bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
hringl í vél á 5400+ rpm https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=11144 |
Page 1 of 3 |
Author: | Einarsss [ Sat 23. Jul 2005 16:57 ] |
Post subject: | hringl í vél á 5400+ rpm |
jæja topic segir eiginlega allt ![]() datt í hug að spyrja ykkur hvort ykkur detti e-ð í hug ? og þetta er sem sagt m20b20 vél keyrð 227 þús. |
Author: | íbbi_ [ Sat 23. Jul 2005 17:44 ] |
Post subject: | |
hvernig hringl? er þetta nokkuð glamur? ![]() |
Author: | Einarsss [ Sat 23. Jul 2005 19:25 ] |
Post subject: | |
sko það er ventla glamur í vélinni .... kannski að það heyrist bara svona skringilega þegar vélin kemst á þennan snúning. |
Author: | Hannsi [ Sat 23. Jul 2005 22:25 ] |
Post subject: | |
kannski ertu með sama vandamál og ég!! er með M20B20 mótor og það voru 2 brotnir rokkarmar!! ![]() |
Author: | arnib [ Sun 24. Jul 2005 02:00 ] |
Post subject: | |
Ég var að horfa ofan í þessa vél fyrir mjög stuttu síðan, og það voru amk ekki brotnir rocker armar þá. Er þetta "nýtt" hljóð einar? |
Author: | oskard [ Sun 24. Jul 2005 02:25 ] |
Post subject: | |
Tjah held að maður ætti að taka eftir fleiru en bara hringli á ákveðnum snúningum ef rokkerarmar eru farnir í sundur er það ekki ![]() ![]() |
Author: | Einarsss [ Sun 24. Jul 2005 10:10 ] |
Post subject: | |
arnib wrote: Er þetta "nýtt" hljóð einar? ég bara man það ekki, var ekkert að þenja hann þegar ventlarnir voru "óstilltir" þannig að ég er ekki viss.
Ég verð bara fá einhvern ´vanan með mér í smá rúnt á næstu samkomu. svo var ég að spá hvort mar þurfi að skipta um ventlalokspakkningu í hvert skipti sem ventlalokið fer af ? |
Author: | Lindemann [ Sun 24. Jul 2005 10:29 ] |
Post subject: | |
já getur alveg sloppið með að gera það ekki, en það borgar sig bara ekki, þetta kostar ekki nema 1000-1500 kall. |
Author: | Einarsss [ Sun 24. Jul 2005 21:49 ] |
Post subject: | |
en btw ... hvernig fer maður að til losna við ventlaglamrið algjörlega ? þeas ef það er ekki búið að virka að ventlastilla á hefðbundinn hátt ? rífa headið af og fikta þar ? |
Author: | arnib [ Mon 25. Jul 2005 00:37 ] |
Post subject: | |
Það er auðvitað hægt að opna aftur og reyna að ventlastilla betur.. ![]() |
Author: | Eggert [ Mon 25. Jul 2005 00:56 ] |
Post subject: | |
En er þetta hljóð ekki bara í undirlyftunum? Eða bara permanent slit í ventlunum sem ekki er hægt að stilla úr? ![]() |
Author: | arnib [ Mon 25. Jul 2005 01:06 ] |
Post subject: | |
Undirlyftunum? Fólk notar svosem orðið "undirlyftur" undir ýmsa hluti, en í þessum bíl eru rocker armar sem liggja á ásunum öðrum megin og ventlunum hinum megin. Ef að hljóðið fer ekki við ventlastillingu (getur prufað að gera það aftur) myndi ég halda að innvolsið væri orðið of slitið. |
Author: | Eggert [ Mon 25. Jul 2005 01:29 ] |
Post subject: | |
Ég er ekki mjög vélafróður, en hef heyrt fólk tala um að vökvaundirlyftur geti ollið svipuðum hljóðum. Og það væri dýrt að skipta um þær. |
Author: | Einsii [ Mon 25. Jul 2005 01:51 ] |
Post subject: | |
Eggert wrote: Ég er ekki mjög vélafróður, en hef heyrt fólk tala um að vökvaundirlyftur geti ollið svipuðum hljóðum. Og það væri dýrt að skipta um þær.
eru nokkuð vökvaundirlyftur í m20 |
Author: | oskard [ Mon 25. Jul 2005 01:52 ] |
Post subject: | |
nope |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |