bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Púst á 535iA ´89 (E34)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=10918
Page 1 of 1

Author:  Svessi [ Sun 26. Jun 2005 00:36 ]
Post subject:  Púst á 535iA ´89 (E34)

Jæja pústið undir bílnum mínum er orðið lélegt og ónýtt, þetta er í þrem hlutum sem kosta 45-50 þús kr stykkið og ég er ekki að fara eyða 150 þús kr í pústið á bílnum.
Það er komið gat á kútana í miðjustykkinu og ég er búinn að fara í BJB og þeir sögðu að það væri ekki hægt að setja í götin því kútarnir eru tvöfaldir og komið gat í gegnum bæði lögin.

Svo ég er að pæla hvort ég geti ekki bara látið smíða opið púst á bílinn. Er eitthvað sem stöðvar mig í því, hann er árgerð ´89 svo ég fæ skoðun á hann með opið púst og án hvarfakúts, eru einhverjir nemar eða eitthvað í pústinu sem ég þarf að athuga eða fixa til? Ég læt pústgreinina (flækurnar) alveg vera, það er í þokkalegu ástandi.

Og svo ef ég set opið púst, hvað ætti ég að hafa pústið svert? Þetta er 3,5 lítra vél. Og hvernig ætti ég að hafa það, ætti ég að láta tvo miðjukúta eða bara einn. Er þá bara að pæla í að gera þetta sem ódýrast en samt með sem besta útkomu hávaðalega séð. En ekkert rugl samt, þessvega sem ég er aðeins að pæla í þessu.

Svo myndi ég sennilega fara niður í Pústþjónustana ÁS, Nóatúni 2, hef oft farið til þeirra og alltaf jafn sáttur, vil bara sjálfur vera komin með smá hugmynd um hvað ég vil láta gera áður en ég fer til þeirra.

Author:  Tommi Camaro [ Sun 26. Jun 2005 01:25 ]
Post subject: 

bara smiða þetta í 2.5 tommu einfalt tvær túbbur á leiðinn síðan einhver solid enda kútur ekki verri ef hann væri með 2 stútum út, myndi segja að þú fengir flott hljóð í bíllinn með eingum smellum og látum

Author:  Lindemann [ Sun 26. Jun 2005 11:58 ]
Post subject: 

en er ekki tvöfalt alla leið orginal á honum?

Author:  Logi [ Sun 26. Jun 2005 12:01 ]
Post subject: 

Jú það er tvöfalt alla leið original, en er Svessi ekki einmitt að leita að einhverju öðru en original?

Author:  Svessi [ Mon 27. Jun 2005 11:17 ]
Post subject: 

Ég var að pæla í einhverju svona eins og Tommi Camaro stingur uppá en ég var aðalega að pæla hvort það væru einhverjir nemar í hvarfakútnum eða eitthvað sem stöðvar þetta af?
Ef einhver á púst fyrir mig á lítið er ég alltaf til í að kíkja á það.
Því þetta er gamall bíll og hef hugsað mér að selja hann aftur eftir ekkert rosalega langann tíma. Þarf að laga pústið en ætla ekki að eyða 150 þús kr í það.

Öndersúd!

Author:  gstuning [ Mon 27. Jun 2005 11:23 ]
Post subject: 

Það sem þú gerir er eftirfarandi

stock pípu stærð með færri kútum en samt temmilega venjulegum kút að aftann, annars færðu slæmt hljóð.

Ég ætla að skjóta á að það sé original 2x"2 undir honum, þannig að haltu þig við það og bókaðu tíma í BJB, algjörlega þess virði að fara til þeirra.

Author:  Logi [ Mon 27. Jun 2005 12:46 ]
Post subject: 

Já það er algjört möst að hafa góðan kút aftast. Ég myndi aldrei sætta mig við neitt annað en aftasta kút sem er framleiddur fyrir þennan bíl. Annað hvort original eða aftermarket.

Það er mjög erfitt að smíða eitthvað þarna aftast sem kemur vel út, plássið er það lítið...

Author:  gstuning [ Mon 27. Jun 2005 13:27 ]
Post subject: 

Logi wrote:
Já það er algjört möst að hafa góðan kút aftast. Ég myndi aldrei sætta mig við neitt annað en aftasta kút sem er framleiddur fyrir þennan bíl. Annað hvort original eða aftermarket.

Það er mjög erfitt að smíða eitthvað þarna aftast sem kemur vel út, plássið er það lítið...


Það er eitthvað púst sjoppa útá landi sem getur smíðað eftir óskum, minn kútur er þaðann og hann lookar alveg stock, hann kostaði 15þús sérsmíðaður í gegnum Einar áttavillta

Author:  Wolf [ Mon 27. Jun 2005 23:43 ]
Post subject:  .

Það eru engir nemar í hvarfakútnum sjálfum, en súrefnisskynjarinn er mjög líklega staðsettur rétt fyrir framan hvarfann, þannig að líklega sleppur þú við að það þurfi að hrófla við honum, sem btw er mjög viðkvæmur fyrir hnjaski. En ef hann er á part af pústinu sem þarf að skipta um þá geta þeir hjá BJB soðið skrúfgang fyrir skynjarann á nýja rörið, hafa allavega gert það fyrir mig.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/