bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Lækkun
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1128
Page 1 of 2

Author:  Gunni [ Wed 26. Mar 2003 21:55 ]
Post subject:  Lækkun

Hefur einhver hérna hugmynd um hvað er þoranlegt að lækka mikið. Hvað er passlegt að hafa lækkunina að framan og aftan.

ég sá lækkunarkitt á bmwspecialisten sem var 60/40, er það þá 6cm að framan og 4 cm að aftan eða þýðir þetta eitthvað annað ?? ég fór uppí ág um daginn og hann var bara með eitthvað 30/15 sem var það mesta sem hann átti og gaurinn sagði að það væri mesta sem mætti lækka þessa bíla ??

gstuning: hvað er bíllinn fyrir norðan aftur lækkaður mikið ?? hvaða tölur eru á þeim gormum ??

Author:  325i [ Wed 26. Mar 2003 22:25 ]
Post subject: 

60/40 þýðir ekkert annað en 60mm framan og 40mm aftan, minn er lækkaður 60/60 og er fínn í daglegum akstri

Author:  Gunni [ Wed 26. Mar 2003 22:28 ]
Post subject: 

325i wrote:
60/40 þýðir ekkert annað en 60mm framan og 40mm aftan, minn er lækkaður 60/60 og er fínn í daglegum akstri


hvernig bíl ertu á og ertu á höfuðborgarsvæðinu ?? bara að spá hvort maður gæti fengið að sjá áður en ég vel mér hvað ég vill mikla lækkun!

Author:  GHR [ Wed 26. Mar 2003 22:45 ]
Post subject: 

Mér finnst þetta vera full of mikið lækkað, en kannski er það bara ég...... :wink:
Kannski er það bara flott, en ég trúi ekki að hann sé skemmtilegur í keyrslu (berja út brettaköntunum þá kannski fínn :wink: )

Author:  hlynurst [ Wed 26. Mar 2003 23:26 ]
Post subject: 

En hvernig er þetta Gunni... er þinn ekki nógu mikið lækkaður? Minn ætti allavega að vera eins og jeppi við hliðina á honum ef þú lækkar hann meira! :roll:

Author:  Gunni [ Wed 26. Mar 2003 23:33 ]
Post subject: 

hlynurst wrote:
En hvernig er þetta Gunni... er þinn ekki nógu mikið lækkaður? Minn ætti allavega að vera eins og jeppi við hliðina á honum ef þú lækkar hann meira! :roll:


minn er soldið asnalega lár. of lár að aftan og of hár að framan. ég ætla aðeins að breyta þessu þannig að hann verði jafn bæðu megin :) það er búið að rúlla brettakantana hjá mér þannig að ég þarf ekki að vesenast í því.

Author:  gstuning [ Wed 26. Mar 2003 23:46 ]
Post subject: 

Bíllin á Akureyri er 60/60

hann er með KW gorma sem eru stífir, og Koni Sport,

Author:  arnib [ Thu 27. Mar 2003 08:19 ]
Post subject: 

Það er nauðsynlegt að gera fjöðrunina stífari hjá sér ef maður ætlar að lækka bílinn, er það ekki ?

Gunni er reyndar lár fyrir þannig að það skapar kannski ekki vandamál þar á bæ! :o

Author:  GHR [ Thu 27. Mar 2003 11:41 ]
Post subject: 

arnib wrote:
Það er nauðsynlegt að gera fjöðrunina stífari hjá sér ef maður ætlar að lækka bílinn, er það ekki ?


Þegar þú kaupir lækkunargorma þá eru þeir mun stífari en þessir original þannig að það ætti ekki að skapa nein vandræði!!! Nema þú ætlir að vera svo sniðugar að ''klippa'' af original gormunum og lækka hann þannig. Mæli EKKI með því, svoldið mikið hopp hopp og hastilegheit :wink:

Author:  bjahja [ Thu 27. Mar 2003 18:41 ]
Post subject: 

Ég vil ekki vera leiðinlegur en mér finnst bílinn á Akureyri vera full lár. kannski er það líka kittið sem lætur hann líta út fyrir að halla rosalega fram.

Author:  bjahja [ Thu 27. Mar 2003 18:43 ]
Post subject: 

Já og samkvæmt live2cruize síðunni er hann 60*/40
http://www.live2cruize.com/Members/Sidur/BiggiP_BMW.htm

Author:  Djofullinn [ Thu 27. Mar 2003 18:49 ]
Post subject: 

Mér finnst þetta einmitt alveg perfect lækkun :)

Author:  oskard [ Thu 27. Mar 2003 18:54 ]
Post subject: 

Já gunni, þú þarft að hækann aðeins að aftan, er ekki fallegt
þegar að dekkin fara undir brettin :roll:

En hvað er annars málið með vel flesta benza og bimma að
vera mun hærri að framan en aftan orginal !?

Author:  325i [ Thu 27. Mar 2003 19:04 ]
Post subject: 

Er í kef og bíllinn inni í skúr í uppgerð, þetta er e30 325i, get samt sent þér myndir ef þú vilt.

Author:  Halli [ Thu 27. Mar 2003 21:27 ]
Post subject: 

325i wrote:
Er í kef og bíllinn inni í skúr í uppgerð, þetta er e30 325i, get samt sent þér myndir ef þú vilt.

getur þú leyft okkur að deila með þér hamingjunni með
því að skoða myndirnar líka

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/