Sælir allir og takk fyrir góðar ábendingar og góða hjálp. Ég komst að því að þetta var tölvan ennþá sem var að stríða mér, hún passaði ekki tölvan sem ég fékk hjá T.B Númerið á tölvunni sem á að vera í bílnum er 386 en ég veit ekki hvaða númer T.B létu mig fá, en hún var alveg úti í móa. Fékk að skila henni og fann tölvu hjá Magga í Bílstart, reyndar ekki númer 386 heldur 197, en hún virðist virka fínt. Finnst hann þó eyða aðeins meira en hann gerði en það getur verið ímyndun hjá mér. Ég er búinn að reyna að fá upplýsingar um hver munurinn er á þessum númerum 386 og 197 en það virðist enginn geta svarað mér?? Ekki einu sinni hjá B&L.
Þessar tölvur eru fyrir sömu vélar en 386 eru úr 518 og 197 úr 318.
Gæti verið einhver munur á stillingum því 518 er jú eitthvað þyngri en 318.
Eins gott að þétta betur kassann sem tölvan liggur í svo hann fyllist ekki aftur af vatni
