Nú veit ég af tveimur bifreiðum af gerðinni E36, árgerð 92 sem eiga við sama vandamálið að stríða.
Þeir eru báðir með stock hljóðkerfi, en ef hátalararnir eru að ýta miklu lofti þá skröltir í bílnum fyrir aftan hægra framhjólið(ss farþegamegin).
Nú myndu sumir kannski skjóta á lausan hátalara undir hanskahólfinu en það er búið að athuga það.
Skröltið heyrist afar greinilega fyrir utan bílinn en lítið innaní.
Þar sem bílarnir eiga við sama vandamálið að stríða, var ég að spá hvort þetta væri eitthvað þekkt vandamál eða hvort þið sérfræðingarnir hefðuð einhverja hugmynd um þetta.
|