bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

318i 1991 (e36) topplúga og vél vesen
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1167
Page 1 of 1

Author:  reynir.net [ Mon 31. Mar 2003 21:16 ]
Post subject:  318i 1991 (e36) topplúga og vél vesen

Sælir,

Ég ek um á 318i og núna er ég að díla við smá vesen, vélin gengur illa og missir kraft, ég lét þjöppumæla vélina f. nokkrum vikum og þá var hann ekki að ná almennilegri þjöppu á einum cyl, en því var náð í gang með einhverjum redex eða stp æfingum, geri reyndar ráð fyrir að reyna annað eins fljótlega, en það bendir til þess að stimpilhringir séu að festast... veit einhver um betri lausn, hefur einhver hugmynd um hvað það myndi kosta að láta rífa vélina í sundur og laga þetta, hvað þarf að skipta um etc.

Hvað er gangverð á svona bílum (þegar þeir eru í lagi) ?? bíllinn er ekinn 170þ í fínu standi á boddy, búið að sprauta stóran hluta bílsins, en hann er diamond svartur og lítur vel út (álfelgur, topplúga, nánast ekkert ryð, þokkalega vel viðhaldið)...

Eru einhverjir hérna sem hafa áhuga á að kaupa svona bíl, eins og hann er ?


-reynir

Author:  lalli twincam__ [ Thu 03. Apr 2003 17:39 ]
Post subject:  ..

hvað ertu að spá að fa fyrir hann
áttu myndir og hvar er hægt að skoða hann????

Author:  Djofullinn [ Thu 03. Apr 2003 17:57 ]
Post subject: 

Ég mundi giska á að ásett verð á svona bíl væri frá 300-500 þús eftir ástandi

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/