takk fyrir svarið,
við þurftum að taka allt helvítis draslið undan bílnum, leggja það á gólf og nota sleggju á röratöng og vesen, en allavega það virkaði. Þegar demparinn var kominn úr sá ég hversu brýnt var að skipta um þá því ég gat auðveldlega opnað þá og lagt þá saman, þannig í raun var ég ekki með neinn dempara!
jæja svo ætlaðum við að setja allt saman aftur en þá komst ég að því að skrúfgangurinn á nýju dempurunum voru svona 1mm minni heldur en á gamla, en ég býst við að ég noti stykkið af gamla og láti þá bora það út svo það passi á bilstein demparana, ekki nema þið hafið betri ráð

.
PS. ég hef verið að lesa mismunandi leiðbeiningar í sambandi við eitt, á ég að setja einhverja olíu ofan í hólkinn þar sem framdempararnir fara eða ekki, á einum stað las ég að það átti að nota gömlu olíuna sem var í hólkinum, en það var ekki nein hjá mér. annarstaðar las ég að ég ætti ekki að setja neitt ofan í hólkinn, og svo las ég hjá óskari að maður ætti að setja ATF í hólkinn (ef ég skildi þetta rétt). btw ég er með bilstein sport dempara.