bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

518I gangvandamál
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1164
Page 1 of 1

Author:  Prawler [ Mon 31. Mar 2003 11:13 ]
Post subject:  518I gangvandamál

Er með 518I árgerð ´90 (40) Ekinn aðeins um 120.þ Vandamálið byrjaði með því að bíllinn drap skyndilega á sér og vildi ekki í gang fyrr en eftir nokkrar mínutur. Síðan gekk hann aðeins í smá stund (eðlilega) en drap svo á sér aftur. Hélt að þetta væri bensínsía og lét skipta um hana en bíllinn var alveg eins. Nú er hann orðinn þannig að þegar hann fer í gang þá gengur hann jú, en hægagangurinn er um 3000 Rpm og þegar orðinn heitur þá er hann að rokka á millli 1000 og 3000 RPM (taktfast) Og eyðslan það mikil að nálin á eyðslumælinum er í botni.
Hvað getur þetta verið ?? Ég hef stykki sem kallast ICV (Idle Control Valve) sterklega grunað. Ég þykist vera búinn að útiloka að vélin sé að draga falskt loft.

Author:  oskard [ Mon 31. Mar 2003 11:28 ]
Post subject: 

vacum slöngur lélegar eða vitlaust tendar eða dotnar úr sambandi ?

Author:  Prawler [ Mon 31. Mar 2003 23:41 ]
Post subject: 

jæja bíllinn er farinn til þeirra í T.B þeir halda að þetta sé eithvað annað og meira, vona bara að ég þurfi ekki áfallahjálp þegar ég sé reikninginn.

Author:  GHR [ Mon 31. Mar 2003 23:46 ]
Post subject: 

Þeir í T.B eru nú mjög sanngjarnir á verði!!!
Ég hef bara fengið sanngjörn verð og mjög góða þjónustu :D , ætla sko að halda áfram að skipta við þá

Vona samt að þetta verði ekki eitthvað alvarlegt hjá þér :wink:

Author:  Prawler [ Tue 01. Apr 2003 16:13 ]
Post subject: 

Var að tala við T.B
Bíllinn kominn í lag. Var heiladauður !! tölvan ónýt !
ÚFFFFFFFF $$$$$ Samt sanngjarnir held ég miðað við hvað var að

Author:  GHR [ Tue 01. Apr 2003 18:37 ]
Post subject: 

How much???

Author:  bebecar [ Tue 01. Apr 2003 20:09 ]
Post subject: 

Þeir í TB eru bara frábærir! Mjög sanngjarnir í verðum og alltaf til í að hlusta á mann. Ég fer ekki annað!

Author:  Prawler [ Wed 09. Apr 2003 14:18 ]
Post subject:  Tölva úr 318 í 518 !!

Nú er ég kominn með tölvu úr 318I bíl, þeir áttu ekki úr 518I bíl hjá T.B
Veit einhver hver munurinn er ?? það er eitthvað gangvandamál í bílnum ennþá sem var EKKI áður en tölvan fór. Nú er 518 bíllinn þyngri en 318 bíllinn og tölvan ekki með sama númer? Þeir hjá T.B héldu að þetta skipt ekki máli, en bíllinn er ekki góður, bæði sýpur bensín og er kraftlaus, og hikstar á inngjöf og á það til að sprengja.
Getur þetta verið tölvan?? að hún sé bara ekki rétt stillt fyrir þennan bíl??
Einhver?

Author:  flamatron [ Wed 09. Apr 2003 15:29 ]
Post subject: 

Gæti verið kertin.. :? það verða að vera sama vél úr 318 bílnumm og er í þínum 518 bíl!!..

Author:  gstuning [ Wed 09. Apr 2003 18:52 ]
Post subject: 

Það verður að vera sama tölva,

Ef það er ekki sama númer þá er það ekki rétt tölva

Tölvan er sú sama, vélin er smíðuð fyrst og svo sett í hinn og þennan bíl,
Það er engin munur á þeim þegar þær eru komnar ofan í,


Hver eru númerin á tölvunum, Start gæti átt þína tölvu,

Author:  518 [ Thu 10. Apr 2003 21:01 ]
Post subject: 

Start á ekki tölvu í þennan bíl, búinn að tékka á því. Annars eru þeir mjög góðir hjá Start, þeir hafa oft bjargað mér og verið MJÖG sanngjarnir svo ekki sé meira sagt. Eiginlega finnst mér ég vera ósanngjarn eftir að hafa viðskipti við þá því þeir eru svo ódýrir.
Bílinn er að fara aftur til T.B á morgun. Ég er ekki ánægður með hann og þeir ætla eitthvað að líta á þetta fyrir mig. Ég var að finna lausa hosuklemmu á bensínslöngu áðan og hann lak bensini þar, lagaðist samt ekkert við keyrslu eftir að ég lagaði það.

Author:  Haffi [ Fri 11. Apr 2003 03:06 ]
Post subject: 

virkar ekki fyrir mig að taka hvaða m52 vél og láta í minn ?

Author:  Prawler [ Thu 17. Apr 2003 10:45 ]
Post subject: 

Sælir allir og takk fyrir góðar ábendingar og góða hjálp. Ég komst að því að þetta var tölvan ennþá sem var að stríða mér, hún passaði ekki tölvan sem ég fékk hjá T.B Númerið á tölvunni sem á að vera í bílnum er 386 en ég veit ekki hvaða númer T.B létu mig fá, en hún var alveg úti í móa. Fékk að skila henni og fann tölvu hjá Magga í Bílstart, reyndar ekki númer 386 heldur 197, en hún virðist virka fínt. Finnst hann þó eyða aðeins meira en hann gerði en það getur verið ímyndun hjá mér. Ég er búinn að reyna að fá upplýsingar um hver munurinn er á þessum númerum 386 og 197 en það virðist enginn geta svarað mér?? Ekki einu sinni hjá B&L.
Þessar tölvur eru fyrir sömu vélar en 386 eru úr 518 og 197 úr 318.
Gæti verið einhver munur á stillingum því 518 er jú eitthvað þyngri en 318.
Eins gott að þétta betur kassann sem tölvan liggur í svo hann fyllist ekki aftur af vatni :)

Author:  saemi [ Thu 17. Apr 2003 14:51 ]
Post subject: 

Oooo ja, eins gott ad gera thad. Eg er buinn ad eydileggja einn heila med thvi ad breyta honum i sundlaug.... ovart!

Saemi

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/