bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

smá pæling með eyðslu hérna líka...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1344
Page 1 of 2

Author:  ofmo [ Sat 26. Apr 2003 20:48 ]
Post subject:  smá pæling með eyðslu hérna líka...

ég er núna að aka um á 520i '91 módeli...
mér finnst hálf furðulegt hvað hann er að eyða miðað við gamla 320 e30 bílinn minn...

svona er þetta hjá mér:
e34 innanbæjar: 12-18l/100
e34 utanbæjar (jafn akstur): 10.5-12l/100
e30 innanbæjar: 10.5-14.8l/100
e30 utanbæjar (grófur og harður akstur):ca 9-10l/100
e30 utanbæjar (jafn sparakstur): 5.5-9l/100!!!

hvað er eginlega í gangi með þessa fimmu? er þetta eðlileg eyðsla?
persónulega finnst mér þetta frekar fáránleg eyðsla miðað við stærð vélar!

Author:  bjahja [ Sat 26. Apr 2003 23:13 ]
Post subject: 

Er þetta ekki bara eðlilegt? fimman er stærri og þyngri og svona

Author:  Logi [ Sat 26. Apr 2003 23:16 ]
Post subject: 

Síðan ég keypti minn M5 hefur mér ekki tekist að ná honum upp fyrir 16,2 l. í innanbæjarakstri, þrátt fyrir nokkuð grimman akstur á köflum!

Author:  GHR [ Sat 26. Apr 2003 23:16 ]
Post subject: 

Þetta er full mikið ef hann er að eyða 12-18 lítrum.
Þá er hann að eyða svipa miklu og minn (ég er að eyða alveg frá 14-18 lítrum innanbæjar skv. OBC)
* Nema á góðviðriskvöldum þá á hann það til að eyða 22lítrum+ hjá mér :wink: enda ekki gefið lítið í þá

Author:  bjahja [ Sat 26. Apr 2003 23:22 ]
Post subject: 

BMW 750IA wrote:
Þetta er full mikið ef hann er að eyða 12-18 lítrum.
Þá er hann að eyða svipa miklu og minn (ég er að eyða alveg frá 14-18 lítrum innanbæjar skv. OBC)
* Nema á góðviðriskvöldum þá á hann það til að eyða 22lítrum+ hjá mér :wink: enda ekki gefið lítið í þá


Vá ég sá ekki þetta til 18, það er ekki eðlilegt

Author:  hlynurst [ Sun 27. Apr 2003 00:15 ]
Post subject: 

BMW 750IA wrote:
Þetta er full mikið ef hann er að eyða 12-18 lítrum.
Þá er hann að eyða svipa miklu og minn (ég er að eyða alveg frá 14-18 lítrum innanbæjar skv. OBC)
* Nema á góðviðriskvöldum þá á hann það til að eyða 22lítrum+ hjá mér :wink: enda ekki gefið lítið í þá


Miða við hvernig þú keyrðir þegar þú varst að koma á samkomuna þá er 22 - 30 lítrar nærri lagi. :wink:

Author:  flint [ Sun 27. Apr 2003 02:10 ]
Post subject: 

ég er á 91 model af fimmu og hann er ekki að eyða neinum 12-18L innanbæjar :D

Author:  morgvin [ Sun 27. Apr 2003 02:14 ]
Post subject: 

ég er á 518i og er að eyða um 9-12L/100 og um 8-11 í jöfnum akstri utan bæjar.

Author:  Haffi [ Sun 27. Apr 2003 02:16 ]
Post subject: 

hah! minn framleiðir benzín utanbæjar ! :D

Author:  morgvin [ Sun 27. Apr 2003 02:21 ]
Post subject: 

Það kemur á óvart hvað þessir yndislegu bílar eyða utanbæjar(kanski ekki þar sem þeir eru jú hannaðir fyrir meiri hraða en 120kmph en samt er það furðulegt hvað stærri vélarnar spara á því að keyra jafnt og hratt).

Author:  flint [ Sun 27. Apr 2003 02:28 ]
Post subject: 

Já minn eyðir svona 8-11L í utanbæjarakstri.

Author:  GHR [ Sun 27. Apr 2003 02:30 ]
Post subject: 

hlynurst wrote:
BMW 750IA wrote:
Þetta er full mikið ef hann er að eyða 12-18 lítrum.
Þá er hann að eyða svipa miklu og minn (ég er að eyða alveg frá 14-18 lítrum innanbæjar skv. OBC)
* Nema á góðviðriskvöldum þá á hann það til að eyða 22lítrum+ hjá mér :wink: enda ekki gefið lítið í þá


Miða við hvernig þú keyrðir þegar þú varst að koma á samkomuna þá er 22 - 30 lítrar nærri lagi. :wink:



Ha, ég??? Ég keyrði eins og ungbarn alla leið :wink:
Nei, nei ég hélt að ég væri allt of seinn og var að drífa mig svolítið (bara afsökun yfir hversu gaman mér finnst að gefa í :wink: )

Author:  arnib [ Sun 27. Apr 2003 03:50 ]
Post subject: 

E34 M5 wrote:
Síðan ég keypti minn M5 hefur mér ekki tekist að ná honum upp fyrir 16,2 l. í innanbæjarakstri, þrátt fyrir nokkuð grimman akstur á köflum!


Ég meina þetta nú alls ekki illa, en mig minnir að bebecar hafi verið með svolítið hærri tölu sem hann náði bílnum aldrei niður fyrir.

Kannski er hann bara með svona mikið þyngri fót :shock:

Author:  Logi [ Sun 27. Apr 2003 18:00 ]
Post subject: 

Það getur verið, en ég efast samt um það. Ég held að hann hafi bara keyrt meira styttri vegalengdir heldur en ég geri! Svo hefur náttúrulega verið frekar hlýtt undanfarið!

Author:  arnib [ Mon 28. Apr 2003 00:38 ]
Post subject: 

Það er nú allavega ekkert nema gott ef að M5-inn manns eyðir aldrei meira en 16 lítrum :)

Og það er satt, sumarið er komið :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/