bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Alternator e36 m40b18
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=12816
Page 1 of 1

Author:  grettir [ Tue 06. Dec 2005 14:13 ]
Post subject:  Alternator e36 m40b18

Bíllinn hjá mér hætti að hlaða um helgina. Ég vissi fyrst ekki hvaða fíflalæti voru í gangi, snúningshraðamælirinn og hraðamælirinn tóku svona kippi upp og niður, svo dofnuðu öll ljós og ég rétt komst hikstandi heim á plan.

Ég tengdi hann við annan bíl með startköplum, hann rauk í gang og gekk fínt meðan hann var tengdur, en stuttu eftir að hann hætti að fá straum frá hinum dó hann, svo það er pottþétt eitthvað hleðsluvesen og ég ætla að skjóta á kolin í alternatornum, enda gömul og mikið notuð.

Nú er ég búinn að rífa alternatorinn úr og er að fara í að taka úr honum kolin.

Er eitthvað trikk við að ná kolunum úr? Er þetta ekki á einhverjum gormum sem eru vísir með að skjótast í allar áttir þegar maður opnar gripinn? Þarf ég að taka trissuna framan af, eða er nóg að losa rassinn á honum?

Öll ráð vel þegin :D

Author:  jens [ Wed 07. Dec 2005 09:29 ]
Post subject: 

Að skipta um kol á ekki að vera neitt mál, það þarf ekki að rífa neitt bara losa tvær skrúfur aftan á altarnatornum og taka kolinn með spennustillinum varlega upp úr, engir gormar sem þú þarft að hana áhyggjur af.

Author:  grettir [ Wed 07. Dec 2005 10:50 ]
Post subject: 

Ég fór í þetta í gærkvöldi og þetta er vandræðalega auðvelt :oops:

Það eru tvær skrúfur sem festa spennustillinn aftan á alternatorinn. Maður á ekki einu sinni að þurfa að taka hann úr til þess, þó það verði kannsi betra að koma þeim nýja fyrir með alternatorinn fyrir framan sig í upplýstri íbúð :D

Anyway. Ég er búinn að kaupa nýjan (2000 kr. í Bílanaust). Smelli kannski tveimur myndum af þessu ef það gagnast einhverjum. Svo er bara að krossa fingur og vona að þetta sé málið.

Author:  jens [ Wed 07. Dec 2005 11:46 ]
Post subject: 

Gott mál hjá þér. Ég er ný búinn að taka upp altarnatorinn hjá mér, í mínu tilfelli þurfti ég að skipta um díóðu brúnna (afriðilinn) í altarnatornum og það er meiri pæling. Tók myndir af öllu og ætla að búa til " gera það sjálfur" þráð en hef ekki haft tíma vegna próflestrar, ég skipti um kol og legur í leiðinni. Ef þú átt fjölsviðsmæli ( AVO ) þá áttu að geta mælt á yfir geymasamböndinn ca. 14 VDC ef bílinn er að hlaða annars ca 12 VDC.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/