bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

þýsk hestöfl
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=12003
Page 1 of 1

Author:  snorri320 [ Sat 08. Oct 2005 13:51 ]
Post subject:  þýsk hestöfl

ég og félagi minn vorum að velta fyrir okkur hestöflum í bílum, þar sem við höfðum heyrt að þýskir bílar mæli það allir út í hjól eða hvort það er rangt, er einhver hérna sem er með það alveg á hreinu?

Author:  oskard [ Sat 08. Oct 2005 13:52 ]
Post subject:  Re: þýsk hestöfl

snorri320 wrote:
ég og félagi minn vorum að velta fyrir okkur hestöflum í bílum, þar sem við höfðum heyrt að þýskir bílar mæli það allir út í hjól eða hvort það er rangt, er einhver hérna sem er með það alveg á hreinu?


það er rangt.

Author:  GunniT [ Sat 08. Oct 2005 13:53 ]
Post subject: 

hvernig mæla þeir þá, mæla Amerískir, japanskir og þýskir allir alveg eins??

Author:  snorri320 [ Sat 08. Oct 2005 13:59 ]
Post subject: 

við vorum einmitt að velta þessu fyrir okkur, því við höfðum heyrt að japaninn mældi út úr vél, amerískir út úr gírkassa og þýskir út í hjól.

Author:  GunniT [ Sat 08. Oct 2005 14:11 ]
Post subject: 

akkurat það sama og ég hef alltaf haldið fram :oops:

Author:  arnib [ Sat 08. Oct 2005 15:06 ]
Post subject: 

Það notast ekki allir við nákvæmlega sömu einingarnar, þ.e.a.s.
conversion factor milli kW (kílówött) og "hestafla" er ekki sá sami
eftir því hvort að átt sé við DIN, SAE, PS og allt þetta.

En allir mæla hestöflin við sveifarásinn.

E30 325i er til dæmis ekki 170 hestöfl í hjólin, heldur rúmlega 140.

Aftur á móti er stundum talað um að sumir bílar "skili sínum hestöflum betur",
en þá er væntanlega um minna drivetrain loss að ræða.

Author:  gstuning [ Sat 08. Oct 2005 17:40 ]
Post subject: 

Til að halda áfram með það sem árnib segjir þá eru allir bílar mældir með BHP

BHP þýðir ekki at the brakes , ég hélt það nú einu sinni sjálfur,
en það er engine brake horsepower, þ.e hversu mikið afl þarf til að hindra vélina í að hraða sér og það er mælt með svona vélar bremsu,

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/