bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ryðvörn/olíuborning
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=12111
Page 1 of 2

Author:  zazou [ Mon 17. Oct 2005 05:22 ]
Post subject:  Ryðvörn/olíuborning

Hverju mælið þið með fyrir 14 ára bíl sem er verið að flytja inn notaðan frá Þýskalandi?

Er það þessi klassíska tektíl úðun á undirvagni eða að olíubera hann?

ps. Bíllinn verður ekki notaður í salti.

Author:  Djofullinn [ Mon 17. Oct 2005 09:18 ]
Post subject: 

Er ekki líka til einhver vax ryðvörn? Veit einhver hvernig hún virkar?

Author:  Bjarki [ Mon 17. Oct 2005 10:12 ]
Post subject: 

vax fer inn í öll lokuð hólf hurðir, innribretti o.s.frv.

Author:  Djofullinn [ Mon 17. Oct 2005 10:14 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
vax fer inn í öll lokuð hólf hurðir, innribretti o.s.frv.
Og er þess vegna mjög gott, ekki satt?

Author:  Bjarki [ Mon 17. Oct 2005 10:30 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Bjarki wrote:
vax fer inn í öll lokuð hólf hurðir, innribretti o.s.frv.
Og er þess vegna mjög gott, ekki satt?


Eina vitið, alltaf að eiga wax á brúsa og endurryðverja ef maður opnar e-r hólf eða hurðir. Smýgur um allt og rakaver.
Ef einnig úðað þessum efnum frá Bílanaust undir bílana, svört drulla. Virðist gefa mjög góða raun.

Author:  HPH [ Mon 17. Oct 2005 12:11 ]
Post subject: 

minn er í ryðvörn núna :)

Author:  Thrullerinn [ Mon 17. Oct 2005 14:35 ]
Post subject:  Re: Ryðvörn/olíuborning

zazou wrote:
ps. Bíllinn verður ekki notaður í salti.


Það er mjög erfitt hér á landi :roll: :evil:

Láta bara ryðverja bílinn, spurning um að athuga hvort bíllinn hafi verið
ryðvarinn áður. Og ef eitthvað þarf að gera við bílinn þá gera það áður
en hann er ryðvarinn því þetta er bölvuð drulla sem tekur einhverjar vikur
að setjast/þorna.

Author:  grettir [ Mon 17. Oct 2005 15:26 ]
Post subject: 

HPH wrote:
minn er í ryðvörn núna :)

Hvert fórstu með hann? Þetta er eitthvað sem maður þarf að huga að fyrir veturinn :?

Author:  zazou [ Mon 17. Oct 2005 15:29 ]
Post subject: 

Ok, það er semsagt um þrennt að velja?

* Hefðbundin ryðvörn (tektíl)
* Olíuborning
* Vax

Hvaða fyrirtækjum treystið þið fyrir svona verkum?

Author:  Benzari [ Mon 17. Oct 2005 17:34 ]
Post subject: 

Rallý-Jónssynir Ragnarssonar
Sama húsi og http://www.bilahollin.is/

Áratugareynsla og góð vinnubrögð.
Talaðu við annanhvorn bræðranna og þetta er útskýrt frá A-Ö.

Author:  olithor [ Mon 17. Oct 2005 20:31 ]
Post subject: 

Gírfeiti á botninn og í hjólaskálarnar, tektíl YFIR það. og svo tjörupappa inní hurðir og þunnan tektíl.

Author:  Alpina [ Mon 17. Oct 2005 21:50 ]
Post subject: 

,,,,,,,,,,,Brynjar,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

Hvaða pælingar eru þetta,, er þetta ekki ofur einfalt,,Nútíma ryðvörn er af allt öðrum toga en í ...........den!!!!!!!!

þónokkrir sem eru frambærilegir til þessara verka,,

Author:  HPH [ Mon 17. Oct 2005 22:08 ]
Post subject: 

grettir wrote:
HPH wrote:
minn er í ryðvörn núna :)

Hvert fórstu með hann? Þetta er eitthvað sem maður þarf að huga að fyrir veturinn :?

ég fór með hann uppá höfða hjá bílasölunum þar þetta er beint á móti Essó Norðan meigin við ártúnsbrekkuna :)

Author:  moog [ Mon 17. Oct 2005 22:24 ]
Post subject: 

HPH wrote:
grettir wrote:
HPH wrote:
minn er í ryðvörn núna :)

Hvert fórstu með hann? Þetta er eitthvað sem maður þarf að huga að fyrir veturinn :?

ég fór með hann uppá höfða hjá bílasölunum þar þetta er beint á móti Essó Norðan meigin við ártúnsbrekkuna :)


Er það ekki:

Benzari wrote:
Rallý-Jónssynir Ragnarssonar
Sama húsi og http://www.bilahollin.is/

Author:  HPH [ Mon 17. Oct 2005 22:26 ]
Post subject: 

moog wrote:
HPH wrote:
grettir wrote:
HPH wrote:
minn er í ryðvörn núna :)

Hvert fórstu með hann? Þetta er eitthvað sem maður þarf að huga að fyrir veturinn :?

ég fór með hann uppá höfða hjá bílasölunum þar þetta er beint á móti Essó Norðan meigin við ártúnsbrekkuna :)


Er það ekki:

Benzari wrote:
Rallý-Jónssynir Ragnarssonar
Sama húsi og http://www.bilahollin.is/


jú jú. mikið rétt.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/