bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

M42 glamur í tímakeðju (E36 318is)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=12776
Page 1 of 1

Author:  elli [ Sun 04. Dec 2005 01:24 ]
Post subject:  M42 glamur í tímakeðju (E36 318is)

Ég hafði tekði eftir því um nokkurt skeið að það var farið að glamra óeðlilega mikið í tímakeðjuni í vélini hjá mér, eins og fram kemur í subject þá er ég með M42 E36.
Þar sem ég hafði takmarkaðann aðgang að vinnuaðstöðu þá ákvað ég eftir samtal við tæknimenn BMW (BogL) að kaupa nýja tímakeðju og allar þær pakningar og dót sem til þurfti til verksins, ég ætlaði að skipta um tímakeðju. Ég ætla bara að koma með nokkrar vinsamlegar ráðleggingar varðandi tímakeðjuupptekt á M42.
Hér verður svo sem ekki farið út í nein kjarnorkuvísindi en það fyrsta sem þið ættuð að athuga er að mögulega eyðilegst vatnsdælan þar sem, dælan á það til að vera svo föst að sprengiboltarnir brjóta dæluhúsið, svo gott gæti verið að hafa nýja við höndina ( ég var það ekki en slapp með þetta).
Þegar búið var að rífa allt draslið í sundur þá kom í ljós að líklega var tímakeðjan bara ekkert slitin því það er pinnbolti sem keðjustrekkjarasleðinn veltur á sem hafði gengið út úr blokkini og því var keðjan allt of laus (það er glamraði í henni) sjá eftirfarandi mynd:
Image
Boltinn var auðvitað hreinsaður upp sem og gatið og allt límt fast með Locktite.
Þar sem ég var nú búinn að rífa þetta allt í tætlur og rífa keðjuna af þá var nú ekki um neitt annað að gera en að setja þá nýju í þó svo það hefði verið algjör óþarfi (við samanburð á keðjunum þá var sú nýja lítið sem ekkert þéttari en sú notaða).
Annað sem gott gæti verið að hafa í huga að keðjustrekkjarinn gæti verið farinn að slitna. Í mínu tilfelli voru þéttihringir farnir að láta á sjá. En ef strekkjarinn er heill þá er svo sem lítið mál að skipta um hann eftir að allt er komið saman.

Kostnaðartölurnar man ég svo sem ekki alveg nema að mig minnir að keðjan hafi kostað um 20 þúsund og strekkjarinn um 15 þúsund.

Allavegana þá ættuð þið að athuga þenann pinnbolta fjanda áður en þið farið í að skipta um tímakeðju.

Jólakveðja

Erlingur G

Author:  jens [ Sun 04. Dec 2005 12:45 ]
Post subject: 

Vel af sér vikið að gera þetta sjálfur, það fer alltaf að heyrast svolítið í keðjunni með tímanum. Hvað er bíllinn þinn ekinn.

Author:  elli [ Sun 04. Dec 2005 13:54 ]
Post subject: 

hann er ekinn 180 þúsund.

Author:  H bmw318is [ Tue 06. Dec 2005 16:35 ]
Post subject:  Tímakeðja

Er einmitt nýbúinn að láta skipta um allar pakningar og keðju og fleira vegna mikils hljóð í tímakeðju, í mínu tilfelli var vatnsdælan brotin og um hana þurfti að skipta, bílinn minn er einmitt ekki 180 þús líka svo þetta er greinilega sá tími sem það þarf að skipta

Author:  elli [ Tue 06. Dec 2005 22:02 ]
Post subject: 

Má ég spyrja hvað þú greiddir fyrir verkið? Bara forvitni

Author:  H bmw318is [ Wed 07. Dec 2005 23:34 ]
Post subject:  Tímakeðja

Allur pakkinn á tæpan 130 kall, og þar af var vinna 47 þús en þeir þurftu að fá svo marga hluti uppí bogl svo það hækkaði verðið töluvert

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/