif? Er víst að það hafi verið í lagi? (TB hefðu nú líklega séð ef eitthvað væri í ólagi?)
Þetta drif er frá mér. Það var í lagi í bílnum sem ég reif það úr. Síðan hefur það sitið á gólfinu hjá mér og ég hef snúið því öðru hvoru.

læsinginn er senilega í lagí í þessu drifi en einhverhluta vegna hefur hún bara ekki viljað sleppa heldur haldis 100% þá myndast spenna á hring og kamb og það er senilega það sem hefur brotnað hjá þér.
settur drifið bara beint í ? hvað kostaði það ? er þetta danni frændi ívars ?!?
hef það hefur verið vitlaus olía þá hefi drifið verið í læsingar erfileikum i stað þess að hanga í læsingunni

Author:  gstuning [ Sat 04. Feb 2006 12:53 ]
Post subject: 

Málið er þá bara að taka læsinguna úr og láta setja hana í annað drif,

Author:  Tommi Camaro [ Sat 04. Feb 2006 13:00 ]
Post subject: 

á til 3,15 hlutfall ef þig vantar

Author:  gstuning [ Sat 04. Feb 2006 13:04 ]
Post subject: 

Tommi Camaro wrote:
á til 3,15 hlutfall ef þig vantar


hann á væntanlega enn gamla drifið sitt :)

Page 1 of 5 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/