bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

taka upp vél í E30
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=11018
Page 1 of 1

Author:  Einarsss [ Thu 07. Jul 2005 23:56 ]
Post subject:  taka upp vél í E30

Er að spá hvort það sé dýrt að taka upp vél í 320, 323 eða 325 bíl ? þá er ég að tala um að skipta um þetta helsta í þessum vélum. Veit svo sem ekki alveg hvað það þarf en býst við að það sé legur, stimpil hringir og þannig dót :oops: hehehe ... kann ekki alveg á þetta en einhvers staðar verður mar að byrja og læra :o

og hvar ætti maður að panta hlutina sem þyrfti ? niðrí B og L eða panta þetta á netinu ? (hvaða síðu þá ?)

og hvaða ráð hafiði handa byrjanda vélaviðgerðum ?

e.s ég er ekki ennþá búinn að versla mér E30 en það ætti að fara skýrast fljótlega :)

Author:  Angelic0- [ Fri 08. Jul 2005 00:21 ]
Post subject: 

ef að þú vilt fá einhverja vitneskju í M20 mótorunum (orginal í E30) skaltu tala við gstuning eða strákana á "Bimmaverkstæðinu" í Keflavík :) þarna hef ég allan minn fróðleik :)

Author:  Einarsss [ Fri 08. Jul 2005 00:33 ]
Post subject: 

ég er einmitt að vona að þeir nenni að tjá sig e-ð hérna ;)

Author:  Angelic0- [ Fri 08. Jul 2005 00:43 ]
Post subject: 

sendu bara EP á gstuning

Author:  Einarsss [ Fri 08. Jul 2005 01:04 ]
Post subject: 

væri kannski gaman fyrir aðra að vita hvað þetta kostaði ...

Author:  íbbi_ [ Fri 08. Jul 2005 01:33 ]
Post subject: 

sona "almenn upptekning" þá er skipt um hringi,stangalegur jafnvel höfuðlegur/bakka, slípaðir ventlar og skipt um ventlaþéttingar, síðan er skipt um pakkdósir heddpakningu og allar pakningar í neðri mótor og yfirleitt efrihlutan með, síðan ef þú villt fara lengra þá er hægt að hóna cylinderana og fá stimpla í yfirstærð, skipta um stangir og sveifarás.
einnig þar sem þetta eru m20 mótorar kæmi eflaust ekki að sök að skipta um kambás og undirlyftur,

verðið velltur rosalega á hvað þú getur gert sjálfur og hvað þú kaupir, ég tók upp 1.6l toyotumótor (4AFE) síðasta sumar og gerði allt sjálfur og það var í kringum 60k, sambærileg vinna á 1600mmc mótor kostaði mig hinsvegar tæpar 300þús hjá kistufelli

Author:  gstuning [ Fri 08. Jul 2005 09:20 ]
Post subject: 

Fyrst,

Ef þú ert ekki með 2.5 mótor eða góð plön fyrir 2.3 mótor þá myndi ég sleppa öllum svona hugsunum og fá bara aðra vél

Það má meira að segja vera að það sé ódýrarra að kaupa vél að utan í góðu ástandi, www.ebay.de

Annars er það bara þetta helsta, athugaðu hvað þeir í kistufelli geta gert fyrir þig

Author:  Knud [ Fri 08. Jul 2005 12:11 ]
Post subject: 

Ef maður myndi kaupa vél að utan á segjum t.d 500 evrur.

Hvað eru tollar, sendingarkostnaður og svo jafnvel ísetning mikið á þessu öllu saman?

Author:  gstuning [ Fri 08. Jul 2005 14:07 ]
Post subject: 

Knud wrote:
Ef maður myndi kaupa vél að utan á segjum t.d 500 evrur.

Hvað eru tollar, sendingarkostnaður og svo jafnvel ísetning mikið á þessu öllu saman?


Aldrei þess virði,
t,d er flutningum um 150-200euro
tollar verða 15% ofan á flutning+verð úti
svo vsk ofan á tolla+flutning+verð úti
Ísetning fer eftir hvernig bíl þú ert með núna, ef þú ert ekki með 325i eða í versta falli 320i mótor þá mun þetta kosta of mikið til að það sé þess virði að ekki kaupa sjálfur 325i bíl úti, annars er þetta ekki spurning um verð á ísetningu, því að þú yrðir að gera það sjálfur til að heildarkostnaður fari ekki uppúr öllu

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/