bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Er erfitt að skipta um hylkið utan um kveikjuþráðinn???
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1211
Page 1 of 1

Author:  GHR [ Mon 07. Apr 2003 12:38 ]
Post subject:  Er erfitt að skipta um hylkið utan um kveikjuþráðinn???

Einn kveikjuþráðurinn minn er ,,ónýtur'', eða þ.e.a.s. hylkið sem festist upp á kveikjuþráðinn og smellist á kertið sjálft!!! Hylkið losnar alltaf af kertinu og hættir að gefa þeim cylinder neista :x , fór áðan í B&L og ætlaði að kaupa svona hylki (kostar 1800kr) en það voru nokkrir búnir að vara mig við að það gæti verið svolítið erfitt að skipta um þetta, og að það væri jafnvel hægt að slíta þráðinn :?
Mig langaði að heyra frá ykkur og þá helst þeim sem hafa gert þetta sjálfir og geta mælt með hvernig á að gera þetta :wink:

ÞAð sem mér dettur svona helst í hug er að sprauta WD-40 (love WD-40) eða eitthverri smurningu á þráðinn og reyna rugga honum af með ''blíðu'' eða hreinlega bara klippa á gamla hylkið (auðvitað sem minnst) og vefja þræðina í nýja hylkið!!!


Hvað segið þið :?:


Síðan er annað!!! Ég var að kaupa tölvukubbkubb frá TC Motorsport og hann á að skila mér 37hö+ og 25lb í tog, annars ætlar framleiðandinn að borga mér 100% til baka :P
Er eitthvað mál að setja kubbana í sjálfur??? Er þetta ekki bara klukkutíma vinna eða.....? Hvernig er þetta gert ? Það eiga samt að fylgja ítarlegar lýsingar hvernig þetta er gert með kubbinum en mig langaði bara að fá smá hugmynd hvernig :wink:


Kveðja
Gummi

Author:  gstuning [ Mon 07. Apr 2003 14:35 ]
Post subject: 

Tekur Tölvurnar úr tekur kubbana úr og setur hina í,

ekki gefa frá þér ESD þú gætir stútað tölvunum,

Author:  Guest [ Mon 07. Apr 2003 14:38 ]
Post subject: 

Hvað meinaru með ESD??? Stöðurafmagn eða.......

Author:  flamatron [ Mon 07. Apr 2003 14:40 ]
Post subject:  Re: Er erfitt að skipta um hylkið utan um kveikjuþráðinn???

BMW 750IA wrote:
Síðan er annað!!! Ég var að kaupa tölvukubbkubb frá TC Motorsport og hann á að skila mér 37hö+ og 25lb í tog, annars ætlar framleiðandinn að borga mér 100% til baka :P
Er eitthvað mál að setja kubbana í sjálfur??? Er þetta ekki bara klukkutíma vinna eða.....? Hvernig er þetta gert ? Það eiga samt að fylgja ítarlegar lýsingar hvernig þetta er gert með kubbinum en mig langaði bara að fá smá hugmynd hvernig :wink:

Hvar keyptirðu hann,: Link??
og á hvað?

Author:  arnib [ Mon 07. Apr 2003 16:55 ]
Post subject: 

Ég ætla að skjóta á að ESD standi fyrir Electrical Static Discharge,
en ég er ekki viss!

Allavega já, endilega snertu ofn eða eitthvað álíka til að afhlaða allt statik úr þér áður en þú ferð að pota í tölvurnar :)

Author:  GHR [ Mon 07. Apr 2003 18:23 ]
Post subject: 

Jæja, ég er búinn að skipta um kveikjuþráðahylkið :P , gekk bara nokkuð vel!!! Þurfti samt að klippa hinn af og búa til ný tengi fyrir nýja. Kostaði 1800kr með öllu sem ég þurfti og tók mig c.a 1klst (var að vanda mig með vírinn)
En mikið rosalega eru þetta mjóir og aumingjalegir vírar :? , mætti græða nokkuð mörg hö á að hafa þetta breiðara :wink:


Okey, will do that þ.e.a.s afrafmagna sig :P

Author:  Atli Camaro [ Tue 08. Apr 2003 11:05 ]
Post subject: 

BMW 750IA wrote:
Jæja, ég er búinn að skipta um kveikjuþráðahylkið :P , gekk bara nokkuð vel!!! Þurfti samt að klippa hinn af og búa til ný tengi fyrir nýja. Kostaði 1800kr með öllu sem ég þurfti og tók mig c.a 1klst (var að vanda mig með vírinn)
En mikið rosalega eru þetta mjóir og aumingjalegir vírar :? , mætti græða nokkuð mörg hö á að hafa þetta breiðara :wink:


Okey, will do that þ.e.a.s afrafmagna sig :P


Þessir þræðir eru alveg örugglega nóg þar sem þú ert með stock háspennukefli.Vírinn inn í kertaþráðum er alltaf mjög grannur enda mjög lítill straumur sem fer um hann.Megnið af þræðinum er einangrun.

Author:  GHR [ Tue 08. Apr 2003 12:00 ]
Post subject: 

Ég veit það alveg Atli :| , en ef framleiðandinn hefði aulast til að leggja sverari víra og öflugra háspennukefli þá væri hö talan allt öðrivísi :wink:
Ég var ekki að segjast ætla gera það sjálfur - dettur það ekki til hugar :? , bara standard kveikjuþræðirnir á einum helmingi kosta ekki nema 40 þúsund!!!! GEÐBILUN fyrir smá aumingjalega kveikjuþræði :?

Author:  Atli Camaro [ Tue 08. Apr 2003 14:14 ]
Post subject: 

BMW 750IA wrote:
Ég veit það alveg Atli , en ef framleiðandinn hefði aulast til að leggja sverari víra og öflugra háspennukefli þá væri hö talan allt öðrivísi
Ég var ekki að segjast ætla gera það sjálfur - dettur það ekki til hugar , bara standard kveikjuþræðirnir á einum helmingi kosta ekki nema 40 þúsund!!!! GEÐBILUN fyrir smá aumingjalega kveikjuþræði




Það er allt annað mál,öflugra kefli þarf öflugri þræði en það græðist ekkert á því að setja bara sverari þræði á stock keflið.Þræðirinir sem koma stock eru reiknaðir út til að skila þeim neista sem keflin geta gefið.En það græðist örugglega smá á betri keflum+þráðum,sérstaklega þegar þú ert kominn með kubb.

Author:  Dr. E31 [ Tue 08. Apr 2003 14:47 ]
Post subject: 

Hvar keiptirðu þessa kubba?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/