bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 10. May 2025 00:38

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sat 01. Oct 2005 00:46 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 05. Apr 2004 22:19
Posts: 82
sælir
ég var að fá gorma og dempara í dag og ætlaði að setja þá í bílinn, þetta er þó búið að ganga hálf illa í kvöld en við hættum þegar við náðum ekki dempara úr hólkinum, að framan, sem hann situr í. ég var að spá hvort þið væruð með einhver ráð við því en þetta er auðvita gamall bíll og kanski ekki skrítið að þetta lendi svona en það hljóta að vera tíl einhver ráð... er ekki annars til eitthvað sérstakt verkfæri til þess að ná þessum framdempurum úr hólkunum. en allavega ég er á '81 e24 en fjöðrunin er víst svipuð og í e12.
kveðja Friðrik


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 01. Oct 2005 01:51 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Ég geri ráð fyrir að þið hafið strandað á rónni góðu sem heldur demparanum
föstum ofan í struttinum.

Eina góða ráðið eru stórar röratangir, (amk ein) :)

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 01. Oct 2005 18:52 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 05. Apr 2004 22:19
Posts: 82
takk fyrir svarið,
við þurftum að taka allt helvítis draslið undan bílnum, leggja það á gólf og nota sleggju á röratöng og vesen, en allavega það virkaði. Þegar demparinn var kominn úr sá ég hversu brýnt var að skipta um þá því ég gat auðveldlega opnað þá og lagt þá saman, þannig í raun var ég ekki með neinn dempara!

jæja svo ætlaðum við að setja allt saman aftur en þá komst ég að því að skrúfgangurinn á nýju dempurunum voru svona 1mm minni heldur en á gamla, en ég býst við að ég noti stykkið af gamla og láti þá bora það út svo það passi á bilstein demparana, ekki nema þið hafið betri ráð :) .

PS. ég hef verið að lesa mismunandi leiðbeiningar í sambandi við eitt, á ég að setja einhverja olíu ofan í hólkinn þar sem framdempararnir fara eða ekki, á einum stað las ég að það átti að nota gömlu olíuna sem var í hólkinum, en það var ekki nein hjá mér. annarstaðar las ég að ég ætti ekki að setja neitt ofan í hólkinn, og svo las ég hjá óskari að maður ætti að setja ATF í hólkinn (ef ég skildi þetta rétt). btw ég er með bilstein sport dempara.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 01. Oct 2005 20:07 
mér var kennt að nota coolant... það hefur gengið vel hingað til :)


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 06. Oct 2005 01:32 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 05. Apr 2004 22:19
Posts: 82
jæja...
ég lét bora fyrir mig rónna á framdemparanum vinstra megin, svo eftir að við kláruðum hann fór allt að ganga vel. Við vorum að klára þetta núna áðan og bjuggumst við að þurfa láta bora líka út fyrir hinn framdemparann sem var sá síðasti í röðinni, en þá passaði róin sem fylgdi demparanum bara og allt í góðu þannig að við kláruðum þetta bara.
allavega þá var þetta síðasti demparinn og við tókum náttúrulega hring og var munurinn ólýsanlegur :D. við settum eins og áður var nefnt bilstein sport dempara og avo lækkunargorma (sem voru þeir einu sem ég fann fyrir -82 e24!!!) en lækkunin var reyndar ekki sjáanleg strax.
Ég setti ekkert á framdemparahólkana, hafði þá bara tóma, það stóð ekkert í bæklingnum frá bilstein svo það hlýtur að vera í lagi :roll: . allavega takk strákar :). svo næst er það bara að skrúfa miðjugrillið á og stuðarann með svuntunni, massa og bóna :D .


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 06. Oct 2005 18:29 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 03. Apr 2005 03:44
Posts: 89
Oooog taka myndir! Ekki gleyma myndunum! :wink:

_________________
Jónatan
xiberius@gmail.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group