Ég þarf að endurnýja hjá mér framdemparana og var tjáð í búðinni sem er svona sænsk útgáfa af bílanaust að þeir ættu ekki til neitt handa mér, það væri eitthvað spes fyrir 540 sem þeir ættu ekki. Mig langar bara að vita hvort það standist eða hvort þeirra upplýsingar séu rangar. Einnig þætti mér vænt um að fá ráðleggingar í þessum málum, mig langar að gera bílinn aðeins stífari en get því miður ekki lækkað hann nema í mesta lagi um 10mm þannig að það er ekki hægt að gera neitt rótækt í gormadeildinni.
_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur

--