bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

hitavesen
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=11057
Page 1 of 1

Author:  jonsi [ Tue 12. Jul 2005 19:05 ]
Post subject:  hitavesen

ég er í vandræðum með bílinn hjá mér e32. málið er að að hann hitnar alltaf og ég er búinn að prófa að taka vatnslásinn úr og ekkert breytist. það kemur ekki heitt loft úr miðstöðinni og ég er búinn að prófa að taka slonguna af vatnskassanum að ofan og það kemur vatn þar er þetta ekki bara vatnsdælan? samt er hún mjög nýleg heddið var tekið upp fyrir stuttu og sett ný dæla í leiðinni. ef einhver hefur lent í samskonar og gæti sagt mér hvað þetta gæti verið þá væri það mjög vel þegið

Author:  Eggert [ Tue 12. Jul 2005 19:06 ]
Post subject: 

Er vatnskassinn alveg í góðu lagi og heill að sjá?
Vatnsdælur duga yfirleitt lengi, svo ef hún er ný þá er hún varla farin...

Author:  jonsi [ Tue 12. Jul 2005 19:13 ]
Post subject: 

já hann á að vera í góðu lagi ætla samt að tékka hvort það fari ekki alveg örugglega í gengum hann. ég prófaði að taka slönguna sem fer af dælnunni og í vélina af og það koma ekkert vatn þar er fer samt útaf vélinni ég er að spá hvort vatnskassinn geti verið stíflaður eða einhvað

Author:  jonsi [ Tue 12. Jul 2005 19:15 ]
Post subject: 

er nokkuð einhvað öryggi eða einhvað fyrir dæluna? og annað tekur dælan við vatninu sem kemur úr vatnskassanum?

Author:  jonsi [ Tue 12. Jul 2005 20:37 ]
Post subject: 

það fer alveg í gegnum allt þarna er búinn að hella á kassann og taka öll rör af og hella í þau og það kemur allstaðar út en bara virðist ekki fara inná vélina

Author:  Bjarki [ Tue 12. Jul 2005 22:43 ]
Post subject: 

daelan er reimdrifin.
er ekki bara loft inn a kerfinu hja ther??
Buinn ad lofttaema alveg 100% thad er slanga sem fer ur efsta punkti i vatnskassa og thegar madur ser vatn seytla inn i yfirfallstankinn tha veit madur ad allt loft er farid. Sagt eftir minni...

Author:  jonsi [ Tue 12. Jul 2005 22:44 ]
Post subject: 

nú var ég að prófa að taka lokið af tankinum þar sem maður setur vatnið á hann og þegar ég gef inn kemur allt upp úr? svo sá ég það að viftukúplingin er greinilega ónyt hún stoppar leið og ég kem við hana. er þetta kannski bara heddið?

Author:  Eggert [ Tue 12. Jul 2005 22:49 ]
Post subject: 

Viftukúplingar eru frekar veikar að ég held... ætli það sé ekki bara ástæðan fyrir þessu hjá þér.
Prófaðu að láta bílinn hjá þér ganga þangað til hann fer að hitna, sjáðu hvort hún fari af stað á réttum tíma og hvort hún gangi kröftuglega.

Author:  jonsi [ Tue 12. Jul 2005 23:12 ]
Post subject: 

ég þakka hjálpina lofttæmdi kerfið og allt í góðu lagi núna dælan hefur greinilega bara fengið loft heyrði þegar vatnið fór að flæða inná hana takk kærlega

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/