bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Heddpakkning??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=11363
Page 1 of 1

Author:  Helgi M [ Wed 17. Aug 2005 00:53 ]
Post subject:  Heddpakkning??

Sælir Kraftsmenn

Ég var að velta því fyrir mér hvað þetta gæti verið í bílnum hjá mér en þetta byrjaði fyrir viku og það gengur þannig fyrir sig að ég set kannski 2 lítra á vatnskassan ek í 2 -3 tíma og þá er það búið, og svo endurtekur þetta sig aftur og aftur en vandinn er að það lekur hvergi neinsstaðar útur neinu né lekur niður á jörð þó svo að bíllin er í gangi,, og þá var ég að velta því fyrir mér hvort þetta getur verið heddpakkningin? En samt sem áður hefur allavega ekki neitt vatn komist í snertingu við olíuna og bíllin pústar eins og hver annar bíll og eins og fyrr sagði þá lekur heldur ekki utan frá...

Og ég prufaði að hafa vatnskassan opin áðan, semsagt ekki tappan á og hafa hann í gangi á meðan og hann byrjaði bara hægt og rólega að ýta vatninu uppúr sér,,,,

Eru einhverjir glókollar hér sem að detta eitthvað í hug hvað þetta gæti mögulega verið?? :oops:

Author:  gstuning [ Wed 17. Aug 2005 07:15 ]
Post subject: 

Heddpakkning

Author:  íbbi_ [ Wed 17. Aug 2005 08:15 ]
Post subject: 

já ég myndi halda það líka, hvernig er hitastigið á honum?

Author:  Bjarki [ Wed 17. Aug 2005 11:30 ]
Post subject: 

ef olían er ekki froða og reykurinn ekki blár en hann klárar kælivökvan svona hratt er þá ekki málið að mæla þjöppuna og þrýstiprófa kælikerfið, ætti að skera úr um málið.

Author:  gstuning [ Wed 17. Aug 2005 11:43 ]
Post subject: 

Best er að gera leakdown test.

Þ.e blása bara lofti ofan í stimplanna þegar vélin er heit,
þannig komst ég að því að eitthvað var crooked með mína vél.

Author:  IvanAnders [ Wed 17. Aug 2005 12:10 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
ef olían er ekki froða og reykurinn ekki blár en hann klárar kælivökvan svona hratt er þá ekki málið að mæla þjöppuna og þrýstiprófa kælikerfið, ætti að skera úr um málið.


Ef að reykurinn er hvítur, er vatn í brunanum, blár ef að það er olía....

Author:  Helgi M [ Wed 17. Aug 2005 18:52 ]
Post subject: 

Takk fyrir svörin :D

En já þegar að hann er vatns lítill þá fer hitinn eins langt og mælirinn mælir "tek það samt fram að hann hefur aldrey farið svo langt en hann stefnir alltaf í það" en þegar að hann er að nálgast rauða strikið þá þen ég hann uppí 3000 snúninga eða keyri yfir 50 km hraða og þá er hann bara 3 sekúndur að fara aftur á miðjuna og svo tekur hann svona mínútu að nálgast rauða strikið enn á ný þegar að ég er stopp,, og já olían er alveg hrein og hann pústar ekki "gufu" hvítum reyk,, solldið spúki sko,,, hehe :roll:

Author:  gstuning [ Wed 17. Aug 2005 19:10 ]
Post subject: 

Helgi M wrote:
Takk fyrir svörin :D

En já þegar að hann er vatns lítill þá fer hitinn eins langt og mælirinn mælir "tek það samt fram að hann hefur aldrey farið svo langt en hann stefnir alltaf í það" en þegar að hann er að nálgast rauða strikið þá þen ég hann uppí 3000 snúninga eða keyri yfir 50 km hraða og þá er hann bara 3 sekúndur að fara aftur á miðjuna og svo tekur hann svona mínútu að nálgast rauða strikið enn á ný þegar að ég er stopp,, og já olían er alveg hrein og hann pústar ekki "gufu" hvítum reyk,, solldið spúki sko,,, hehe :roll:


Nokkuð víst að þetta er leki í heddinu eða bogið hedd eftir ofhitnun

Author:  Valdi- [ Sat 20. Aug 2005 01:22 ]
Post subject: 

Hmm, ég var að lenda í hérum bil sömu aðstæðum, nema að það kemur enginn reykur og einstaka sinnum sé ég kælivökvann leka í svona mínútu, er samt með splunkunýjan kassa. Ég var t.d. að setja 2 lítra á hann rétt áðan eftir 2 daga akstur. Hitamælirinn hjá mér er einmitt líka búinn að vera einkar furðulegur, hann hitnar eina stundina og fer fyrir miðju þá næstu, það virðist vera eins og að hann hittni þegar hann sé kyrrstæður, eins og t.d. á ljósum eða við mjög lágan snúning, um leið og ég kemst aðeins á ferðina verður bílinn ósköp eðlilegur. Það sem mig langar að vita er
1. Gæti það verið vatnslásinn ?
2. Hvað kostar heddpakning c.a. i e39 með viðgerð og alles ?

Með von um góð og skjót svör.
Valdi-

Author:  saemi [ Sat 20. Aug 2005 02:50 ]
Post subject: 

Félagi minn lenti í þessu á sínum 523i fyrir c.a. ári síðan.

Það kom í ljós að það var opið inn í einn cyl. frá vatnsgangi í heddinu, bíllinn hitaði sig einmitt en lagaðist á ferðinni.

Heddið var sem sagt sprungið, það þurfti að kaupa nýtt hedd...$$$$$$$$$$$$$

Author:  oskard [ Sat 20. Aug 2005 08:39 ]
Post subject: 

og viðbót við það sem sæmi sagði að þessar vélar eru með ál hedd og
ál blokk og er því mjög mjög mikilvægt að það sjóði ekki á þeim vegna
þess að blokkin getur warpast rétt eins og heddið. Nýtt (notað) hedd
ætti að vera einhver 60+ kall held ég hjá TB.

Author:  Valdi- [ Sat 20. Aug 2005 18:34 ]
Post subject: 

Takk fyrir svörin, vonandi kem ég honum í viðgerð fljótlega eftir helgi :?

Author:  Tommi Camaro [ Sat 20. Aug 2005 19:31 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Heddpakkning

jebb

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/