bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvað kostar að skipta um lit á bíl?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=11143
Page 1 of 1

Author:  fart [ Sat 23. Jul 2005 15:11 ]
Post subject:  Hvað kostar að skipta um lit á bíl?

Við erum að tala um frekar lítinn bíl.

Author:  saemi [ Sat 23. Jul 2005 15:35 ]
Post subject: 

c.a. 300þús ef vel á að vera myndi ég segja.

Author:  Dr. E31 [ Sat 23. Jul 2005 23:45 ]
Post subject: 

Hátt í 400þús. mundi ég segja.

Author:  saemi [ Sun 24. Jul 2005 01:34 ]
Post subject: 

Já, allavega 300 er það sem ég ætlaði að segja.

Author:  Dr. E31 [ Sun 24. Jul 2005 02:21 ]
Post subject: 

He he :wink:

Author:  oskard [ Sun 24. Jul 2005 02:24 ]
Post subject: 

Þetta fer að sjálfsögðu líka eftir því hverja þú þekkir í 'bransanum' og hversu svört viðskiptin eru ;) Mér baust heilmálun á ixinn minn á 250 þús hjá góðum sprautara

Author:  Kristjan [ Sun 24. Jul 2005 14:50 ]
Post subject: 

oskard wrote:
Þetta fer að sjálfsögðu líka eftir því hverja þú þekkir í 'bransanum' og hversu svört viðskiptin eru ;) Mér baust heilmálun á ixinn minn á 250 þús hjá góðum sprautara


er það ekki bara mjög vel sloppið?

Author:  Kalli [ Sun 24. Jul 2005 17:10 ]
Post subject: 

Ef þú ert að tala um 5 dyra bíl og ert tilbúinn að rífa hann sjálfur, ss taka hurðir af, lista af öllum hlutum alla glugga úr og svo framvegis, ss ef þú spaðar bílinn sjálfur og færir sprautara hann þá er ekkert mál að fá heilsprautun á 180þús en það er auðvitað svart og auðvitað styðja bmw eigendur ekki skattsvik :)

Author:  gstuning [ Sun 24. Jul 2005 18:51 ]
Post subject: 

Kalli wrote:
Ef þú ert að tala um 5 dyra bíl og ert tilbúinn að rífa hann sjálfur, ss taka hurðir af, lista af öllum hlutum alla glugga úr og svo framvegis, ss ef þú spaðar bílinn sjálfur og færir sprautara hann þá er ekkert mál að fá heilsprautun á 180þús en það er auðvitað svart og auðvitað styðja bmw eigendur ekki skattsvik :)


BMW eigendur fundu upp skattsvik ;)

Author:  Angelic0- [ Sun 24. Jul 2005 18:58 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Kalli wrote:
Ef þú ert að tala um 5 dyra bíl og ert tilbúinn að rífa hann sjálfur, ss taka hurðir af, lista af öllum hlutum alla glugga úr og svo framvegis, ss ef þú spaðar bílinn sjálfur og færir sprautara hann þá er ekkert mál að fá heilsprautun á 180þús en það er auðvitað svart og auðvitað styðja bmw eigendur ekki skattsvik :)


BMW eigendur fundu upp skattsvik ;)
:rofl:

Author:  oskard [ Sun 24. Jul 2005 20:16 ]
Post subject: 

250 þús var miðað við að sprautarinn fékk skel og bodyparta ;)

Author:  Eggert [ Sun 24. Jul 2005 20:37 ]
Post subject: 

Einhvernveginn hef ég líka alltaf haft á tilfinningunni að bílar sem eru settir í heilmálun(til að skipta um lit) séu aldrei með jafn gott lakk og var original á bílnum. Það nýja er alltaf veikara... veit þó ekki hvort það sé rökrétt.

Author:  Schulii [ Sun 24. Jul 2005 21:50 ]
Post subject: 

Sko.. ég fór með gamla gráa IX-inn minn í sprautun sem var 325ix E30.
Það var ekki verið að skipta um lit á honum og það var ekki farið í húdd og fölsin og toppurinn var ekki sprautaður heldur. En ég mætti bara með bílinn og skildi eftir lyklana og þeir gerðu ALLT. Þeir rifu IX-kittið undan honum og bara allt svoleiðis og þurftu að ryðbæta aðeins aftaná honum. Allavega, pointið er að ég fékk þetta allt á 135.000kr og þetta var á einu af stærri og að ég held þokkalega virtu verkstæðum hérna í bænum. Þar að auki var þetta bara mjög vel gert að mér fannst, þó að ég sé enginn expert um þessi mál. Ef einhver hinsvegar vill vita hvaða verkstæði þetta var þá kýs ég að svara því með EP eðli þessarra viðskipta vegna :lol: :oops:

Author:  Schulii [ Sun 24. Jul 2005 21:51 ]
Post subject: 

..vill bara segja að auðvitað var húddið sprautað en ekki semsagt ofaní vélarrýminu!

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/