jæja einsog flestir vita þá er sjálfskiptingin í bimmanum hjá mér biluð. en nóg með það núna langar mig að vita hverjir mæla með hvaða fyrirtæki handa mér til að láta taka hana upp? og "þeir" sem vita eitthvað um svona skiptingar, kostar þetta ekki morðfjár að laga þetta?
ég hef heyrt talað um það að þetta séu diskarnir sem fara yfirleitt í þessum skiptingum? og þegar ég spurði tækniþjónustu bifreiða þá sögðu þeir að það er bara skipt um þá diska sem eru bilaðir því að fara útí að skipta um þá alla sé svo svakalega dýrt? eru þessir diskar svona svakalega dýrir eða? nú meina ég að ég hef þannig séð aðstöðu til að gera við þetta sjálfur en maður er bara orðin svo ringlaður að maður veit ekkert hvað maður á að gera? svo hef ég líka heyrt það að allt inní skiptinguna kosti 80þús kall... hvað er það þá sem er svona dýrt ? vinnan á bakvið þetta eða? ég bara skil hvorki upp né niður vægast sagt.
og já ef ég ætla að versla allt inní skiptinguna, hvar er þá best að gera það? og er þetta ekki bara rugl að allt inní skiptinguna kosti 80þús ? ég meina slípisettið kostar jú bara 13þús kall hjá tækniþjónustu bifreiða. en hinsvegar hef ég heyrt að diskarnir sjálfir í þessum skiptingum séu dýrir ?
allar upplýsingar vel þegnar frá mönnum sem vita eitthvað um þessar skiptingar! ekkert fleim á þennan þráð takk.