bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E39 520d spurningar...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=12051
Page 1 of 1

Author:  addster [ Tue 11. Oct 2005 23:02 ]
Post subject:  E39 520d spurningar...

Ég er búinn að vera að skoða núna ´03 520d og var að athuga að ganni á www.superchips.co.uk með chip í hann, en sé ekki 520d á listanum yfir turbodiesel - e39
Varla er 520d Non-turbo??? (eru það ekki bara gamlar rútur og citroenar?)
Eða er ég blindur?
Eða er þetta ekki til?
Eða á ég að selja sálu mína til e$$o og kaupa mér 540?

Veit annars einhver hvernig viðhald er á svona diesel-bimma, varð bara svo heillaður af því að hann eyði 6,8l/100 í blönduðum akstri...

Author:  Jónas [ Tue 11. Oct 2005 23:50 ]
Post subject:  Re: E39 520d spurningar...

addster wrote:
Ég er búinn að vera að skoða núna ´03 520d og var að athuga að ganni á www.superchips.co.uk með chip í hann, en sé ekki 520d á listanum yfir turbodiesel - e39
Varla er 520d Non-turbo??? (eru það ekki bara gamlar rútur og citroenar?)
Eða er ég blindur?
Eða er þetta ekki til?
Eða á ég að selja sálu mína til e$$o og kaupa mér 540?

Veit annars einhver hvernig viðhald er á svona diesel-bimma, varð bara svo heillaður af því að hann eyði 6,8l/100 í blönduðum akstri...


e39 540i eru nú að eyða kjánalega litlu miðað við performance og þægindi :)

Author:  Kull [ Wed 12. Oct 2005 00:27 ]
Post subject: 

Flestir kjósa frekar að fá sér einhverskonar tuning box í dag í stað þess að setja kubb eða flasha kubbinn í bílnum. Þessi tuning box eru einfaldlega tengd í oem tengi í vélinni og alltaf hægt að taka þau úr aftur, mjög lítið mál.
Getur athugað t.d. www.tuningbox.com og www.speed-buster.co.uk

Ég veit svosem ekki hvort það sé mikill munur á viðhaldi, hef lesið að það sé eitthvað ódýrara viðhald á diesel, engin kerti til dæmis.

Það er töluverður aflmunur á 540 og 520d, ættir frekar að skoða 530d. 2001 model og nýrri 530d með tuningbox er um 230hö og 490nm í tog, sem er meira en stock 540, svo er plús að hann eyðir mun minna :)

Author:  O.Johnson [ Wed 12. Oct 2005 01:25 ]
Post subject: 

Ég hef lesið að disel sé nokkuð dýrar í viðhaldi ef litið er til lengri tíma, og þá sérstaklega eldri disel bílar.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/