bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Kúplings spurning https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=12130 |
Page 1 of 1 |
Author: | Bjarkih [ Tue 18. Oct 2005 18:08 ] |
Post subject: | Kúplings spurning |
Ég var úti að keyra áðan og ákvað að njóta kraftsins í bílnum aðeins meira en venjulega þannig að ég botnaði hann þegar snúningshraðamælirinn sýndi ca 2000 snúninga. Allt í lagi með það vélin gefur þetta fína öskur frá sér og nálin skýst upp í 4000 og uppúr en gallinn er sá að á milli 2 og 4k gerðist nákvæmlega ekki neitt, var svona tilfynning eins og maður væri á bíl með slappa sjálfkiptingu eða eitthvað. Getur eitthvað verið að klikka í kúplingunni eða er hún kannski bara kominn á tíma? Ég endurtók þetta nokkrum sinnum í nokkrum gírum bara til að vera viss um að þetta væri ekki einsdæmi. |
Author: | gstuning [ Tue 18. Oct 2005 18:29 ] |
Post subject: | Re: Kúplings spurning |
Bjarkih wrote: Ég var úti að keyra áðan og ákvað að njóta kraftsins í bílnum aðeins meira en venjulega þannig að ég botnaði hann þegar snúningshraðamælirinn sýndi ca 2000 snúninga. Allt í lagi með það vélin gefur þetta fína öskur frá sér og nálin skýst upp í 4000 og uppúr en gallinn er sá að á milli 2 og 4k gerðist nákvæmlega ekki neitt, var svona tilfynning eins og maður væri á bíl með slappa sjálfkiptingu eða eitthvað. Getur eitthvað verið að klikka í kúplingunni eða er hún kannski bara kominn á tíma? Ég endurtók þetta nokkrum sinnum í nokkrum gírum bara til að vera viss um að þetta væri ekki einsdæmi.
kúplingin er væntanlega að slippa |
Author: | Bjarkih [ Tue 18. Oct 2005 18:41 ] |
Post subject: | |
Þarf ég semsagt að fara að huga að því að skipta um? |
Author: | gstuning [ Tue 18. Oct 2005 18:48 ] |
Post subject: | |
Bjarkih wrote: Þarf ég semsagt að fara að huga að því að skipta um?
gott betur en það , þú þart að fara skipta um ![]() |
Author: | Bjarki [ Tue 18. Oct 2005 18:58 ] |
Post subject: | |
gæti líka alveg verið farin pakkdós sem veldur því að kúpplingin missir grip. Hef séð svoleiðis dæmi, þá er var lítið slitin kúppling sem þurfti að skipta út. Menn spara sér e-r upphæðir í því að skipta um pakkdósir á skiptingunni þegar skipt er um kúpplingu en fá það svo allt í hausinn. Ég skipti alltaf um allar pakkdósir ef ég er að taka svona af. Kostar kannski 5þús en það er ekki neitt ef maður hugsar um alla vinnuna sem fer í að rífa þetta í sundur. Þá skiptir maður um pakkdósina aftan á vélinni, framan og aftan á gírkassanum og svo líka pakkdósina þar sem skiptiarmurinn fer inn í kassann. menn spara sér krónur en eyða svo þúsundköllum,,, þó ekkert endilega að það sé tilfellið hér. |
Author: | Bjarkih [ Tue 18. Oct 2005 18:59 ] |
Post subject: | |
Takk fyrir það. Vonandi hangir þetta saman fram yfir helgi, helst mánaðarmót ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |