bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Er plasthlíf framan á ljósunum í E39? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1332 |
Page 1 of 1 |
Author: | Propane [ Fri 25. Apr 2003 10:57 ] |
Post subject: | Er plasthlíf framan á ljósunum í E39? |
ef svo er, hvað kostar svoleiðis nýtt, ljósin hjá mér eru svo rosalega mött. |
Author: | Svezel [ Fri 25. Apr 2003 15:40 ] |
Post subject: | |
Hlífin er yfir ljósunum og stefnuljósunum þ.a. ef ljósin eru ljót þá er best að fá sér hvít stefnuljós ![]() Maður þarf að kaupa allt ljósa draslið hjá B&L (eða svo var mér sagt) svo verðið er rugl þar. Ég á hvít handa þér + hliðarstefnuljós http://www.bmwkraftur.com/spjall/viewtopic.php?t=914 |
Author: | Alpina [ Sat 26. Apr 2003 10:05 ] |
Post subject: | |
Eins og Svezel bendir á er þetta í einu stykki og kostar FREKAR mikið en ef þú ert að fara til DK þá myndi ég panta það þar(((áður en þú ferð)) |
Author: | Ozeki [ Sun 27. Apr 2003 11:13 ] |
Post subject: | |
á bmwtips.com undir tips & tricks er hlekkur sem heitir "How to Polish plastic headlight lenses" http://www.bmwtips.com/tipsntricks/tips ... t%20lenses ég prófaði þetta á mínum og það skánaði töluvert ... fann þó ekki hvar þetta Meguiars dót var selt, en tók eftir því seinna að Gísli Jónsson hefur víst umboðið. hef þó ekki athugað hvort þetta fáist þar. Ég notaði bara lakk slípiefni í staðinn, en það er sjálfsagt betra að finna slípimassa sem er ætlaður í plast. Síðan bónaði ég bara ljósin með Sonex ég tók þó ljósin úr bílnum enda tekur það enga stund ... og mikið þægilegra að vinna verkið. vona að ég sé ekki búin að eyðinleggja söluna á ljósunum svezel ![]() |
Author: | iar [ Sun 27. Apr 2003 12:54 ] |
Post subject: | |
Þvílíkur snilldarvefur sem www.bmwtips.com er ![]() ![]() Takk fyrir að benda á hann Ozeki. ![]() |
Author: | Ozeki [ Sun 27. Apr 2003 14:14 ] |
Post subject: | |
það var nú lítið .. ![]() en það væri kannksi sniðugt að setja upp síðu hér á spjallinu sem innihéldi áhugaverða hlekki. maður er annað slagið að detta inn á svona sniðugar síður og vafalítið eru aðrir á spjallinu með sína hlekki. ég veit ekki svo sem hvernig ætti að útfæra það ... kannski vefstjórar á léninu spái í það. |
Author: | bjahja [ Sun 27. Apr 2003 14:26 ] |
Post subject: | |
Það er á fosíðuni "Hlekkir", ég held að þú sendir Gunna bara ulr-ið og uppl. |
Author: | Svezel [ Sun 27. Apr 2003 15:17 ] |
Post subject: | |
Ég notaði bmwtips mikið þegar ég átti bimmann, fullt að mjög sniðugum DIY atriðum þar. |
Author: | iar [ Sun 27. Apr 2003 21:16 ] |
Post subject: | |
Svezel wrote: Ég notaði bmwtips mikið þegar ég átti bimmann, fullt að mjög sniðugum DIY atriðum þar.
Var að staðfesta áðan að nýrnaskiptaaðgerðin er eins á E46 og E39 eins og er lýst á bmwtips. ![]() Freistandi að skoða hvort aðgerðin að víxla + og - á steptronic skiptingunni sé ekki líka eins. Finnst það frekar afkáranlegt að ýta fram til að skipta upp og toga að sér til að skipta niður. Best samt að athuga það aðeins betur áður en mar fer að fikta... ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |