bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 11. May 2025 12:44

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 21 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Wed 21. Sep 2005 20:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Ágætu ,,, lesendur

Sú staða gæti komið upp að eigendur BMW bíla ((og annara bíla ))
gætu orðið þolendur í tjóni sem gerði það að verkum að bíllinn verði óviðgerðarhæfur og þeim byðist að fá fullnaðar greiðslu sem þeir yrðu ,,AFAR,, ósáttir við ,, þá gæti hafist ferli sem yrði t.d. byggt á mati bílasala eða annara aðila sem hefði lágmarks kunnáttu ,, eða vitneskju um viðkomandi ökutæki og þar af leiðandi yrði útborguð upphæð töluvert lægri en sanngjarnt væri í viðkomandi tilviki.
Sumir meðlimir hér á spjallinu hafa dapra reynslu af slíku.

Undirritaður hefur haft puttana í einu slíku tilfelli þar sem tryggingafélagið
býður töluvert lægri greiðslu en núverandi eigandi bílsins keypti bílinn á.
Flestir vita eflaust um hvaða bíl er að ræða,, en sá bíll var töluvert breyttur og kom með sérstöku útliti frá framleiðanda sem allflestir eru sammála um að gerist varla flottara

Á þetta sérstaklega við um eldri og mikið breytta BMW bíla t.d E 21,, E 30,
E 23,, E 24,, E 28 svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu er þetta ekki alhæfing,, oft er erfitt að meta þegar markaður og eftirspurn er það lögmál sem stuðst er við.

Ef tekinn er allgóður E 30 með 2.5L vél má ganga að því vísu að erfitt er að fá slíkann bíl til landsins fyrir minna en 550.000 með öllum þeim gjöldum og þóknunum sem þessu fylgir, er þá átt við bíla sem kosta 2000-2500 EURO
ef menn vilja gera þetta sjálfir er möguleiki að fara í lægri tölur,,, en samt hæpið.
OK........ eru einhverjir 325 bílar frá 86-90 á bílasölum ??? NEI :?
þannig að erfitt er að meta hvað GÓÐUR 325 bíll kostar í söluskránni,,
Er til einhver GÓÐUR 528 (( 5/gíra)) 82-87 á Bílasölum eða skrám NEI

Allmargir spjallverjar eru búnir að breyta bílum sínum fyrir SVIMANDI upphæðir ,,, t.d. LSD TURBO ENGINESWAP FJÖÐRUN BREMSUR
LOOK osfrv,, Allharður biti væri að kyngja ef svo tryggingafélag tjónvalds tæki nú þá ákvörðun og ,,,,,,,vanmæti bílinn svo herfilega,,,,
að upphæðin sem í boði væri ekki helmingur af aukahlutunum :shock: :shock: :shock:
Spurningin er sú hvort við ættum að óska eftir sérstöku mati fyrir X viðkomandi bíl og láta setja inn í skriflegann samning það verð sem viðkomandi ,,VILL ,,fá sé um altjón að ræða,, Gera má ráð fyrir því að iðgjaldið hækki,,,,,,, en ef menn vilja fá X mikla upphæð þá er kannski líka sanngjarnt að borga fyrir það..

Ég legg til að þeir sem hafi áhuga á svona máli,,((vegna þess að þetta snertir okkur ALLA á einn eða annann hátt)) geri upp hug sinn og við hittumst á fundi sem fyrst og semjum snyrtilegt orðalag sem verður kynnt tryggingafélögunum,, og hefi ég talað við FORMANN spjallsins sem leist vel á þetta og er tilbúinn að þetta verði gert í nafni Kraftsins ef menn hafa áhuga að gera eitthvað í málunum,,
ef menn eru með aðrar betri hugmyndir þá er það lika þarft innlegg.

Hægt er að ná í mig í síma 6962021

Góðar stundir

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 21. Sep 2005 21:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Stefán ætlaði að tryggja bílinn fyrir X upphæð , en hans tryggingafélag vildi sko ekki taka þátt í svoleiðis bulli, enn TM var tilbúið að tryggja að þeirri upphæð sem stefán vildi,
en reglur segja að þú getur ekki hætt hjá einu trygginga félagi til að fara annað, sem er sko mesta fásinna sem er til.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 21. Sep 2005 21:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
jamm ekki nema vesenast í að gera rétthafa breytingu.

Þetta er of asnalegt, var einmitt að flytja mig yfir til vís með allar tryggingar og ég þarf að bíða í heilt ár til til að geta tryggt hjá þeim nema ég geri rétthafa breytingu.

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 21. Sep 2005 22:28 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Þegar ég setti minn í kaskó hjá Sjóvá-Almennum spurðu þeir mig hvað bíllinn væri metinn á ca. og settu það inn í tryggingaskilmálana. Þetta var eftir að þeir höfðu skoðað bílinn í bak og fyrir.

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Sep 2005 01:48 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 05. Apr 2004 22:19
Posts: 82
á kanski ekki alveg við en þarna er útskýrt hvernig er hægt að skipta um tryggingafélag..

Tekið af síðu Leós (www.leoemm.com)

ÞÚ GETUR TRYGGT BÍLINN ÞINN Á HAGKVÆMARI HÁTT
(Þessi grein varð til þess að tryggingafélögin tóku sig saman um að auglýsa ekki í tímaritinu Bílnum - sem sagt trygging fyrir því að það sem í henni er að finna er rétt).
Staðreyndin er sú að bíleigandi getur skipt um tryggingafélag hvenær sem honum sýnist þótt ekki sé minnst á þennan möguleika í Handbók um tryggingar eftir Bruno Hjaltested enda mun hún gefin út í samráði við tryggingafélög. Bíleigandi/fjölskyldufaðir eða móðir getur líka tryggt bíla barnanna sinna fyrir helmingi lægra iðgjald. Hér eru upplýsingar sem tryggingafélögin, af augljósum ástæðum, halda frá sínum viðskiptavinum. Tímaritið Bíllinn hefur skoðað möguleika hins almenna bíleiganda til að tryggja bíl á hagkvæmari hátt. Þótt nú sé mikið talað um frjálsa samkeppni virðist hún ekki virka þegar kemur að bílatryggingum. Tryggingafélögin eru samtaka um að nota ákveðnar reglur um uppsögn trygginga. Reglurnar virðast m.a. hafa þann tilgang, með ákvæði um uppsagnarfrest, að letja kaupanda tryggingarinnar til að skipta um tryggingafélag. Fyrir bragðið er lítið um tryggingafélög keppi um viðskipti við bíleigendur, t.d. með sértilboðum eins og þau gera þegar aðrar tryggingar en bílatryggingar eiga í hlut. Það er engu líkara en að þau hafi ákveðið sín á milli hvernig ,,kökunni" skyldi skipt. Samkeppni á milli tryggingafélaga, um tryggingar nýrra bíla er hins vegar talsverð þótt mest beri á boðum um bílakaupalán.

ÞANNIG SKIPTIR ÞÚ UM TRYGGINGAFÉLAG
Hafðu samband við sölumenn nokkurra tryggingafélaga og kannaðu hvað myndi kosta að tryggja bílinn þinn. Þú getur einfaldlega sagt að þú hyggist kaupa svona bíl og sért að leita að hagkvæmasta kostinum. Þú munt verða dálítið hissa á því hve grunniðgjöldin eru svipuð hjá félögunum. Sölumennirnir hafa hins vegar möguleika á tilboðum með því að nota misjafnlega mikinn afslátt (bónus). Vertu viðbúinn því að munurinn á iðgjaldi geti verið á bilinu 5-10 þús. kr. Á ári. Fáir þú tilboð sem er lægra en það iðgjald sem þú greiðir nú, selur þú bílinn einhverjum sem selur hann þér aftur daginn eftir. Að vísu er kostnaðurinn við eigendaskiptin 2 x 2400 kr. eða samtals 4800 kr. (Hvers vegna eigendaskipti og skráningarkostnaður, sem er nokkurra mínútna vinna á tölvu, kostar svo mikið er sérstakt umhugsunarefni og ef til vill ástæða fyrir umboðsmann Alþingis að kanna að hve miklu leyti þar er um skattheimtu að ræða). Þú getur því skipt um trygginafélag þegar þér sýnist. Það kostar þig í mesta lagi 4800 kr auk minniháttar snúninga. Þann kostnað geturðu fengið til baka og jafnvel meira til, með betri kjörum og því borgar sig að kanna málið. Einhverjar ástæður eru fyrir því að ekkert tryggingafélaganna hefur haft fyrir því að upplýsa neytendur um þennan möguleika. Það er einnig athyglisvert að í sérstakri handbók um tryggingar, sem kom út árið 1996, eftir Bruno Hjaltested, er ekki getið um þennan möguleika tryggingataka til sparnaðar.

ÓDÝRARI TRYGGING FYRIR SONINN/DÓTTURINA
Þær reglur gilda, að séu skráðir tveir eigendur bíls, getur hvor þeirra sem er verið skráður tryggingartaki. Að skrá meðeiganda að bíl kostar ekki neitt. Það er gert hjá Bifreiðaskoðun Íslands. Þegar sonur eða dóttir kaupir sinn fyrsta bíl er tryggingin einn stærsti gjaldaliðurinn í rekstri bílsins. Bónus er yfirleitt í lágmarki og oft er ekkert tillit tekið til þess að viðkomandi fjölskyldumeðlimur hefur ekið bíl föðurs eða móður, jafnvel árum saman, án þess að valda tjóni. Standi þannig á að foreldri sé með mikinn eða fullan bónus, getur það einnig gilt um bíl sonar eða dóttur. Foreldrið skráir sig einfaldlega sem meðeiganda bílsins. Þar með er getur það látið skrá sig sem tryggingartaka. Með þessu móti getur fjölskylda sparað tugþúsundir króna og það án þess að þurfa að skipta um tryggingafélag. Verði einhver fyrirstaða í málinu hjá þínu tryggingafélagi sakar ekki að þú vitir að Tímaritið Bíllinn prófaði þessa leið hjá einu tryggingafélaganna, að vísu með aðstoð lögfræðings, en þó án þess að hann þyrfti að beita sér í málinu.
Sparnaðurinn nam tugþúsundum króna á ári. Að sjálfsögðu fylgir því ákveðin áhætta að gerast meðeigandi bíla barna sinna. Valdi þau bótaskyldu tjóni getur það orðið til að bónus meðeigandans (foreldris) minnki á öðrum bílatryggingum hans. Það er þitt að vega og meta þá áhættu og þú ert jafnvel færari um það en starfsmaður tryggingafélags sem einungis einblínir á aldur bíleigandans.

Copyright © 1998 Leó M. Jónsson


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Sep 2005 02:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Ég hef aldrei lent í veseni með bílatryggingar, hef getað skipt um félög eins og mér hentar hingað til. Fer bara til þess sem býður best.

En þetta er leiðinlegt að tryggingafélögin geti leyft sér að borga svona litlar upphæðir út. Það er jú enginn sem slær á puttana á þeim.
Mér finnst að í einu og öllu eiga tryggingafélögin að fara eftir listaverði í umboði, og ef það er ekki til staðar, þá bara innflutningsverð(gangverð úti + innflutningur) úr framleiðslulandi.

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Sep 2005 08:54 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Wed 10. Mar 2004 14:44
Posts: 26
Location: Reykjavík
basten wrote:
Þegar ég setti minn í kaskó hjá Sjóvá-Almennum spurðu þeir mig hvað bíllinn væri metinn á ca. og settu það inn í tryggingaskilmálana. Þetta var eftir að þeir höfðu skoðað bílinn í bak og fyrir.


Sama hér, nema hvað bíllinn minn var aldrei skoðaður ('93 E34).

Spurning síðan hvaða tryggingafélög bjóða upp á þetta og eins hvort að allir sem tryggja hjá þeim félögum eigi kost á þessu? Skiptir t.a.m. einhverju máli hvað bíllinn er gamall?

_________________
BMW E34 540i
BMW E30 325i, seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Sep 2005 10:05 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Ég hef aldrei verið í vandræðum með að skipta um tryggingafélag.

En ég ætla að athuga hvað mitt tryggingafélag (Sjóvá) getur boðið mér. Ég er með 2 bíla sem eru ekki verðmiklir á pappírum fyrir einhver Jón útí bæ en kostar töluverðan pening að flytja inn.

Ég talaði einusinni við Sjóvá um E21 bílinn minn og hvort ég gæti fengið "afslátt" af tryggingunum af honum þannig að ég væri að borga sama á ári af honum og þeir sem eru með fornbílatryggingar. Sá bíll er nefnilega ekki orðinn 25 ára. Þeir samþykktu það og því hef ég fulla trú á því að þeir séu samvinnuþíðir. Ennnn til að vera viss ætla ég að tala við þá í hádeginu. Ef það er ekki hægt að tryggja bílana fyrir ákveðinni upphæð þá hef ég áhuga á því að mæta á svona fund og pressa á tryggingafélögin.

En það er eitt sem ég er að spá í, hvernig fá þeir út þær upphæðir sem þeir eru að bjóða? Við hvað miða þeir eiginlega? Því það eru augljóslega engir slíkir bílar til sölu á íslandi. Ætli þeir miði við verð á E36 og hvað hann yrði verðmikill eftir x mörg ár?

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Sep 2005 10:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Ég var boðaður niður í tjónaskoðun þegar ég ætlaði að kaskótryggja bílinn minn. Að vísu geymdi ég það setja hann í kaskó en ég hef aldrei áður þurft það. Margir hafa rekið upp stór augu þegar þeir heyra að ég hef minn bíl ekki í kaskó en þannig er það nú bara að ég náði ekki að koma honum í gegnum fulla skoðunn og því vildi ég ekki fara með hann í þetta tryggingartékk, svo var skorið á blæjuna hjá mér og verð ég að bíða með það þangað til ég fæ nýja.

Fúlt

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Sep 2005 10:26 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 11. Jan 2005 11:01
Posts: 356
Friðrik wrote:
Sparnaðurinn nam tugþúsundum króna á ári. Að sjálfsögðu fylgir því ákveðin áhætta að gerast meðeigandi bíla barna sinna. Valdi þau bótaskyldu tjóni getur það orðið til að bónus meðeigandans (foreldris) minnki á öðrum bílatryggingum hans.

Ég man nú eftir því þegar ég gerði þetta á sínum tíma, fór einmitt þessa leið. Þá athugaði ég sérstaklega hvort bónus myndi lækka á öðrum bílum foreldra minna EF ég skyldi lenda í tjóni og þeir (VÍS) sögðu að svo myndi ekki vera. Og það reyndist rétt, þetta var sannreynt þegar einn aðili stórskemmdi bílinn.

Annars er ég alveg í skýjunum með mitt félag núna (Vörður), fékk mjög góðan díl þegar ég keypti bimmann.

_________________
E36 325ia 1993 (seldur)
E34 520i 1992 (seldur)
og eitthvað af öðru dóti


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Sep 2005 10:31 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 18. Aug 2003 13:57
Posts: 1272
Location: Reykjavík
Hef góða reynslu af Verði líka... Er reyndar sjálfur hjá TM en þegar það var keyrt á kyrrstæðan E30 bíl sem ég á ( í rifi núna ) þá var tjónvaldur hjá Verði og þeir voru mjög almennilegir og þægilegir í viðskiptum (buðu mér góða upphæð fyrir bílinn og ég fékk líka að hirða hann)

Ég er með minn í kaskó og fór með hann og lét meta hann hjá TM og það var bara skráð það verð sem ég sagði að það kostaði að flytja þennan bíl inn.

Ég er samt mjög mikið að íhuga að skipta um tryggingarfélag.

_________________
BMW 318i E46 1998 (Til sölu)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Sep 2005 13:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 30. Jan 2003 06:08
Posts: 3377
moog wrote:
Hef góða reynslu af Verði líka... Er reyndar sjálfur hjá TM en þegar það var keyrt á kyrrstæðan E30 bíl sem ég á ( í rifi núna ) þá var tjónvaldur hjá Verði og þeir voru mjög almennilegir og þægilegir í viðskiptum (buðu mér góða upphæð fyrir bílinn og ég fékk líka að hirða hann)

Ég er með minn í kaskó og fór með hann og lét meta hann hjá TM og það var bara skráð það verð sem ég sagði að það kostaði að flytja þennan bíl inn.

Ég er samt mjög mikið að íhuga að skipta um tryggingarfélag.

vörður er :P
ég er ekki að borga jack shit fyrir að hafa 4 bíla á númerum

_________________
523 E61 Touring
Mazda Rx7 Ekkert turbo vesen 12.060 @ 117.80
Clio 1,8 á R888 Ralycrossarinn
Hæðarstilli dekk ókeypis fyrir Reykjavik og nágrenni
Offical E30 H8R CREW
Member ONE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Sep 2005 13:49 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Ég bjallaði í Sjóvá og konan þar sagði mér að ég gæti farið með bílinn/ana í Tjónaskoðunarstöðina og ákveðið með þeim verð sem ég vildi tryggja bílinn á. Ennnnnnn það á náttúrulega bara við um kaskó. Aðal vandamálið er hvað önnur tryggingafélög meta bílinn/ana á.

Hvernig er að tala við lögfræðinga FÍB um svona mál? Geta þeir eitthvað gert?

En hvernig er það ef þú sættir þig bara ekki við neinar tölur sem þeir bjóða þér fyrir bílinn? Verða þeir þá ekki bara að borga þér tjónið út eða gera við bílinn? Varla hafa þeir lokaorðið í þessu og geta bara sagt: Nei þú færð annað hvort þessa upphæð eða ekki neitt?

En hvað með fólk sem á fornbíla sem kosta kannski milljónir að flytja inn? Er það metið eitthvað öðruvísi eða er það bara sama prinsipp? 40 ára gamall bíll ekinn slatta: Humm borgum þér 20 þús fyrir hann....

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Sep 2005 21:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
já vörður er.... :roll:

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Sep 2005 21:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Trygginarfélög eru skítsama um fólk, ef þið haldið annað þá "take a reality pill"

money money money ,,,,,, money
MONEY.......................................................

Ekki einu tryggingarfélagi er rassgat sama um þeirra viðskipta vini, þeir vilja bara penge og thats it, ef einhver er nógu þröngsýnn til að halda annað , þá go ahead, þegar þú lendir í veseni þá mundu fá að finna fyrir því.

Ég hef gert það tvisvar núþegar, einhver keyrir á mig,
Ég hef tapað pening í bæði skiptin,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 21 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 8 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group