bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Inspection
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=12046
Page 1 of 2

Author:  jens [ Tue 11. Oct 2005 16:58 ]
Post subject:  Inspection

Hvernig virkar þetta þegar nýbúið er að endursetja, á ekki að loga á neinum grænum ljósum eða...

Author:  gunnar [ Tue 11. Oct 2005 17:23 ]
Post subject: 

jú það á að loga á öllum þegar þú startar bílnum svo fer þetta eftir smá stund (5 sek or some)

Author:  Einarsss [ Tue 11. Oct 2005 20:06 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
jú það á að loga á öllum þegar þú startar bílnum svo fer þetta eftir smá stund (5 sek or some)



Þannig virkaði það hjá mér amk :) eru grænu ljósin ekki count down á næstu skoðun annars ?

Author:  gunnar [ Tue 11. Oct 2005 20:14 ]
Post subject: 

Mikið rétt, maður iðulega fer þegar það kemur gult ljós.

Author:  Eggert [ Tue 11. Oct 2005 20:58 ]
Post subject: 

Ehh, afhverju hélt ég að þetta væri countdown í næstu smurningu? Er það bara rugl?

Það var einhver sem laug því að mér....

Author:  ///Matti [ Tue 11. Oct 2005 21:09 ]
Post subject: 

Djöfullin:
Quote:
Ehh, afhverju hélt ég að þetta væri countdown í næstu smurningu? Er það bara rugl?

Hélt það líka..

Author:  hlynurst [ Tue 11. Oct 2005 21:24 ]
Post subject: 

Ljósin telja niður að næsta smurningu.

Það birtist inspection ljós í mælaborðinu þegar bíllinn á að fara í þannig skoðun.

Author:  jens [ Tue 11. Oct 2005 21:41 ]
Post subject: 

Ef ég er að skilja þetta rétt þá loga grænuljósin bara þegar bílnum er startað en deyja síðan út, með tímanum byrja eitt grænt ljós og svo koll af kolli þegar öll grænuljósin eru komin þá kemur gula og þá er smurtími.

Author:  gunnar [ Tue 11. Oct 2005 21:44 ]
Post subject: 

Nei, þegar þú ert búinn að láta smyrja bílinn þá koma öll ljósin þegar þú startar, svo fækkar þeim eftir því sem þú keyrir meira og á endanum kemur gula ljósið.

Author:  xzach [ Tue 11. Oct 2005 22:11 ]
Post subject: 

Af einhverjum ástæðum keypti fyrverandi eigandinn af mínum bíl svona tæki. Er með það inní geymslu. Dálítið gruggugt :? Samt fór hann helvíti vel með bílinn minn.

Author:  Einarsss [ Tue 11. Oct 2005 22:25 ]
Post subject: 

xzach wrote:
Af einhverjum ástæðum keypti fyrverandi eigandinn af mínum bíl svona tæki. Er með það inní geymslu. Dálítið gruggugt :? Samt fór hann helvíti vel með bílinn minn.



Hvernig tæki ?

Author:  xzach [ Tue 11. Oct 2005 23:17 ]
Post subject: 

Sem endurstillir smurningar ljósinn í mælaborðinu.

Author:  Einarsss [ Tue 11. Oct 2005 23:24 ]
Post subject: 

xzach wrote:
Sem endurstillir smurningar ljósinn í mælaborðinu.



ég notaði bara vír til að tengja e-ð saman í distributor capinu .... var mjög einfalt.... fann þetta á netinu

Author:  IceDev [ Tue 11. Oct 2005 23:34 ]
Post subject: 

Sá hann ekki bara um smurningu sjálfur og notaði þetta til að resetta?

Author:  O.Johnson [ Wed 12. Oct 2005 01:34 ]
Post subject: 

Ég fékk mér svona tæki í sumar, hef bara ekki getað prófað það af augljósum ástæðum.
Þetta er svona blár hólkur með tengjum beggja meginn, sem sagt bæði fyrir eldri og nýrri gerðina af vélarplöggum í E30.
Gæti vel verið að það virkaði einnig á aðra E??

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/