bebecar wrote:
Novice spurning.
Ég sé svo mikið af heitum ásum til sölu hérna hjá mér í Danmörku á skít og kanil og því er freystandi að gera eitthvað í því.
Hverjir eru gallarnir við þetta - eykur þetta bensíneyðslu (mikið eða lítið?) og hvað þarf ég að gera þegar nýr ás er settur í, þarf að skipta um eitthvað fleira í leiðinni (nýja heddpakkningu væntanlega)?
Hvaða gráðu ætti maður að taka ef manni lýst á þetta?
Það eru til sölu 272, 284/272, 288 og 304 (Schrick), 296 (Hartge) og oftast er þetta að seljast á sirka 10 þúsund íslenskar. Það eru flækjur í bílnum þannig að hann ætti að njóta góðs af þessu er það ekki?
Þarft ekki að skipta um heddpakningu því að þú þarft ekki að taka heddið af. þótt að það einfaldi allt verulega,
Það sem að ás gerir er að breyta loftflæði eiginleikum vélarinnar.
Og það þýðir almennt að þú færir tog kúrvuna ofar í bandið og því minnka hestöfl aðeins í lægri snúningum, en sumir ásar eru þannig tilgerðir að þeir í raun auka hestölf allstaðar vegna breytra áhersla á útliti kambsins.
Þessar útfærslur voru ekki til þegar bílinn var gerður og því ekki í bílnum frá framleiðanda.
Ég minni þig á að þú gætir lent í bensín vandamáli og ráðlegg ég þér því að kaupa þér í það minnsta 02 mælir eða smíða einn( smá lóða hér og þar)
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
