bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vandamál með miðstöð í E36
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1231
Page 1 of 5

Author:  hlynurst [ Thu 10. Apr 2003 21:08 ]
Post subject:  Vandamál með miðstöð í E36

Ég er með tölvustýrða miðstöð í bílnum hjá mér og lennti í því í gær að þegar ég startaði bílnum þá var bara slökkt á henni og ég gat ekkert gert. Ekki einu sinni kveikt á afturrúðuhitaranum. En þegar ég var búinn að keyra um 2-400 metra kveiknaði skyndilega á henni... en datt síðan aftur út og þetta gerðist svona 4 sinnum. Áðan þegar ég keyrði hann var mjög dauf lýsing á skjánum og eins og áður gat ég ekkert breytt. Síðan eftir þessa 200-400 metra datt hún aftur inn og hélst inni í þessu tilviki. Hver djöfullinn er að??? Hefur einhver hugmynd eða þarf ég að leita á náðir T.B.

Author:  Bjarki [ Thu 10. Apr 2003 21:44 ]
Post subject: 

Held að þetta sé final stage resistor það er viðnámið sem sem stýrir þessu, þetta er klassísk bilun í e39 og ekkert mál að skipta um þetta stykki 10mín en stykkið kostar 10þ. Veit ekki alveg hvernig þetta er í e36 en mjög líklega svipað, það er ekki víst að TB þekki þetta vandamál þeir í B&L könnuðust ekkert við að hafa selt þetta stykki áður þegar ég keypti þetta hjá þeim.
Hér eru leiðbeiningar fyrir e39: http://www.540i6.com/finalstagereplacement.html

Author:  Alpina [ Thu 10. Apr 2003 21:45 ]
Post subject: 

Ég hef frétt af svona í öðrum E-36
og það kostar$$$$$$$$$$$

ekki hægt að laga heldur þarftu líklega að kaupa eitthvað (($$$))
Ef þetta er eitthvað sambærilegt og i þeim bíl :?: :?: :?: :twisted: :evil:

Author:  hlynurst [ Fri 11. Apr 2003 00:49 ]
Post subject: 

Ef þetta er viðnámið þá ætli ég í B&L að kvarta... það var skipt um viðnám fyrir um 3 mánuðum síðan vegna þess að miðstöðin gat ekki blásið nema á hálfum hraða. Þá kostaði þetta um 19þ (vinna + varahlutir). Átti samt að kosta töluvert meira en fékk "smá" afslátt. Getur verið að þetta hafi ekki verið nógu vel gert...

Allavega sé ég hvað þeir hafa að segja um þetta. :?

Author:  Haffi [ Fri 11. Apr 2003 02:53 ]
Post subject: 

Rífðu þessa helvítis tölvustýrðu miðstöð úr bílnum... þetta er alltaf að bila og kostar endalausan pening að laga þetta helvíti!!
Vera með gömlugóðu snúningstakkana!

Author:  Djofullinn [ Fri 11. Apr 2003 08:34 ]
Post subject:  Re: Vandamál með miðstöð í E36

hlynurst wrote:
Ég er með tölvustýrða miðstöð í bílnum hjá mér og lennti í því í gær að þegar ég startaði bílnum þá var bara slökkt á henni og ég gat ekkert gert. Ekki einu sinni kveikt á afturrúðuhitaranum. En þegar ég var búinn að keyra um 2-400 metra kveiknaði skyndilega á henni... en datt síðan aftur út og þetta gerðist svona 4 sinnum. Áðan þegar ég keyrði hann var mjög dauf lýsing á skjánum og eins og áður gat ég ekkert breytt. Síðan eftir þessa 200-400 metra datt hún aftur inn og hélst inni í þessu tilviki. Hver djöfullinn er að??? Hefur einhver hugmynd eða þarf ég að leita á náðir T.B.

Þetta er galli í E36 miðstöðinni, lélegar lóðningar eða eitthvað.
Þú getur spurt þá í TB um þetta þeir þekkja þetta mjög vel og á öllum message boardum fyrir E36 finnuru þetta líka, í sumum tilfellum er hægt að lóða borðið upp aftur, ef það virkar ekki þarftu að skipta um miðstöðina.
Miðstöðin kostar 60.000 kr hjá B&L en TB náði að redda mér miðstöð á 38.000 nýrri frá þýskalandi.

Author:  bebecar [ Fri 11. Apr 2003 12:00 ]
Post subject: 

Þetta hljómar frekar fúlt. Þannig að ég ætla að vera rosalega bjartsýnn!

Þetta er örugglega eitthvað smotterí.... laust öryggi eða eitthvað :wink:

Author:  hlynurst [ Sat 12. Apr 2003 19:35 ]
Post subject: 

Ég vona allavega að þetta sé smáatriði... en ég væri ekki alveg tilbúinn að henda henni úr. Það er helvíti þægilegt að hafa þetta.

Author:  hlynurst [ Fri 25. Apr 2003 19:25 ]
Post subject: 

Þetta helvítis drasl er ónýtt... verð víst að kaupa nýtt. En þessi miðstöð ætti allavega ekki að geta bilað meira... :?

Author:  Jói [ Sat 26. Apr 2003 15:16 ]
Post subject: 

Eins og sagt er; Bila Meira en Wanalega. :roll:

Þið eruð þá að segja að maður ætti jafnvel að sleppa digital miðstöðinni?

Author:  hlynurst [ Sat 26. Apr 2003 16:20 ]
Post subject: 

Ég vil samt bara benda á að þetta er það eina sem hefur bilað...

Author:  Haffi [ Sat 26. Apr 2003 17:35 ]
Post subject: 

gesturinn wrote:
Eins og sagt er; Bila Meira en Wanalega. :roll:

Þið eruð þá að segja að maður ætti jafnvel að sleppa digital miðstöðinni?


Ekki fara miða BMW við neinn japanskan bíl sem bilar "aldrei" ENDA ER EKKERT TIL AÐ BILA Í ÞEIM!! Engin þægindi! :)

Author:  morgvin [ Sun 27. Apr 2003 02:08 ]
Post subject: 

Japanska bíla sem bila "aldrei" hef ég ekki heirt um á ævi minni. Og BMW bila undir meðaltali samkvæmt öllum þessum guða könnunum sem gerðar eru.

Author:  arnib [ Sun 27. Apr 2003 03:46 ]
Post subject: 

morgvin wrote:
guða könnunum


Nú er ég ekki kirkjurækinn maður.. en hvað eru "Guða Kannanir" ?

Author:  Heizzi [ Sun 27. Apr 2003 04:36 ]
Post subject: 

Kannanir sem þorri fólks tekur mark á, framkvæmdar af "viðurkenndum" aðilum.

Page 1 of 5 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/