Jæja meðlimir nú ætla ég að láta reyna á kunnáttu ykkar
Ég er í nokkrum vandræðum með 320i bílinn minn sem er ´84 módel og það sem er að er að í ca 3000rpm þá bara gefst hann upp og hafa nokkrir vitrir menn þar á meðal ég og Aron Jarl verið nokkuð vissir um að þetta sé eitthvað í kveikjunni.
Ég tók mig til og er búinn að skipta um kveikjulok og kveikjuhamar og ekki skánaði hann við það. Síðan vorum við nokkuð vissir um að þetta væri háspennukeflið og hef ég ekki ennþá komist í það að skipta um það en ég ohm mældi það áðan og mældist það á forvafinu 1,2ohm og á eftirvafinu 8350ohm en samkvæmt autodata (tölvuforrit sem við erum með í skólanum sem er með upplýsingar um flest alla bíla í heiminum held ég bara) á forvafið að vera 0,6-1,0ohm og eftrivafið 8250ohm. Þar sem þetta er nú ekki mikill munur er ég ekki viss um að það hafi eitthvað að segja, hvað segið þið um það?
Síðan mældi ég kertaþræðina og eiga þeir allir að vera 1kohm en ég mældi þá alla í kringum 6kohm nema þann sem fer á milli loksins og keflisins en hann mældist 2,1kohm.
En það sem mér fannst skrítnast við þetta er að ég mældi einn kertaþráð hjá Aroni og átti hann að vera 1kohm líka en mældist í kringum 6kohm???
Síðan datt mér í hug að þetta gæti verið bara einfaldlega kertin þar sem ég tók þó úr og satt að segja litu þau ekki vel út
En ég hef eina spurningu í viðbót, passa kerti úr 325i í 320i þar sem Aron á ný kerti í 325i og ætla ég þá að kaupa þau af honum ef þau passa??
Endilega komið með svör við þessu og vil ég biðja þá sem vita lítið um málið að ekki vera að koma með einhver skot útí loftið þar sem ég er kominn með rosalegann höfuðverk af þessu vandamáli.
Og það er vert að taka það fram að þetta er ekki bara bilaður ohm mælir þar sem ég sannreyndi þetta með öðrum og komu sömu tölur á hann
og þess má geta að þetta er m20b20 með gömlu kveikjunni á hliðinni á vélinni

_________________
Jónki
325i ´90 e30 M-techII
320i ´84 e30 Seldur
Vantar þig viðgerð á bílnum S:697-9021
