bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
100 oktan bensín https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=11783 |
Page 1 of 2 |
Author: | zazou [ Tue 20. Sep 2005 23:11 ] |
Post subject: | 100 oktan bensín |
Hvað vitið þið um þetta 100 oktan bensín sem OLÍS er að selja við bílasölu Jóns Ragnars.? Er þetta ætlað á keppnisgræjur eða er óhætt að nota þetta á venjulega bíla? Getur maður átt á hættu að stimplarnir brenni ef það er notað? |
Author: | arnib [ Tue 20. Sep 2005 23:16 ] |
Post subject: | |
Eftir því sem ég best veit er allavega blý í því, sem gæti farið illa í hvarfakútana! Aftur á móti stórefast ég um að þetta brenni stimplana þína! |
Author: | Schulii [ Tue 20. Sep 2005 23:19 ] |
Post subject: | |
hmm.. ég man að það var í tíma selt 100okt. bensín við bensínstöðina á Reykjanesbrautinni rétt áður en maður kemur að smáralind. Þar er Select núna. Ég man að ég setti það svona "spari" á BMW-ana mína í gamla daga og mig minnir að það hafi ekki verið álitið neitt varhugavert við það. En kannski var ég bara badly informed ![]() Hvað kostar lítrinn af þessu bensíni?? |
Author: | Knud [ Tue 20. Sep 2005 23:41 ] |
Post subject: | |
Tja allt bensín sem er meira en 95 oktan er blýbætt... |
Author: | Logi [ Tue 20. Sep 2005 23:44 ] |
Post subject: | |
Knud wrote: Tja allt bensín sem er meira en 95 oktan er blýbætt...
Nei, það er ekki rétt! |
Author: | Dr. E31 [ Wed 21. Sep 2005 00:17 ] |
Post subject: | |
Í dag er ekki neitt bensín með blýi. |
Author: | Epicurean [ Wed 21. Sep 2005 00:29 ] |
Post subject: | |
Í nýrri bílum eyðileggur blýið hvarfakútana og súrefnisskynjarana. |
Author: | arnib [ Wed 21. Sep 2005 00:34 ] |
Post subject: | |
Dr. E31 wrote: Í dag er ekki neitt bensín með blýi.
Nema þetta 100 oktana bensín þarna? ![]() Ég held alveg örugglega að það sé það! |
Author: | Lindemann [ Wed 21. Sep 2005 00:37 ] |
Post subject: | |
Allavega er 100okt bensínið í skógarhlíð blýbætt |
Author: | zazou [ Wed 21. Sep 2005 00:45 ] |
Post subject: | |
Lindemann wrote: Allavega er 100okt bensínið í skógarhlíð blýbætt ![]() |
Author: | Lindemann [ Wed 21. Sep 2005 00:49 ] |
Post subject: | |
zazou wrote: Lindemann wrote: Allavega er 100okt bensínið í skógarhlíð blýbætt ![]() Sem þýðir að þú getur ekki notað það.... Og ég geri fastlega ráð fyrir að 100okt bensínið uppá höfða sé líka blýbætt. Annars er bara að spyrja þá á bílasölunni þarna hjá. |
Author: | bebecar [ Wed 21. Sep 2005 06:21 ] |
Post subject: | |
100 oktana bensínið er með blýi ef það er breiðari stútur á dælunni (sem ekki kemst í hálsinn hjá þeim sem eiga að taka blýlaust), þannig á það allavega að vera. Mig minnir að 100 oktana bensínið sé flugvélabensín og þar af leiðandi með blýi. í Skógarhlíðinni er það þá líklega það sama og hjá Olís. Eina háoktan bensínið sem er blýlaust er V-Power. |
Author: | iar [ Wed 21. Sep 2005 11:57 ] |
Post subject: | |
Lindemann wrote: Annars er bara að spyrja þá á bílasölunni þarna hjá.
Eða kannski frekar viðkomandi olíufélag? ![]() |
Author: | Knud [ Wed 21. Sep 2005 12:53 ] |
Post subject: | |
Logi wrote: Knud wrote: Tja allt bensín sem er meira en 95 oktan er blýbætt... Nei, það er ekki rétt! Tja ég gerði nú einu sinni skólaverkefni og fann upplýsingar á vísindavef háskóla íslands að ALLT bensín yfir 95 oktana væri blýbætt... En ég veit ekki kannski á maður ekkert að taka mark á eitthverjum doktor eða prófessor í háskólanum... ![]() |
Author: | JOGA [ Wed 21. Sep 2005 12:57 ] |
Post subject: | |
Nokkuð viss um að Jón Ragnarsson sjálfur geti svarað þessu fljótt. Hann er þarna sjálfur flestum stundum. Bara bjalla á hann og spyrja. Getið líka spurt Rúnar eða Baldur syni hans. Væri gott að vita. Man samt að þetta var auglýst í einhverju blaði um daginn og man ekki til þess að það hafi verið tekið fram neitt um blý. Það hefðu þeir eflaust gert ef það er til staðar. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |