bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

bensínlykt í starti
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=11100
Page 1 of 1

Author:  addi paddi [ Mon 18. Jul 2005 18:33 ]
Post subject:  bensínlykt í starti

Sælir félagar
ég er með 525i '92 , þegar ég starta honum finn ég netta bensínlykt, ég hef fundið þessa lykt örsjaldan í akstri en nánast alltaf þegar ég starta honum

Veit einhver hvað þetta getur verið ?

kv
Addi

Author:  íbbi_ [ Mon 18. Jul 2005 19:24 ]
Post subject: 

manni grunar nú helst að það sé að leka með einhverri slöngu/röri, en þá ætti lyktin að vera stöðug. ertu búin að prufa þefa uppúr vélarýminu meðan bíllin er í gangi eða nýbúin að vera í gangi?

Author:  Knud [ Mon 18. Jul 2005 20:03 ]
Post subject: 

kom líka hjá mér fyrir nokkru síðan, þá var aðeins brotinn bensínmælirinn ofan í tankinum hjá mér.

kom samt einna helst þegar mikið bensín var á tanknum því þá flæddi líka aðeins upp úr

Author:  flamatron [ Mon 18. Jul 2005 20:36 ]
Post subject: 

Ef þetta er fjölventla vélin,, þá er bara morkin benzínslanga,,, taktu véla coverin af, og þar er benzín slanga sem fer í spíssa railið,, endurnýjaðu hana bara. :)

Author:  Helgi M [ Sun 24. Jul 2005 13:56 ]
Post subject: 

Þetta kemur líka á mínum 520 ´89 alltaf þegar að ég starta honum kemur þessi ilmandi bensínlykt og svo hverfur hún bara :?: :?:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/